Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
HAUSTPERLUR
Vefuppboð nr. 496
Karl Kvaran
vefuppboð hefst laugardag
22. ágúst - 2. september
Karólína Lárusdóttir
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Sóttvarnalæknir mælti gegn því í
minnisblaði sem hann lagði fram að
14 daga sóttkví væri valkostur við
komuna til landsins en að hans sögn
gæti það verið erfitt lagalega séð að
bjóða fólki ekki upp á val um
tveggja vikna sóttkví. Reglur um
sýnatöku og sóttkví á landamærum
verða endurskoðaðar eftir 1-2 vikur
en Þórólfur býst við því að sambæri-
legar reglur muni gilda þar næstu
mánuði.
„Ég lagði það til að fenginni
reynslu að við myndum reyna að
girða fyrir þann leka að fólk væri að
velja sóttkví og myndi svo ekki
standa við það. Við erum með dæmi
um fólk sem gerði það og jafnvel
fólk sem smitaði út frá sér. Ég vildi
reyna að girða fyrir þann möguleika
en stjórnvöld keyptu það ekki,“ seg-
ir Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir um þá ákvörðun heilbrigð-
isráðherra að fólk sem hingað komi
til lands geti valið hvort það fari í
tvær sýnatökur með nokkurra daga
sóttkví á milli eða 14 daga sóttkví án
sýnatöku.
Herða eftirlitið
Er þá ógirt fyrir þann möguleika
að fólk sem segist ætla í 14 daga
sóttkví beri smit inn í landið?
„Það eru náttúrulega ekki margir
sem velja þetta. Það þarf þá bara að
finna út hvernig sé best að herða
eftirlitið með þeim sem velja sótt-
kvína svo það sé öruggt að fólk sé
ekki bara að velja sóttkví til þess að
sleppa við skimun,“ segir Þórólfur.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um það hvernig hertu eftirliti verði
háttað en reglur um tvöfalda sýna-
töku þeirra sem hingað koma eða 14
daga sóttkví tóku gildi á miðnætti í
gær.
„Ég er að ræða við almannavarnir
um það hvernig við getum hagað
[hertu eftirliti].“
Þórólfur segir það ekkert stórmál
að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið
að fara þvert á það sem Þórólfur
mælti með.
„Ráðherra og ríkisstjórn þurfa
náttúrulega bara að vega og meta
þær tillögur sem ég kem með. Ég
legg bara rökin á borðið og mér
finnst ekkert óeðlilegt að þau vegi
það og meti út frá sínum sjónar-
hornum og sjái það kannski ein-
hvern veginn öðruvísi. Ég er ekkert
að kippa mér upp við það.“
Þórólfur hefur ekki óskað eftir
endurskoðun á ákvörðun heilbrigðis-
ráðherra.
„Eins og ég sagði í minnisblaðinu
þá getur vel verið að það séu ein-
hverjir lagalegir annmarkar á því að
neita fólki um þetta [val á milli sýna-
töku og sóttkvíarinnar], bæði sam-
kvæmt alþjóðalögum og alþjóða-
reglugerðum og svo framvegis. Það
er náttúrulega stjórnvalda að vega
og meta þetta út frá því. Það gæti
orðið erfitt lögformlega séð að gera
það og þá bara er það þannig.“
Ekki náðist í Svandísi Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra til að
spyrja hana út í þessa ákvörðun í
gær.
Þrjú innanlandssmit
Þrjú innanlandssmit greindust á
þriðjudag og fimm við landamærin,
þar af tvö sem eru virk en mót-
efnamælingar er beðið í hinum
þremur landamærasmitunum.
Spurður hvernig Ísland standi í
faraldrinum segir Þórólfur:
„Mér finnst þetta bara líta nokkuð
vel út [...]. Þetta er allt sama veiran
sem við erum að fást við. Við erum
að sjá að flestir af þeim sem eru að
greinast séu í sóttkví og það bendir
til þess að við séum að ná utan um
þetta svo ég er bara nokkuð bjart-
sýnn á það.“
Flestir sem greinst hafa smitaðir
að undanförnu hafa verið í sóttkví og
bendir það til þess að Íslendingar
séu að ná tökum á faraldrinum, að
sögn Þórólfs sem ætlar sér áfram að
vera í fararbroddi hvað varðar til-
lögur um aðgerðir vegna kórónuveir-
unnar þótt hann telji það hlutverk
stjórnvalda að vega og meta heildar-
hagsmuni innanlands.
„Stjórnvöld keyptu
ekki“ tillögu Þórólfs
Mögulega lagalegir annmarkar á því að skylda alla í sýnatöku
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Sýnataka Flestir sem greinst hafa smitaðir að undanförnu hafa verið í
sóttkví. Það bendir til þess að Íslendingar séu að ná tökum á faraldrinum.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Farið var í mótvægisaðgerðir gagn-
vart rekstraraðilum verslana í Leifs-
stöð. Isavia stóð fyrir aðgerðunum, en
með þeim var verið að bregðast við
áhrifum faraldurs kórónuveiru á
starfsemina. Þetta segir Guðni Sig-
urðsson, talsmaður Isavia, í samtali
við Morgunblaðið.
