Morgunblaðið - 20.08.2020, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
hans var alltaf opinn. Ég leit mikið
upp til hans og hann sýndi alltaf
mikinn kærleik. Þó að hann yrði
landsfrægur sýndi hann aldrei
hroka, eins og margir sem öðlast
hafa frægð. Meira að segja þegar
hann var í hrókasamræðum eða í
viðtali og ég litla frænka birtist þá
rauk hann til að knúsa mig.
Hann gerði æskuár mín og
systkina minna ógleymanleg með
því að mæta ár eftir ár í jóla-
sveinabúningi á aðfangadag og þá
mætti hann með gjafirnar, frá
ömmu okkar og systkinum
mömmu, og fór á milli heimila
þeirra, með strigapoka á bakinu.
Ein jólin var hann seinn fyrir og
bað mig að koma með sér að klára
að deila út jólagjöfunum. Þá var
ég orðin 10 ára og vissi að þetta
var Gísli Rúnar, skemmtilegi
frændi minn, í jólasveinabúningi.
Hann gladdi ekki bara fjölskyld-
una í áraraðir, heldur alla þjóðina,
með sínum einstaka húmor. Sem
unglingur kunni ég flesta brand-
arana sem þeir „Kaffibrúsakarl-
arnir“ gerðu ódauðlega.
Ég er líka svo þakklát fyrir að
dætur mínar og barnabörnin þrjú
fengu að kynnast honum. Þessi ár
sem hann bjó á móti Írisi dóttur
minni á Langholtsveginum mynd-
aðist mikil vinátta á milli þeirra.
Arnar, elsta barnabarnið mitt, leit
mikið upp til Gísla frænda og
fannst það með bestu afmælis- og
fermingargjöfum að fá þennan
skemmtilega frænda sinn í veisl-
urnar.
Þegar ég hafði samband við
Gísla Rúnar í vor þegar ég var að
vinna við bókina mína, og spurði
hann hvort ég mætti birta myndir
sem hann átti, sagði hann, eins og
honum var lagið: „Elsku frænka,
mín er ánægjan.“ Það er sár sökn-
uður að mesta „húmorista“ Ís-
lands og elskulegum frænda.
Elsku Gísli Rúnar, takk fyrir
allt!
Kæra fjölskylda, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Ég kveð kæran frænda með
ljóði eftir mömmu hans, sem á vel
við að skilnaði:
Ég vil gjarnan lítið ljóð,
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afar góð,
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Þín frænka,
Sigrún Jóna Andradóttir.
Gísli Rúnar bróðir minn er
genginn á braut sem er mér afar
þungbært og söknuðurinn mikill.
Ég vil deila fáeinum minningum
með ykkur. Fjölskyldan bjó að
Snorrabraut 65 þegar Gísli Rúnar
kom í heiminn, þá var ég 6 ára. Ég
tók þátt í að gæta hans og fann
fyrir mikilli ábyrgð. Eitt sinn vor-
um við bræður úti fyrir og týndi
ég Gísla. Móður okkar var mjög
brugðið, litli sólargeislinn á heim-
ilinu horfinn, týndur, ekki góð
frammistaða. Skömmu síðar
komu ungir drengir með Gísla.
Þeir sögðu að hann hafi verið á
rölti í átt að Skólavörðuholtinu.
Hann hafði gert grein fyrir nafni
og heimilisfangi á skýran og skil-
merkilegan hátt. Þarna strax kom
frásagnarhæfileikinn hans í ljós.
Móðir okkar var svo glöð að hún
gaf drengjunum gullsleginn túkall
sem var há upphæð í þá daga.
Þegar ég var 9 ára fluttum við á
Selvogsgrunn 26 við Laugarásinn
sem varð æskuheimili okkar til
fullorðinsára. Þrír synir fæddir
47, 53, 59 og Gísli í miðjunni. Nýja
hverfið var ævintýraheimur, göm-
ul býli hér og þar sem gáfu hverf-
inu hlýlegan svip. Ný hús spruttu
upp og sementslykt lá í loftinu.
