Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Þetta sagði Styrmir Gunnarssonum veiruhorfur landsmanna í gær:    Við lestur fjölmiðla í morgun,bæði innlendra og erlendra, má sjá, að alvara lífsins vegna kór- ónuveirunnar er að byrja fyrir al- vöru.    Á forsíðu Morg-unblaðsins má sjá, að erlendir ferðamenn sem ætl- uðu að koma hing- að til lands hafa af- bókað í verulegum mæli. Það hefur svo aftur þau áhrif, að verzlanir sem byggja á viðskiptum þeirra stefna að lokun og uppsögnum starfs- fólks.    Innlendar ferðaskrifstofur íhugaað fella niður ferðir til annarra landa, sem stefnt hafði verið að. Á fréttavef RÚV má sjá, að dönsk stjórnvöld ráða fólki þar í landi frá ferðum til Íslands vegna sóttkvíar við komuna hingað og Daily Tele- graph í London segir í morgun, að sérfræðingar búist við nýrri bylgju veirunnar í vetur.    Fæst af þessu kemur á óvart –en nú er komið að því. Það er augljóst að þetta verður erfitt haust og vetur.    Morgunblaðið segir líka frá þvíað mikil ásókn sé í greiðsluhlé. Bezt fer á því að talað verði hreint út um þessi vandamál og að ekki verði reynt að gera lítið úr þeim.    Það er ekki við hæfi á tímumsem þessum að byggja upp óraunhæfar væntingar.“ Styrmir Gunnarsson Blæs ekki byrlega STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umsóknir um alþjóðlega vernd í júlímánuði voru alls 106 talsins og hafa ekki verið fleiri í einum mán- uði síðan í ágúst 2017, þegar 154 umsóknir bár- ust. Rétt um 90 manns sóttu um vernd í janúar og febrúar, áður en ferðatak- markanir vegna kórónuveiru- faraldursins tóku gildi, en í mars voru þær 58, fimm í apríl, fjórar í maí og 19 í júní síðastliðnum. „Ágúst hefur ekki farið jafn- hratt af stað og júlí, svo það verð- ur erfitt að sjá hvernig þróunin verður,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendinga- stofnunar. Þó sé ljóst að sóttvarnareglur sem settar voru 27. mars hafi haft þau áhrif að framboð á flugi til landsins hrundi með þeim afleið- ingum að færri hælisleitendur sóttu um vernd. Í júlímánuði bárust flestar verndarumsóknir frá Írökum (37), næstflestar frá Sýrlendingum (26) og þar á eftir frá Nígeríumönnum (9). „Mun fleiri Írakar og Sýrlend- ingar komu í júlí en á undan- förnum mánuðum. Þessir ein- staklingar eru líklega að koma hingað eftir dvöl í Evrópu,“ segir Þórhildur. Engar umsóknir bárust frá Venesúela í júlí en á þremur fyrstu mánuðum ársins voru flest- ir umsækjendur þaðan. Þórhildur segir að ferðatakmarkanir séu lík- leg skýring vegna þessa. Metár í hælisveitingum? 323 einstaklingar hafa fengið vernd á Íslandi það sem af er ári en samtals fengu 376 ein- staklingar hæli árið 2019. Þórhild- ur segir að fjöldi Venesúelabúa sem sótt hafa um vernd hér á landi eigi sinn þátt í fjölgun hæl- isumsókna. „Síðasta ár var metár í veit- ingum en nú erum við stödd í júlí og 323 einstaklingar hafa þegar fengið vernd. Stærsti hópurinn er Venesúelabúar en þar á eftir koma Írakar og Afganir,“ segir Þórhild- ur. Útlendingastofnun hafi aftur- kallað töluverðan fjölda ákvarðana í ljósi aðstæðna. veronika@mbl.is Ekki fleiri umsókn- ir um vernd í 3 ár  106 sóttu um vernd á Íslandi í júlí Þórhildur Hagalín Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Mati á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðs fimm þúsund tonna fiskeldis Landeldis ehf. vestan Þorlákshafnar er lokið og eftir yfirferð Skipulags- stofnunar er ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdaraðili sæki um fram- kvæmdarleyfi að uppfylltum skil- yrðum og athugasemdum. Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að áhrif framkvæmdarinnar verði ekki verulega neikvæð. Ljóst sé að um sé að ræða umfangsmikil mann- virki þannig að neikvæðu áhrifin tengist helst ásýndarbreytingum vegna þeirra auk útrásar affalls- vatns til sjávar. Með vönduðu fyr- irkomulagi mannvirkja verði hægt að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda á ásýnd. Landeldi ehf. hyggst reisa fiskeldisstöð til þauleldis laxfiska, lax, bleikju og urriða/sjóbirtings upp í sláturstærð á sjávarlóð við Laxa- braut í Þorlákshöfn sem tilheyrir sveitarfélaginu Ölfusi. Frummatsskýrsla Landeldis ehf. um umhverfisáhrifin var kynnt snemma á þessu ári og leitað um- sagna um hana. Endanleg mats- skýrsla var lögð fram í lok maí og hefur síðan verið til skoðunar hjá Skipulagsstofnun sem nú hefur lokið umfjöllun sinni. Neikvæð áhrif helst ásýndarbreyting  Mati á umhverfisáhrifum fimm þúsund tonna fiskeldis við Þorlákshöfn lokið Þorlákshöfn Tölvumynd af eldinu. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.