Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Þetta sagði Styrmir Gunnarssonum veiruhorfur landsmanna í gær:    Við lestur fjölmiðla í morgun,bæði innlendra og erlendra, má sjá, að alvara lífsins vegna kór- ónuveirunnar er að byrja fyrir al- vöru.    Á forsíðu Morg-unblaðsins má sjá, að erlendir ferðamenn sem ætl- uðu að koma hing- að til lands hafa af- bókað í verulegum mæli. Það hefur svo aftur þau áhrif, að verzlanir sem byggja á viðskiptum þeirra stefna að lokun og uppsögnum starfs- fólks.    Innlendar ferðaskrifstofur íhugaað fella niður ferðir til annarra landa, sem stefnt hafði verið að. Á fréttavef RÚV má sjá, að dönsk stjórnvöld ráða fólki þar í landi frá ferðum til Íslands vegna sóttkvíar við komuna hingað og Daily Tele- graph í London segir í morgun, að sérfræðingar búist við nýrri bylgju veirunnar í vetur.    Fæst af þessu kemur á óvart –en nú er komið að því. Það er augljóst að þetta verður erfitt haust og vetur.    Morgunblaðið segir líka frá þvíað mikil ásókn sé í greiðsluhlé. Bezt fer á því að talað verði hreint út um þessi vandamál og að ekki verði reynt að gera lítið úr þeim.    Það er ekki við hæfi á tímumsem þessum að byggja upp óraunhæfar væntingar.“ Styrmir Gunnarsson Blæs ekki byrlega STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umsóknir um alþjóðlega vernd í júlímánuði voru alls 106 talsins og hafa ekki verið fleiri í einum mán- uði síðan í ágúst 2017, þegar 154 umsóknir bár- ust. Rétt um 90 manns sóttu um vernd í janúar og febrúar, áður en ferðatak- markanir vegna kórónuveiru- faraldursins tóku gildi, en í mars voru þær 58, fimm í apríl, fjórar í maí og 19 í júní síðastliðnum. „Ágúst hefur ekki farið jafn- hratt af stað og júlí, svo það verð- ur erfitt að sjá hvernig þróunin verður,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendinga- stofnunar. Þó sé ljóst að sóttvarnareglur sem settar voru 27. mars hafi haft þau áhrif að framboð á flugi til landsins hrundi með þeim afleið- ingum að færri hælisleitendur sóttu um vernd. Í júlímánuði bárust flestar verndarumsóknir frá Írökum (37), næstflestar frá Sýrlendingum (26) og þar á eftir frá Nígeríumönnum (9). „Mun fleiri Írakar og Sýrlend- ingar komu í júlí en á undan- förnum mánuðum. Þessir ein- staklingar eru líklega að koma hingað eftir dvöl í Evrópu,“ segir Þórhildur. Engar umsóknir bárust frá Venesúela í júlí en á þremur fyrstu mánuðum ársins voru flest- ir umsækjendur þaðan. Þórhildur segir að ferðatakmarkanir séu lík- leg skýring vegna þessa. Metár í hælisveitingum? 323 einstaklingar hafa fengið vernd á Íslandi það sem af er ári en samtals fengu 376 ein- staklingar hæli árið 2019. Þórhild- ur segir að fjöldi Venesúelabúa sem sótt hafa um vernd hér á landi eigi sinn þátt í fjölgun hæl- isumsókna. „Síðasta ár var metár í veit- ingum en nú erum við stödd í júlí og 323 einstaklingar hafa þegar fengið vernd. Stærsti hópurinn er Venesúelabúar en þar á eftir koma Írakar og Afganir,“ segir Þórhild- ur. Útlendingastofnun hafi aftur- kallað töluverðan fjölda ákvarðana í ljósi aðstæðna. veronika@mbl.is Ekki fleiri umsókn- ir um vernd í 3 ár  106 sóttu um vernd á Íslandi í júlí Þórhildur Hagalín Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Mati á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðs fimm þúsund tonna fiskeldis Landeldis ehf. vestan Þorlákshafnar er lokið og eftir yfirferð Skipulags- stofnunar er ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdaraðili sæki um fram- kvæmdarleyfi að uppfylltum skil- yrðum og athugasemdum. Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að áhrif framkvæmdarinnar verði ekki verulega neikvæð. Ljóst sé að um sé að ræða umfangsmikil mann- virki þannig að neikvæðu áhrifin tengist helst ásýndarbreytingum vegna þeirra auk útrásar affalls- vatns til sjávar. Með vönduðu fyr- irkomulagi mannvirkja verði hægt að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda á ásýnd. Landeldi ehf. hyggst reisa fiskeldisstöð til þauleldis laxfiska, lax, bleikju og urriða/sjóbirtings upp í sláturstærð á sjávarlóð við Laxa- braut í Þorlákshöfn sem tilheyrir sveitarfélaginu Ölfusi. Frummatsskýrsla Landeldis ehf. um umhverfisáhrifin var kynnt snemma á þessu ári og leitað um- sagna um hana. Endanleg mats- skýrsla var lögð fram í lok maí og hefur síðan verið til skoðunar hjá Skipulagsstofnun sem nú hefur lokið umfjöllun sinni. Neikvæð áhrif helst ásýndarbreyting  Mati á umhverfisáhrifum fimm þúsund tonna fiskeldis við Þorlákshöfn lokið Þorlákshöfn Tölvumynd af eldinu. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.