Grasskikar urðu að fótboltavöll-
um. Í hverfinu var skari af börn-
um og við eignuðumst marga vini-
.Við fórum í strætó í bæinn til að
sækja fundi hjá KFUM. Síðar lá
leið okkar bræðra í sumarbúðir
sömu samtaka í Vatnaskógi.
Strax í barnæsku hafði Gísli
Rúnar mikið dálæti á því að skapa
ýmsa karaktera með förðun og
sminki sem hann lék síðan fyrir
okkur. Hann var mjög flinkur að
móta í leir þekktar persónur og í
öndvegi í herbergi hans var afar
vel gert líkan af sjálfum Chaplin.
Gísli Rúnar var frá sex ára
aldri, daglegur gestur á heimilum
margra nágranna okkar og
skemmti heimilisfólki. Hann fékk
útrás fyrir leiklistarbakteríuna
þegar hann skemmti í veislum
þeirra, oft fyrir fjölda manns. Þar
hermdi hann listavel eftir séra
Bjarna, séra Jóni Auðuns og
Bjarna Ben. Þá var Gísli aufúsu-
gestur í nágrannahúsum í gervi
jólasveinsins.
Gísli Rúnar gekk í Laugarnes-
og Laugalækjarskóla og átti gott
með að læra en hugurinn var allt-
af við leikhúsið. Hann var 5 ára
þegar hann sá sitt fyrsta barna-
leikrit í Þjóðleikhúsinu sem var
Undraglerið með Bessa Bjarna-
syni í aðalhlutverki. Ég man að
hann sagði strax að þarna vildi
hann vera.
Eitt sinn í barnaskóla var Gísli í
teiknitíma. Bekkurinn spreytti sig
á myndefni sem kennarinn hafði
teiknað á töfluna. Áður en tíman-
um lauk kom kennarinn að máli
við Gísla, hvort hann mætti eiga
verkið sem var auðsótt. Þar hafði
Gísli teiknað mynd nauðalíka
teiknikennaranum.
Leiklistarnám Gísla Rúnars
hófst hjá Ævari Kvaran. Hann
var skemmtikraftur af guðs náð,
algjört séní en þó enginn nörd en
hann léði tungunni það nýyrði. Af-
kastamikill leikritaþýðandi, rit-
höfundur, leikstjóri, teiknari, hag-
yrðingur og afbragðsgóður
leikari. Hvert einasta verkefni og
viðfangsefni tók Gísli Rúnar föst-
um tökum með sínu lagi. Gísli
Rúnar las ekki gagnrýni þó hann
væri ekki yfir hana hafinn. Hann
einsetti sér ávallt að skila full-
komnu verki og stóð við það. Fer-
ilskrá Gísla Rúnars er greypt inn í
vitund þjóðarinnar.
Ég var stoltur af Gísla Rúnari,
við bræður höfðum um margt
ólíkar skoðanir og lífsstíl. Það
skyggði aldrei á vináttu okkar.
Við gátum alltaf tekið tal saman
og rætt hlutina í bróðerni. Oftast
var undiraldan kímin og gleðin
réð ríkjum.
Guð blessi minningu þína um
alla eilífð, elsku bróðir.
Meira: mbl.is/andlat
Baldur Jónsson.
Stöðvið heiminn, hér fer ég út!
Erfiðust er sú kveðjustund,
sem kemur skyndilega og óund-
irbúið, ferðalagið á enda þó ekkert
bendi til þess að vagninn sé kom-
inn á endastöð.
Minningarnar rúlla yfir tjaldið
og hvílík litbrigði, stemningin ým-
ist í hæstu hæðum, hlátrasköll og
fíflagangur, eða dýpstu öldudalir,
grátköst og dramatík. Tónlistin, –
því það var alltaf tónlist, ýmist
hressustu Cole Porter standard-
ar, bullið í Spike Jones eða dapur-
legustu tónlistarperlur Charlie
Chaplin.