„Það eru í gildi aðgerðir sem settar
voru til að koma til móts við rekstr-
araðila í flugstöðinni. Í því felst að
leigan hefur verið lækkuð, en þess ut-
an ákveða þeir nú hvenær þeir opna
og loka. Afgreiðslutíminn er því frjáls
en áður hafði þeim verið skylt að hafa
opið í ákveðinn tíma,“ segir Guðni.
Gilda framangreindar aðgerðir til
1. október nk. Ljóst er að það mun
reynast mörgum verslunum á svæð-
inu þrautin þyngri að komast í gegn-
um ástandið. Þegar faraldurinn stóð
sem hæst fyrr á árinu var nokkrum
verslunum lokað. „Það voru einhverj-
ir sem lokuðu tímabundið en opnuðu
aftur þegar flug jókst á nýjan leik.
Hins vegar eru þessir aðilar með mis-
lengi opið,“ segir Guðni og bætir við
að ekki hafi verið tekin afstaða til nýj-
ustu takmarkana.
Engar breytingar í farvatninu
Frá og með gærdeginum hefur öll-
um komufarþegum verið gert að sæta
fjögurra til sex daga sóttkví auk
tveggja sýnataka eða sleppa sýna-
töku og sitja í 14 daga sóttkví. Af þeim
sökum má ráðgera að farþegum
fækki næstu vikur.
„Við erum að fylgjast með því
hvernig umferðin verður á vellinum
og hvernig hún kemur til með að
þróast. Það eru engar breytingar á
rekstraraðilum eins og staðan er
núna. Áður en ákveðið verður hvort
farið verði í frekari mótvægisaðgerðir
viljum við láta fimm til sex daga líða
með nýju fyrirkomulagi,“ segir
Guðni.
Reyna að koma til
móts við verslanir
Rekstraraðilar í
Leifsstöð stýra nú
afgreiðslutímanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Engar breytingar verða
á rekstraraðilum í flugstöðinni.
Aron Þórður Albertsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Algjör lokun landsins var auðvitað
mikil vonbrigði. Að fá enga ferða-
menn til landsins næstu vikur og
mánuði er gríðarlegt högg,“ segir
Haraldur Teitsson, framkvæmda-
stjóri hópferðaþjónustu Teits Jón-
assonar.
Nýjar reglur tóku gildi á landa-
mærunum á miðnætti í nótt og þurfa
nú allir þeir sem koma til landsins að
sæta fjögurra til sex daga sóttkví. Þá
þurfa sömu einstaklingar að fara í
sýnatöku við komuna og að sóttkví
lokinni.
Að sögn Haraldar verða næstu
mánuðir erfiðir. Tekjur munu
skreppa saman á meðan fastur
kostnaður helst að mestu óbreyttur.
„Við vorum búin að flytja inn nokkur
þúsund ferðamenn hingað til lands-
ins. Enginn af þeim hafði reynst
smitaður þannig að lokunin er gríð-
arleg vonbrigði. Það var búið að taka
tíma að byggja upp traust. Júní og
júlí voru rólegir en þetta var komið á
skrið í ágúst. September leit síðan
vel út. Ég skil alveg aðgerðirnar en
þetta er mjög hart,“ segir Haraldur
og bætir við að góð skuldastaða
fyrirtækisins komi sér vel. „Við er-
um gamalgróið fyrirtæki sem hefur
ekki verið í skuldasöfnun. Á sama
tíma eru önnur félög í eigu sjóða sem
dæla inn peningum og það mun
reynast erfið samkeppni. Við gerum
einhverjar breytingar og náum að
halda megninu af fólkinu, en maður
er auðvitað uggandi.“
„Nú er árið farið“
„Þetta er svolítið sorglegt því
hlutirnir hjá ansi mörgum fyr-
irtækjum voru farnir að þróast á já-
kvæðan hátt og svo var því kippt í
burtu með engum fyrirvara. Það
sem er kannski sorglegast er það að
það hafi ekki átt sér stað neitt sam-
tal,“ segir Ásberg Jónsson, stofn-
andi og framkvæmdastjóri Nordic
Visitor.
Aðspurður segir hann að árið sé
að mestu farið. Fólk muni ekki
leggja á sig sóttkví til að heimsækja
landið. „Þetta er eitthvað sem ekki
er hægt að vinna með. Fólk leggur
ýmislegt á sig í dag til að ferðast, ef
það er öruggt þá er það til í að leggja
ýmislegt á sig, en fimm dagar lokað
inni á herbergi, það er of mikið. Nú
er árið farið, alla vega, og það er
bara rosalega dökkt yfir greininni,“
segir Ásberg.
Nordic Visitor sagði öllu starfs-
fólki sínu upp í sumar og rennur
uppsagnarfrestur út í september.
Endurráðningum verður haldið í al-
gjöru lágmarki.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Ef fram heldur sem horfir má telja líklegt að fáir erlendir
ferðamenn komi hingað til lands. Útlitið í ferðaþjónustu er svart.
Eiga ekki von á
neinu ferðafólki
Endurráðningum haldið í lágmarki