Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 20.08.2020, Síða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli Pantaðu á www.matarkjallarinn.is Boða nýjar refsiaðgerðir  Leiðtogar Evrópusambandsins hafna niðurstöðu forsetakosninganna í Hvíta- Rússlandi  Lúkasjenkó felur ríkisstjórn sinni að binda endi á mótmælin Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna höfnuðu í gær niðurstöðum for- setakosninganna í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar voru 9. ágúst síðastlið- inn, og sögðu það augljóst að kosn- ingarnar hefðu ekki farið fram með lýðræðislegum hætti. Boðuðu þeir jafnframt nýjar viðskiptaþvinganir á hendur lykilmönnum í ríkisstjórn Al- exanders Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands. Lúkasjenkó fyrirskipaði í gær ríkisstjórn sinni að koma í veg fyrir frekar mótmæli gegn niðurstöðu kosninganna, en andstæðingar hans hafa staðið fyrir fjölmennum mót- mælum gegn forsetanum á hverjum degi frá því greint var frá niðurstöðu kosninganna. „Það eiga ekki að vera óeirðir í Minsk. Fólkið er þreytt; fólkið heimtar frið og ró,“ sagði Lúk- asjenkó á fundi þjóðaröryggisráðs Hvíta-Rússlands í gær. Þá fyrirskipaði Lúkasjenkó landa- mæraeftirliti landsins að herða eftir- lit með landamærunum til þess að koma í veg fyrir að fólk, vígbúnaður eða fjármagn gæti komist inn í land- ið til þess að ýta undir frekari mót- mæli gegn sér. Þá ætti varnarmála- ráðuneytið að vera á sérstöku varðbergi gagnvart Litháen og Pól- landi, en bæði ríkin eru í Atlants- hafsbandalaginu. Undirbúa svartan lista Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, sagði eftir fjarfund leiðtoganna að Evrópusam- bandið stæði með hvítrússnesku þjóðinni. Sagði Michel að ríkin myndu á næstunni setja fjölmarga einstaklinga á svartan lista vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi, en þeim er gefið að sök að hafa átt þátt í að kveða niður mótmæli gegn Lúk- asjenkó með ofbeldi, sem og að taka þátt í kosningasvikum. „Hvít-Rússar eiga betra skilið. Þeir eiga skilið lýð- ræðislegan rétt sinn til þess að velja sér forystu og móta framtíð sína,“ sagði Michel um kosningarnar. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari ræddi við Vladimír Pútín Rúss- landsforseta um ástandið í fyrradag, en Merkel sagði eftir leiðtogafund- inn í gær að Lúkasjenkó hefði hafnað símtali frá sér. „Mér finnst það mið- ur,“ sagði Merkel. „Það er bara hægt að miðla málum þegar þú ert í sam- bandi við báðar hliðar.“ Merkel lagði einnig á það áherslu að augljóst væri að lög og reglur hefðu verið brotin við framkvæmd kosninganna. Því væri brýnt að Hvít-Rússar fengju sjálfir að ákvarða framtíð sína. AFP Leiðtogafundur Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funduðu í gær í gegn- um fjarfundabúnað og ræddu þar stöðu mála í Hvíta-Rússlandi. Ibrahim Boubac- ar Keita, forseti Malí, sagði í gær af sér í þeirri von að hægt yrði að komast hjá blóðs- úthellingum. Keita er enn í haldi uppreisnar- manna úr röðum hersins, en for- svarsmenn valda- ránsins hafa heitið því að boðað verði til nýrra kosninga sem fyrst. Boubou Cisse, forsætisráðherra Malí, er einnig á valdi uppreisnar- manna. Keita sagði í sjónvarpsávarpi stuttu eftir miðnætti í fyrrinótt að hann teldi sig ekki eiga annarra kosta völ en að segja af sér. Fjöl- menni safnaðist saman á götum Ba- mako og fagnaði afsögn Keita, en mikill órói hefur verið í stjórnmála- lífi Malí síðustu mánuði. Nágrannaríki Malí fordæmdu í gær valdarán hersins sem og allar breytingar á stjórnarfari landsins sem væru ekki í samræmi við stjórnarskrá þess. Antonio Guterres, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði eftir því í gær að Keita og Cisse yrði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða, og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi ástandið í gær. Heita nýj- um kosn- ingum Ibrahim Boubacar Keita  Keita segir af sér til að afstýra átökum Taílenskur dómstóll gaf í gær út handtökuskip- anir á hendur sex forvígismönnum mótmæla sem staðið hafa yfir í landinu undanfarnar vikur. Mótmælendurnir hafa krafist aukinna lýðræðis- umbóta og jafnvel gert athugasemdir við emb- ætti konungsins, sem þykir mikil goðgá. Þrátt fyrir handtökuskipanirnar komu stúd- entar saman í gær í höfuðborginni Bangkok til þess að sýna stuðning sinn við mótmælin í verki. Handtökuskipanir á forsprakka mótmælanna AFP Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti hét því í gær að hann myndi ekki láta undan „sjó- ræningjum“ hvað varðaði leið að orkuauð- lindum í austur- hluta Miðjarð- arhafs. Evrópusambandið hefur und- anfarna daga þrýst á um að Tyrk- ir láti þegar í stað af leit sinni að olíu- og jarðgasi, sem sambandið segir að eigi sér stað innan efna- hagslögsögu Kýpverja og Grikkja. „Við erum í 100% rétti. Ef við látum undan sjóræningjunum munum við ekki geta horfst í augu við kynslóðir framtíð- arinnar,“ sagði Erdogan. Hét hann því að Tyrkir myndu verja „rétt“ sinn gagnvart hótunum „nýlenduveldanna“. TYRKLAND Munu ekki láta und- an „sjóræningjum“ Recep Tayyib Erdogan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.