Það væri hægur vandi að fylla
heila minningargrein um Gísla
Rúnar með titlum þeirra dægur-
laga sem tvinnast minningum um
hann og það þyrfti vart að segja
meira. Hvort sem hann átti sam-
leið með okkur stutta stund eða
langa, þá var alltaf tónlist, – og við
erum ekki að tala um lágstemmda
bakgrunnstónlist, heldur ákafa,
taktfasta hrynjandi og stöðugt,
hnitmiðað tónlistargrúsk.
En það var ekki eina grúskið,
það var grúskað í leiklist, kvik-
myndum, gömlum ljósmyndum,
tungumálinu og hverju því sem
bar á góma í það og það skiptið, –
og það var sko ekki neitt káf í yfir-
borðinu, ó nei, það þurfti að kryfja
til mergjar, fara á dýptina, lýsa út
í hvert horn, kanna alla rangala og
finna allar sögurnar, því það voru
sögur við hvert fótmál, í tali, tón-
um og myndum.
Um þessar sögur var svo skraf-
að löngum stundum, stundum allt
of löngum, því sjaldan er aldrei oft
nema stundum svo notaður sé
einn af ótal uppdiktuðum máls-
háttum Gísla Rúnars.
Enginn var jafn fundvís á sögur
og enginn safnaði sögum af ann-
arri eins ákefð, og svo mundi hann
þær allar og þreyttist ekki á að
segja þær, hafa þær eftir, herma
eftir þeim sem komu við sögu eða
þeim sem einu sinni höfðu sagt
þær.
Það kann að vera hvort tveggja
bölvun og blessun að muna alla
skapaða hluti, minningarnar eiga
það til að verða sem myllusteinar í
farangrinum, en þær eru líka dýr-
mætur efniviður skapandi fólki
eins og Gísla. Endalaus upp-
spretta, stundum létt og leikandi,
sem lindin tær, en stundum djúp
og dularfull, með hættulegum
hyljum og myrkum sprungum.
Glíma okkar við áskoranirnar í
lífinu tekur sannarlega á sig ýms-
ar myndir. Glíma Gísla Rúnars
var snúin, ekki síst vegna þess hve
kröfuharður hann var, jafnt á
sjálfan sig sem aðra, – fjölskyldu,
vini og samverkamenn í listunum,
aldrei veittur neinn afsláttur, allt-
af farið alla leið, og tíminn skipti
engu máli, klukkan var alltaf ann-
aðhvort bara níu eða þrjú.
En svo kom að því að sandurinn
í tímaglasinu rann út, ljósin dofn-
uðu, tónlistin hljóðnaði, heimurinn
stöðvaðist og Gísli Rúnar yfirgaf
vagninn. Eftir sitjum við og höld-
um ferðalaginu áfram án hans,
yljum okkur við litríkar minning-
arnar og í bakgrunni heyrum við
óminn af Smile eftir Charlie
Chaplin.
Ég bið þess að ljós heimsins
lýsi fjölskyldu og vinum Gísla
Rúnars og að englar alheimsins
umvefji þau og styrki í sorginni.
Kolbrún Halldórsdóttir.
Gísli Rúnar átti engan sinn líka.
Landsmenn eiga ógleymanlegar
minningar um hann í hlutverkum
sem hann lék á sviði eða á hvíta
tjaldinu. Á seinni árum voru áhrif
Gísla þó mest í hlutverki þýðanda
og skálds, enda á hann heiðurinn
af íslenskum handritum margra
ástsælustu leiksýninga okkar
tíma. Þar naut snilligáfa Gísla
Rúnars sín vel, staðfærslur, orða-
leikir, húmor og alvara. Styrkleik-
inn fólst ekki síst í natninni og ná-
kvæmninni, myljandi húmor og
miklu listfengi þegar unnið var
með bundið mál. Ég er ekki í vafa
um að gangur margra þessara
sýninga er ekki síst snilldarlegum
staðfærslum Gísla að þakka.
Framlag hans til íslensks leikhús-
lífs er ómetanlegt og fæst seint
fullþakkað.
