Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Haldnir verða tónleikar til minningar um Jaap Schröder fiðluleikara í Skál- holtskirkju í dag, 13. júní, kl. 16. Jaap lést 1. janúar síðastliðinn, 94 ára að aldri. Á tónleikunum koma saman þrír meðlimir Skálholtskvartettsins sem Jaap Schröder leiddi um langt áraskeið. Rut Ingólfsdóttir, sem spil- aði aðra fiðlu í kvartettinum, sest nú í sæti Jaaps Schröder og í hennar stað kemur Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari. Auk Rutar og Jaaps Schröder skipuðu Skálholtskvartett- inn þau Svava Bernharðsdóttir víólu- leikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari og þau leika bæði á tón- leikunum í dag. Flutt verður verkið Sjö orð Krists á krossinum eftir Joseph Haydn. Rut segir að hópnum hafi þótt við hæfi að minnast Jaaps Schröder með þessu verki, sem fjallar um dauða Krists. „Þetta verk tengist samstarfi okkar, þessa hóps sem kemur fram, við Jaap Schröder. Þetta var með því fyrsta sem við spiluðum með honum sem lítill hópur og við fluttum það ótal sinnum með honum, í mörgum löndum. Við ferðuðumst með honum vítt og breitt um Evrópu og líka þó nokkuð um Bandaríkin. Við eigum svo mikið af góðum minningum frá samstarfinu, ekki síst frá þessu verki.“ Nutu góðs af leiðsögn Jaaps Jaap Schröder var einn helsti upp- hafsmaður upprunamiðaðs flutnings í heiminum. Um miðbik 20. aldar hófst bylgja sem snerist um að spila barokktónlist á upprunaleg hljóð- færi. Þegar strengjahljóðfæri eru annars vegar snýst munurinn á hin- um eldri og nýrri hljóðfærum um strengina og stillingu hljóðfærisins. Verkin eru þá spiluð með uppruna- legri stillingu hljóðfæranna og á öðruvísi strengjum en venjan er að notuð séu í dag. „Hljómurinn verður allt öðruvísi en þegar maður spilar á okkar venjulegu nútímahljóðfæri, þótt maður spili sömu verkin,“ skýrir Rut. Jafnvel þótt hljóðfærin geti ver- ið allt frá 17. öld er venjan að nota nútímastrengi. Stilling hljóðfæra í dag er hærri og hljómurinn verður allt annar en þegar verkin voru sam- in. Hljóðfæraleikararnir þurfa að að- lagast þessari breytingu og segir Rut frá því að reynsla Jaaps hafi komið íslensku tónlistarmönnunum vel. „Þetta er ekkert sem maður grípur beint í. Við vorum stöðugt að læra af honum. Þannig var það öll árin. Það nutu mjög margir góðs af leiðsögn hans, jafnvel á nútímahljóðfærin.“ Jaap Schröder var búsettur í Amsterdam, og dvaldi mikið í Frakk- landi, en hann hafði mikil tengsl við Ísland um áratuga skeið, og þá sér- staklega við Skálholt. „Hann starfaði þar með okkur, og mörgum mörgum fleirum, á hverju sumri í rúm tuttugu ár,“ segir Rut. Heillaðist af Skálholti Jaap Schröder kom fyrst til Íslands 1993. Hann leiddi Bachsveit- ina á Sumartónleikum í Skálholti í rúman áratug, stofnaði Skálholts- kvartettinn og hélt fyrirlestra og námskeið í barokktúlkun og flutn- ingstækni. „Hann dvaldi hérna gjarnan í nokkrar vikur á hverju sumri. Strax í sinni fyrstu heimsókn heillaðist hann af landinu og Skál- holtsstað þar sem hann dvaldi þegar hann var hér á landi.“ Árið 2006, á 950 ára afmæli biskupsstóls í Skálholti, gaf hann stóran hluta tónlistarbóka- og nótna- safns síns til Skálholts. „Jaap hafði mjög mikil áhrif hér á flutning tón- listar frá barokk- og klassíska tím- anum. Hann hvatti hljóðfæraleikara til að eignast slík hljóðfæri og læra þennan flutningsmáta.