Morgunblaðið - 18.07.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
518.000 kr.
Tilboðsverð
389.000 kr.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Afar einfalt er að
reisa húsin okka
r
Uppsetning teku
r aðeins einn da
g
BREKKA 34 - 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
ÍAV hófu í gær að grafa fyrir Korpu-
línu sem lögð verður í jörð á milli
tengivirkjana á Geithálsi og Korpu.
Síðar á árinu mun Landsnet hefja
vinnu við að leggja Rauðavatnslínu í
jörð. Báðar gömlu loftlínurnar verða
rifnar.
Korpulína liggur í gegn um Úlfars-
árdal og er farin að hamla þróun
byggðar þar, að mati Reykjavíkur-
borgar, auk þess sem hún stendur í
vegi fyrirhugaðs kirkjugarðs. Lagðir
verða þrír einfasa strengir í skurðinn.
Þvermál hvers strengs er rúmir 11
sentímetrar. Jón Bergmundsson,
verkefnastjóri hjá Landsneti, segir að
strengurinn geti flutt 200 megavött
og er hann því töluvert öflugri en nú-
verandi loftlína. ÍAV annast jarð-
vinnu og lagningu strengsins.
Mikilvægur póstur
Sá hluti Rauðavatnslínu sem enn er
í loftlínu innan borgarmarkanna verð-
ur lagður í jörð síðar á árinu. Kaflinn
er frá Geithálsi og framhjá hesthúsa-
hverfinu í Almannadal og að aðveitu-
stöð sem þar er. Sú aðveitustöð er
mikilvægur póstur í dreifingu raforku
inn á höfuðborgarsvæðið. Samskonar
strengir fara í þann skurð og jarð-
streng Korpulínu. Hins vegar er ekki
öruggt að hægt verði að tengja jarð-
strenginn við Almannadal fyrr en á
næsta ári. Hverfur þá síðasti hluti
gamallar loftlínu sem lá frá Sogsvirkj-
unum. helgi@mbl.is
Línur úr lofti og niður í jörð
Korpulína og Rauðavatnslína verða settar í jarðstrengi og gömlu loftlínurnar rifnar í kjölfarið
Korpulína er farin að hamla þróun byggðar í Úlfarsárdal og stendur í vegi fyrirhugaðs kirkjugarðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hólmsheiði Byrjað var í gærmorgun á greftri fyrir jarðstreng í Korpulínu við Geitháls. Nokkur tré í vegkantinum voru fyrir og þurftu að víkja.
Alexander Kristjánsson
Snorri Másson
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, segir að „ömurlegt“ sé að
vera í þeirri stöðu að þurfa að segja
flugfreyjum upp. Aðgerðirnar séu
engu að síður nauðsynlegar til að
bjarga félaginu.
Sem kunnugt er sleit Icelandair í
gær viðræðum við Flugfreyjufélagið
um gerð kjarasamninga og sagði
upp öllum 40 flugfreyjum sem enn
störfuðu hjá félaginu. Bætast þær
uppsagnir við tæplega 900 uppsagn-
ir flugfreyja í apríl.
Félagið sé uppi við vegg
Í bréfi Boga til flugfreyja segir
hann að niðurstöður atkvæða-
greiðslu flugfreyja um undirritaðan
kjarasamning hafi gefið til kynna að
meirihluti félagsmanna sé ekki
tilbúinn í að gera þær breytingar
sem nauðsynlegar eru. „Tíminn er á
þrotum og við erum uppi við vegg,“
segir Bogi í bréfinu.
Rúm vika er síðan flugfreyjur
felldu kjarasamning við Icelandair,
sem samninganefnd félagsins hafði
þá undirritað. Í þeim samningi fólst
að flugfreyjur tóku á sig 20% aukið
vinnuframlag gegn 12% launahækk-
un fyrir flugfreyjur á lægstu laun-
um, en enn minni hækkun fyrir
reyndari flugfreyjur. Þá voru einnig
gerðar breytingar á reglum um
hvíldartíma og vaktavinnu í samn-
ingnum. Samningurinn var felldur
með afgerandi hætti í atkvæða-
greiðslu og þá sest aftur að samn-
ingaborðinu. Þær viðræður hafa aft-
ur á móti ekki borið árangur.