Við Gísli Rúnar kynntumst
þegar ég, kornungur, tókst á við
mitt fyrsta leikstjórnarverkefni
þar sem hann brilleraði í einu
hlutverkinu. Þá strax tókst með
okkur Gísla mikil vinátta sem svo
átti eftir að dýpka eftir því sem ár-
in liðu. Saman unnum við að ótal
uppsetningum í ólíkum leikhús-
um. Gísli var alltaf hvetjandi, hlýr
og örlátur á góð ráð. Fyrst og síð-
ast var hann litríkur og óborgan-
lega skemmtilegur. Símtölin voru
ófá, hugmyndirnar streymdu og
hann fór á flug. Þá þurfti góðan
tíma, rétt eins og þegar tölvupóst-
ar komu frá honum, því þeir voru
langir en að sama skapi einstak-
lega innihaldsríkir, vandaðir og
drepfyndnir. Stuttir vinnufundir
vildu dragast á langinn, stóðu oft
klukkustundum saman, hlaðnir
ógleymanlegum augnablikum
þegar Gísli las, söng og lék nýjar
þýðingar. Hann kom með ótal til-
lögur og tilboð, hugmyndirnar
voru óþrjótandi, enda var hann á
þessum tímapunkti búinn að
liggja dag og nótt yfir verkinu.
Þegar handriti var svo skilað var
allt eins og það átti að vera. Text-
inn margyfirlesinn, búið var að
velja réttu útgáfurnar af hverju
versi og hverju orði, handritið
hafði verið vandlega brotið um,
búið var að velja ólíkar leturgerðir
og leturstærðir, forsíðan útpæld,
útdrættir fylgdu og jafnvel vand-
aður listi yfir leikmuni. Hjá Gísla
var hvergi slegið af.
Gísli var einstaklega vel lesinn
og kunni að auki fjölmargar
óborganlegar gamansögur af
uppákomum að tjaldabaki, hér
heima og erlendis. Þótt ekkert
jafnist á við að heyra sögumann-
inn sjálfan segja þessar sögur þá
voru þær sem betur fer gefnar út
fyrir skömmu og leikhússögur
Gísla Rúnars verða því aðgengi-
legar um ókomna tíð eins og svo
mörg verk hans.
Gísli Rúnar var séní og ástríðu-
maður. Ástríðan fyrir leikhúsinu
og lífinu var drifkrafturinn. Hon-
um lá alltaf mikið á hjarta, hann
gaf aldrei afslátt – alltaf skyldi
farið alla leið.
Þjóðleikhúsið og íslenskt sam-
félag á Gísla Rúnari mikið að
þakka. Hans er sárt saknað. Sjálf-
ur er ég fullur þakklætis fyrir vin-
áttu, samstarf og ógleymanlegar
stundir sem ég átti með vini mín-
um. Ég votta elsku Eddu, Björg-
vini, Róbert, Evu, Margréti og
öðrum ástvinum mína innilegustu
samúð.
Minningin um húmoristann,
séníið og ástríðumanninn Gísla
Rúnar mun lifa um ókomna tíð.
Magnús Geir Þórðarson,
þjóðleikhússtjóri.
Hann var fjölhæfur leikhús-
listamaður hann Gísli Rúnar.
Hann lét sér ekki nægja að leika
heldur leikstýrði, samdi, þýddi –
og bætti við. Hafði eins og vera
ber skoðanir á öllu sem sýninguna
varðaði. Ég tala nú ekki um á hár-
greiðslu, gervum og sminki. Hann
lagði nefnilega mikið upp úr ytra
útliti þeirrar persóna sem hann
túlkaði hverju sinni og nýtti sér
sérkenni þeirra. Í einni leiksýn-
ingu sem hann lék í hjá mér útbjó
hann fyrir sig sérstakan smink-
skáp baksviðs, þar sem hár, skegg
og förðunartól héngu í röðum.