“ Vilja gefa út mikinn fjársjóð Frítt er inn á tónleika dagsins en gestum gefst kostur á frjálsum fram- lögum til styrktar útgáfu á upp- tökum með Jaap Schröder. Ótal plöt- ur hafa verið gefnar út með tónlist hans bæði í Evrópu og Ameríku. Leikur hans með íslenskum tónlistarmönnum hefur þegar komið út á fjölmörgum geisladiskum hjá Smekkleysu og hjá Musica Omnia í Boston. Enn eru óútgefnar upptökur í flutningi Schröder með Skálholts- kvartettinum og Bachsveitinni, efni sem fyllir fimm eða sex diska. „Þess- ar upptökur eru að okkar mati mikill fjársjóður. Við viljum gjarnan stuðla að því að koma þeim út, hvort sem það yrði á geisladiskum eða í streymi. Það er mikil vinna að baki en einnig þó nokkur vinna fram und- an við að fullvinna þær til útgáfu. Við viljum, í minningu hans, reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði.“ Strengjakvartett Sigurður Halldórsson, Rut Ingólfsdóttir, Svava Bernharðsdóttir og Jaap Schröder skipuðu Skál- holtskvartettinn. Samstarfsmenn Jaaps vilja stuðla að útgáfu á upptökum með honum með minningartónleikum. Minnast frumkvöðuls og læriföður  Minningartónleikar um fiðluleikarann Jaap Schröder í Skálholti í dag kl. 16  Schröder var einn helsti upphafsmaður upprunamiðaðs flutnings í heiminum  Hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf Fiðluleikarinn Jaap Schröder » Jaap Schröder fæddist í Amsterdam 31. desember 1925 og lést 1. janúar síðastliðinn. » Hann nam fiðluleik í París og tónlistarfræði við Sorbonne- háskóla. » Hann lék um árabil með Hol- lenska strengjakvartettinum. » Hann var einn af frum- kvöðlum upprunamiðaðs tón- listarflutnings og hélt um það námskeið og fyrirlestra. » Fiðluleikarinn kom fyrst hingað til lands árið 1993 til þess að leiða Bachsveitina í Skálholti og starfaði svo með Skálholtskvartettinum í ára- raðir. » Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2001. Sýningin Tíðarandi – sam- tímaverk úr einkasafni Skúla Gunnlaugssonar verður opnuð í Listasafni Árnesinga í dag kl. 15. Á henni má sjá fjölbreytt úrval verka úr safni læknisins og listaverkasafnarans Skúla Gunnlaugssonar sem eiga sameiginlegt að vera unnin á síðastliðnum áratug. „Lista- mennirnir á sýningunni til- heyra yngri kynslóð lista- manna og hafa verið áberandi í íslensku myndlistarlífi undan- farin ár. Samband listamanns við menningu og anda síns tíma er útgangspunktur sýn- ingarinnar Tíðaranda og skoð- að verður hvernig lesa má þjóðfélagslegar hræringar í gegnum listir,“ segir um verk- in í tilkynningu. Sýningin kallast á við sýn- inguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu – stofngjöf Ragnars í Smára til Lista- safns ASÍ sem sett var upp í Lista- safni Árnesinga fyrir einu ári og eiga sýningarnar sameiginlegt að miðla verkum úr safni einkasafnara sem til- heyra hvor sinni kynslóðinni og varpa verkin á sýningunum ljósi á tíðaranda tveggja tíma. Listaverkasafnararnir Ragnar og Skúli eiga báðir ættir að rekja til Árnessýslu og hafa átt stór- an þátt í því að kynna og kenna þjóð- inni að meta íslenska myndlist, segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Vigdís Rún Jóns- dóttir og meðal listamanna sem verk eiga á sýningunni eru Anna Hrund Másdóttir, Auður Ómarsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Davíð Örn Hall- dórsson, Egill Sæbjörnsson, Elín Hansdóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Helgi Þórsson, Kristín Morthens, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét Blöndal, Ragnar Kjartansson, Rakel McMahon, Sara Riel, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Þórdís Erla Zoëga og Þrándur Þórarinsson. Á sýningu „Tvær konur á nóvembermorgni, engin skjaldbaka“ nefnist þetta verk eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur sem er meðal verka á sýningunni í Hveragerði. Samtímaverk úr safni Skúla Gunnlaugssonar Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.