Morgunblaðið - 20.08.2020, Page 11

Morgunblaðið - 20.08.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Talsverðar líkur eru á að meira hrynji í Ketubjörgum á norðan- verðum Skaga. Mikil fylla hrundi úr björgunum 2. nóvember á sl. ári, en þá fór niður um 65 metra hár klettur sem klofið hafði sig frá föstu landi. Efnið vó þúsundir tonna og myndar nú háan bing í fjörunni sem að nokkru leyti styður við hamrabergið háa, segir Ingólfur Sveinsson á Lág- múla á Skaga. Af Skagaheiði rennur lækur fram til sjávar og liggur á um 300 metra kafla samsíða syðsta hluta Ketubjarga, þar sem heitir Innri- Bjargavík. Í móberginu þar er jarð- vegurinn gljúpur og vatnsgleypinn. Þarna fer vatnið komið ofan í sprungur sem víkka út og losa um þegar frystir og síðan þiðnar á víxl. Sú framvinda er talin hafa orsakað hrunið síðasta haust. „Þar sem lækurinn rennur við bjargbrúnina og fer í sjó fram í háum fossi kemur austanátt af hafi. Vindurinn feykir vatni upp á land og myndar í frosti klakabunka meðal annars á girðingum. Haldi áfram að hrynja úr bjarginu gæti farvegur lækjarins færst til og þá þarf að færa veginn þarna vestar og upp á melana ofar í landinu. Bæði er það vegna slysahættu og eins sakir þess hve líklegt er að áfram hrynji úr björgunum, hvenær sem það gerist,“ segir Ingólfur. Ketubjörg eru um 40 km norðan við Sauðárkrók og liggja að vest- anverðum Skagafirði. Staðurinn er afskekktur, aðeins örfáir bæir á þessum slóðum í byggð sem er á fall- andi fæti. Umferð ferðafólks um svæðið á sumrin er þó talsverð. Ketubjörgin molna áfram Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagi Kletturinn sem hrundi úr Ketubjörgum í fyrra var í vikinu fyrir miðri mynd. Vatn rennur ofan í móberg í klettunum þarna og því getur allt gerst. 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Fæst í netverslun belladonna.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKA – VERÐHRUN 60-70% AFSLÁTTUR ÝMSIR GJAFABÓNUSAR HEILSÁRSÚLPUR, KÁPUR, JAKKAR, KJÓLAR OG FL. OG FL. Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Aðeins 5 verð 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- Algjört verðhrun Síðustu dagar útsölunnarAðalsafnaðarfundur Garðasóknar 2020 Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17.30 Á dagskrá eru venjuleg aðalsafnaðarfundarstörf. Safnaðarmeðlimir eru hvattir til að sækja fundinn. Farið verður eftir gildandi fjöldatakmörkunum vegna Covid-19 og því mega að hámarki 100 fullorðnir einstaklingar sitja fundinn (börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin). Fundarfólk er hvatt til að virða 2 metra nálægðartakmörkun milli þeirra sem ekki deila heimili. Sóknarnefnd Garðasóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.