Skáphurðin var klofin í miðju og
opnaðist til beggja handa þannig
að úr varð eins og lítil altaristafla
og fyrir og eftir sýningar dundaði
hann sér fyrir framan altarið sitt
af ótrúlegri nákvæmni, hver and-
litsdráttur og hvert hárstrá þaul-
hugsað. En þótt Gísli væri sérvit-
ur og haldinn fullkomnunaráráttu
á mörkum þess óþægilega fyrir-
gafst honum allt vegna þess hve
góður leikari hann var og hversu
frábærlega hann gat tímasett til-
svör sín, þannig að þau féllu á ná-
kvæmlega því sekúndubroti sem
til þurfti.
Leiðir okkar lágu saman þegar
við vorum að byrja feril okkar:
hann lék sitt fyrsta hlutverk í
mínu fyrsta leikstjóraverkefni að
loknu námi. Verkið var sænskt
leikrit, Sandkassinn, og mér varð
ljóst að hér var kominn drengur
sem mikils mátti af vænta.
Skömmu síðar flaug hann inn í
Leiklistarskólann og seinna
stundaði hann nám í Bretlandi.
Þangað heimsóttum við Tóta þau
Eddu og áttum með þeim yndis-
legar stundir í London. Þegar
hann var að ljúka því námi var ég
orðinn leikhússtjóri í Iðnó og fékk
hann til að koma heim og leika hjá
okkur. Hann lék með glæsibrag í
nokkrum sýningum: revíunni
Skornum skömmtum, Angantý
Bogesen í Sölku Völku og Schev-
ing sýslumann í Svartfugli. Ég fól
honum líka að leikstýra Dario Fo
farsanum Félegt fés, sem hann að
sjálfsögðu gerði með sóma. Við
höfðum reyndar áður glímt við
Dario Fo, það var í Við borgum
ekki hjá Alþýðuleikhúsinu, þar
sem hann fór á kostum í fjórum
hlutverkum!
Það var alltaf gaman að vinna
með Gísla hvort sem það var í at-
vinnuleikhúsunum, sjónvarpinu
eða að búa til fjölskylduskemmt-
unina á Arnarhóli á 17. júní. Í
Þjóðleikhúsinu sömdu þau hjónin
fyrir okkur farandsýningu, Áhorf-
andinn í aðalhlutverki, sem sýnd
var í skólum og á vinnustöðum.
Hann lék svo í nokkrum sýning-
um: 13. krossferðinni, Emil í Katt-
holti og M. Butterfly og leikstýrði
farsanum Allir á svið. Hann starf-
aði við öll íslensku atvinnuleikhús-
in, auk starfa í leikhópum og á eig-
in vegum. Fjölmörg verk hans í
sjónvarpi hafa aukið hróður hans
og gert hann að eftirlæti stórs
hluta þjóðarinnar. Eitt skemmti-
legasta verkefni okkar Gísla var
þegar hann lék hjá mér í Ára-
mótaskaupinu 1989, þar sem hann
samdi einnig mörg atriðanna.
Frábært og hárnákvæmt tíma-
skyn hans sem gamanleikara naut
sín þar til fulls og sömuleiðis fjöl-
hæfnin í ótal ólíkum hlutverkum.
Það er mikil eftirsjá að Gísla
Rúnari með allar sínar gáfur og
hæfileika. Við Tóta og fjölskyldan
sendum Eddu, Björgvini og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur á þessum óvæntu tíma-
mótum.
Stefán Baldursson.
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um Gísla
frænda er hlýleiki og raunveru-
legur áhugi hans á fólkinu í kring-
um sig.
Ég man eftir mörgum
skemmtilegum stundum og
áhugaverðum samtölum við Gísla
frænda þegar ég var krakki. Oftar
en ekki hitti maður Gísla hjá afa
og ömmu á Selvogsgrunni en það
var æskuheimili þeirra bræðra.
Gísli sýndi manni áhuga og gaf sér
tíma. Hann lét manni líða eins og
maður væri miðpunkturinn. Ég
man á þessum árum var ég voða
montinn af frænda mínum enda
mikið í sviðsljósinu. Seinna breyt-
ist svo montið í hreinræktað stolt
þegar maður áttaði sig virkilega á
hversu fjölhæfur og hæfileikarík-
ur Gísli var.