Icelandair hefur nú gefið út að fé-
lagið hyggist semja við nýjan aðila
um störf flugfreyja en fyrst um sinn
muni flugmenn sinna störfum þeirra
um borð.
„Það eru gríðarleg vonbrigði og í
rauninni bara áfall að þetta skyldi
fara svona,“ segir Bogi í samtali við
mbl.is. Hann vonar að flugfreyjur
muni einhverjar koma til starfa fyr-
ir félagið í gegnum annað stéttar-
félag, en metur atburðarásina þó
þannig að einhverjar muni ekki gera
það.
Stjórnvöld fordæmi
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir,
formaður Flugfreyjufélags Íslands,
segir að útspil Icelandair hafi komið
félagsmönnum algjörlega að óvör-
um. Það sé félaginu til minnkunar
hvernig Icelandair ætli að haga sér
við starfsfólkið en framkoman setji
Flugfreyjufélagið í þá ömurlegu
stöðu að þurfa að undirbúa verkfall.
Rétt eins og Drífa Snædal, forseti
ASÍ, kallar Guðlaug eftir því að
ríkisstjórnin taki málið fyrir og for-
dæmi framgöngu Icelandair. Bendir
hún á að félagið hafi þegið fjár-
stuðning frá íslenska ríkinu, í formi
hlutabóta og greiðslu launa á upp-
sagnarfresti, auk þess sem félaginu
hafi verið heitið láni tækist því að
semja við kröfuhafa.
Helga Vala Helgadóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og formaður
velferðarnefndar, segir ákvörðun
Icelandair óforsvaranlega. Segir
hún nauðsynlegt að stjórnvöld sendi
skýr skilaboð um að svona geri mað-
ur ekki. Kjaraviðræður framtíðar
séu undir.
Hvorki forsætis-, fjármála- né
félagsmálaráðherra gáfu kost á við-
tali þegar þess var óskað.
Nauðsyn en ömurlegt
að slíta viðræðum
Icelandair segist munu semja við annað stéttarfélag
Morgunblaðið/Eggert
Samningafundur Síðasta samningafundi flugfreyja og Icelandair lauk án
árangurs í gærmorgun. Ríkissáttasemjari vonar þó enn að aðilar nái saman.
„Þetta horfir þannig við okkur að
Icelandair er að fara í undirboð –
gegn þeim leikreglum sem hafa gilt
á vinnumarkaði hingað til,“ segir
Drífa Snædal, forseti Alþýðu-
sambandsins, um þá ákvörðun Ice-
landair að segja upp flugfreyjum og
láta flugmenn starfa sem „öryggis-
liða“ um borð í stað flugfreyja.
Alþýðusambandið mun að sögn
Drífu gera þær kröfur að lífeyris-
sjóðir taki ekki þátt í fyrirhuguðu
hlutafjárútboði Icelandair og stjórn-
völd leggi ekki fé til flugfélagsins úr
sameiginlegum sjóðum skattgreið-
enda.
Í tilkynningu Icelandair kemur
fram að félagið geri ráð fyrir að
hefja viðræður við annan samnings-
aðila á íslenskum
vinnumarkaði um
framtíðarkjör
„öryggis- og
þjónustuliða“ hjá
félaginu. Spurð
hvort þetta þýði
að nýtt flug-
freyjufélag hafi
verið stofnað eða
unnið sé að stofn-
un slíks félags
segir Drífa að Icelandair verði að
svara fyrir það. „Ég hef ekki orðið
þess áskynja að flugfreyjur á Íslandi
séu að stofna nýtt stéttarfélag. Hug-
myndin með stéttarfélögum er að
starfsfólkið stofni sjálft félag og
stýri því,“ segir hún. thor@mbl.is
„Þetta verður ekki
látið viðgangast“
Drífa
Snædal