Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli Pantaðu á www.matarkjallarinn.is Boða nýjar refsiaðgerðir  Leiðtogar Evrópusambandsins hafna niðurstöðu forsetakosninganna í Hvíta- Rússlandi  Lúkasjenkó felur ríkisstjórn sinni að binda endi á mótmælin Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna höfnuðu í gær niðurstöðum for- setakosninganna í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar voru 9. ágúst síðastlið- inn, og sögðu það augljóst að kosn- ingarnar hefðu ekki farið fram með lýðræðislegum hætti. Boðuðu þeir jafnframt nýjar viðskiptaþvinganir á hendur lykilmönnum í ríkisstjórn Al- exanders Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands. Lúkasjenkó fyrirskipaði í gær ríkisstjórn sinni að koma í veg fyrir frekar mótmæli gegn niðurstöðu kosninganna, en andstæðingar hans hafa staðið fyrir fjölmennum mót- mælum gegn forsetanum á hverjum degi frá því greint var frá niðurstöðu kosninganna. „Það eiga ekki að vera óeirðir í Minsk. Fólkið er þreytt; fólkið heimtar frið og ró,“ sagði Lúk- asjenkó á fundi þjóðaröryggisráðs Hvíta-Rússlands í gær. Þá fyrirskipaði Lúkasjenkó landa- mæraeftirliti landsins að herða eftir- lit með landamærunum til þess að koma í veg fyrir að fólk, vígbúnaður eða fjármagn gæti komist inn í land- ið til þess að ýta undir frekari mót- mæli gegn sér. Þá ætti varnarmála- ráðuneytið að vera á sérstöku varðbergi gagnvart Litháen og Pól- landi, en bæði ríkin eru í Atlants- hafsbandalaginu. Undirbúa svartan lista Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, sagði eftir fjarfund leiðtoganna að Evrópusam- bandið stæði með hvítrússnesku þjóðinni. Sagði Michel að ríkin myndu á næstunni setja fjölmarga einstaklinga á svartan lista vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi, en þeim er gefið að sök að hafa átt þátt í að kveða niður mótmæli gegn Lúk- asjenkó með ofbeldi, sem og að taka þátt í kosningasvikum. „Hvít-Rússar eiga betra skilið. Þeir eiga skilið lýð- ræðislegan rétt sinn til þess að velja sér forystu og móta framtíð sína,“ sagði Michel um kosningarnar. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari ræddi við Vladimír Pútín Rúss- landsforseta um ástandið í fyrradag, en Merkel sagði eftir leiðtogafund- inn í gær að Lúkasjenkó hefði hafnað símtali frá sér. „Mér finnst það mið- ur,“ sagði Merkel. „Það er bara hægt að miðla málum þegar þú ert í sam- bandi við báðar hliðar.“ Merkel lagði einnig á það áherslu að augljóst væri að lög og reglur hefðu verið brotin við framkvæmd kosninganna. Því væri brýnt að Hvít-Rússar fengju sjálfir að ákvarða framtíð sína. AFP Leiðtogafundur Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funduðu í gær í gegn- um fjarfundabúnað og ræddu þar stöðu mála í Hvíta-Rússlandi. Ibrahim Boubac- ar Keita, forseti Malí, sagði í gær af sér í þeirri von að hægt yrði að komast hjá blóðs- úthellingum. Keita er enn í haldi uppreisnar- manna úr röðum hersins, en for- svarsmenn valda- ránsins hafa heitið því að boðað verði til nýrra kosninga sem fyrst. Boubou Cisse, forsætisráðherra Malí, er einnig á valdi uppreisnar- manna. Keita sagði í sjónvarpsávarpi stuttu eftir miðnætti í fyrrinótt að hann teldi sig ekki eiga annarra kosta völ en að segja af sér. Fjöl- menni safnaðist saman á götum Ba- mako og fagnaði afsögn Keita, en mikill órói hefur verið í stjórnmála- lífi Malí síðustu mánuði. Nágrannaríki Malí fordæmdu í gær valdarán hersins sem og allar breytingar á stjórnarfari landsins sem væru ekki í samræmi við stjórnarskrá þess. Antonio Guterres, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði eftir því í gær að Keita og Cisse yrði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða, og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi ástandið í gær. Heita nýj- um kosn- ingum Ibrahim Boubacar Keita  Keita segir af sér til að afstýra átökum Taílenskur dómstóll gaf í gær út handtökuskip- anir á hendur sex forvígismönnum mótmæla sem staðið hafa yfir í landinu undanfarnar vikur. Mótmælendurnir hafa krafist aukinna lýðræðis- umbóta og jafnvel gert athugasemdir við emb- ætti konungsins, sem þykir mikil goðgá. Þrátt fyrir handtökuskipanirnar komu stúd- entar saman í gær í höfuðborginni Bangkok til þess að sýna stuðning sinn við mótmælin í verki. Handtökuskipanir á forsprakka mótmælanna AFP Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti hét því í gær að hann myndi ekki láta undan „sjó- ræningjum“ hvað varðaði leið að orkuauð- lindum í austur- hluta Miðjarð- arhafs. Evrópusambandið hefur und- anfarna daga þrýst á um að Tyrk- ir láti þegar í stað af leit sinni að olíu- og jarðgasi, sem sambandið segir að eigi sér stað innan efna- hagslögsögu Kýpverja og Grikkja. „Við erum í 100% rétti. Ef við látum undan sjóræningjunum munum við ekki geta horfst í augu við kynslóðir framtíð- arinnar,“ sagði Erdogan. Hét hann því að Tyrkir myndu verja „rétt“ sinn gagnvart hótunum „nýlenduveldanna“. TYRKLAND Munu ekki láta und- an „sjóræningjum“ Recep Tayyib Erdogan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.