Það er í raun ótrúlegt hversu
miklu Gísli áorkaði og það á mjög
breiðu sviði. Hann fór oft ótroðnar
slóðir og úr varð meistaraverk.
Það er erfitt að velja á milli þeirra
óteljandi verka sem þessi snilling-
ur skildi eftir sig en í sérstöku
uppáhaldi hjá mér er Algjör
Sveppur og Heilsubælið í Gerva-
hverfi.
Hin síðari ár hittumst við Gísli
helst við stærri tilefni stórfjöl-
skyldunnar. Strákarnir mínir
kynntust Gísla og höfðu nákvæm-
lega sömu sögu að segja af frænda
sínum – „hann Gísli er svo hlýr og
góður“. Gísli var ótrúlega barn-
góður. Það er mér sérstaklega
minnisstætt í fermingu elsta son-
ar okkar að fermingarbarnið hélt
góða ræðu. Gísla fannst takast vel
til og passaði sérstaklega að láta
drenginn vita sem var mjög upp
með sér. Þetta lýsti Gísla vel.
Það var ótrúlega gaman að
vera í kringum Gísla. Hann var
með einstaka frásagnargetu og
bjó að endalaust skemmtilegum
sögum. Hann var líka ótrúlega
fróður um ýmislegt milli himins
og jarðar. Hann gat miðlað fróð-
leik um ættir okkar langt aftur og
svo leitaði maður til hans um ráð-
leggingar um gott leikhús í Lund-
únum. Hann var tilbúinn til að
gefa af sér og manni leið vel í ná-
vist hans.
Það er virkilega sárt að kveðja
þig elsku Gísli frændi minn – hvíl í
friði.
Brynjólfur J. Baldursson.
Gísli Rúnar.
Stóri frændi okkar og bestask-
inn.
Að koma heim til þín var eins
og að mæta í leikhús. Gervitenn-
ur, hárkollur, smink og sniðugt
dót upp um alla veggi. Vínyl-spil-
arinn mundaður, útvarpið í gangi
og oftar en ekki gripið til banjós
eða annarra furðuhljóðfæra í of-
análag, sérstaklega þegar vel lá á.
Chaplin í öllum stærðum og gerð-
um og lyktin af bókunum sem
fylltu hvert skúmaskot. Allskyns
smáatriði sem eru afar minnis-
stæð í huga barna. Við nutum
góðs af því að alast upp í návist við
þig og njóta þess ævintýraheims
sem þú skapaðir. Þú varst okkar
einka Hollywood-stjarna.
Þegar ferðast er til baka í hug-
anum þá hellast minningarnar yf-
ir.
Merkilegt hvað þær leynast
ljóslifandi í hugskotum okkar.
Við erum fátækar af orðum
SJÁ SÍÐU 44
Móðir okkar, tengdamamma, amma og
langamma,
INGIBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR,
Tröllakór 10, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 6. ágúst á Land-
spítalanum við Hringbraut. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristín G. Jóhannsdóttir
Bjarni J. Jóhannsson Carina Broman
Þorbjörg Hjálmarsdóttir
Sigríður Ósk Benediktsdóttir Haraldur Orri Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI JÓNASSON,
fv. fræðslustjóri,
lést miðvikudaginn 12. ágúst á Hrafnistu,
Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 21. ágúst klukkan 13.
Erla Sigurjónsdóttir
Guðbjörg Helgadóttir Einar Oddur Garðarsson
Kristín Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG KRISTÍN
HARALDSDÓTTIR,
Skipalóni 22, Hafnarfirði,
varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn
2. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjálmar Sigurðsson
Sigurður J. Hjálmarsson Tiffany Gedalanga
Haraldur Hjálmarsson
Ragnheiður K. Hjálmarsd. Hilmar Guðlaugsson
Ísabella Von Sigurðardóttir