Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 ✝ Guðbjörg Krist-ín Ludvigsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1970. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 7. ágúst 2020. Foreldrar hennar eru Ludvig Guð- mundsson, f. 1947 og Jóna Borg Jóns- dóttir, f. 1948. Systkini Guð- bjargar eru Guð- mundur Jón, f. 1968, Sigurbjörg Jóna, f. 1974 og Njörður, f. 1976. Guðbjörg giftist 1. júlí 2006 Guðbjörg ólst upp í Reykjavík, Eskilstuna í Svíþjóð og á Kirkju- bæjarklaustri. Að loknum grunn- skóla á heimaslóðum fór hún í MR og varð stúdent þaðan 1990. Þá nam hún læknisfræði við HÍ og lauk læknaprófi 1997. Sérnám í endurhæfingarlækningum við Reeves endurhæfingarstofnunina í San Antonio í Texas árin 2000- 2004. Hún starfaði lengst af sem endurhæfingarlæknir á Grens- ásdeild Landspítala auk þess að sjá um kennslu í endurhæfing- arlækningum við Háskóla Ís- lands. Þá starfaði hún með Íþrótta- sambandi fatlaðra í mörg ár. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 20. ágúst 2020. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. Stefáni Þ. Sigurðs- syni, f. 18 apríl 1972. Börn þeirra eru: Skarphéðinn Davíð, f. 18. október 2001, Sig- urbjörg Rannveig, f. 2. nóvember 2003, Dagur, f. 5. október 2005, og Katla Borg, f. 15. maí 2007. For- eldrar Stefáns eru Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir, f. 1937 og Sigurður Pálsson, f. 1940, d. 2003. Systur hans eru Guðrún Margrét, f. 1968 og Una Aldís, f. 1970. Það er erfitt þegar komið er að kveðjustund, maður er aldrei viðbúinn aðskilnaði þess sem manni er svo óendanlega kær. Það sem okkur er efst í huga þeg- ar viðskilnaður verður, er hversu mikið við höfum að þakka, vin- semd, hlýlegt viðmót og hjálp- semi sem einkenndi þessa ein- stöku konu, Guðbjörgu Kristínu Ludvigsdóttur. Minningarnar eru það sem hægt er að geyma og rifja upp, skoða myndir og ferða- lögin sem farin voru, sem oftar en ekki voru skipulögð heima í stofu og ferðast um tölvuheim til að finna áfangastaði. Hún var mikil fjölskyldumanneskja, sífellt að hlynna að öllum í kringum sig og skapa minningar. Þau hjón Guð- björg og Stefán voru afar sam- hent í uppeldi barna sinna. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt og á eftir að verða verkefni framtíðar að vinna úr. Elsku yndislega tengdadóttir og mágkona, við þökkum þér stundirnar sem við áttum saman Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Stefán, Skarpi, Silla, Dagur og Katla, mikill er ykkar missir. Guð blessi minningu Guð- bjargar Kristínar Ludvigsdóttur. Sigurbjörg R. (Silla) Guðrún Margrét og fjölskylda Una Aldís og fjölskylda. Hún Gugga mín er dáin langt fyrir aldur fram, uppáhalds- frænkan mín, sem hefur verið góðmennskan uppmáluð alveg frá barnæsku. „Guðjón minn, ég skal bara giftast þér,“ sagði hún við mig átta ára gömul vegna þess að hún vorkenndi mér að vera ekki giftur. Fyrir mér lýsir þessi einfalda setning lífshlaupi Guggu, fórnfýsi hennar, væntumþykju og hjálp- semi við alla, bæði nær og fjær. Hún var alltaf að gefa af sér, hjálpa öðrum og berjast fyrir málefnum þeirra sem minna mega sín. Það fá engin orð lýst þeirri sorg sem fylgir andláti Guggu. Þó hefur það legið í loftinu í nokk- urn tíma enda hefur hún barist við illvígan sjúkdóm í nokkur ár. Sorgin er auðvitað mest hjá hennar nánustu, Stefáni og börn- unum fjórum. En líka hjá stór- fjölskyldunni, sem hefur alla tíð verið ótrúlega náin. Og missirinn er líka mikill fyrir íslenskt heil- brigðiskerfi og samfélagið allt, því starf hennar og rödd hafði mikið að segja við að bæta líf ann- arra. En Gugga var ekki bara góð, hún var mjög skemmtileg og frændrækin. Það er margs að minnast í því samhengi. Gamlárs- kvöldin með stórfjölskyldunni þar sem hver fjölskylda fyrir sig var með heimatilbúið glens og grín. Og seinni árin, fjölskyldu- dagur í Bjartsýnisbrekku. Alltaf mætti hún og gaf af sér, alveg fram á sína síðustu daga. Elsku Stefán, Skarphéðinn, Silla, Dagur og Katla, Lúlli og Jóna Borg, Guðmundur Jón, Sigga og Njörður. Þið eruð rík að hafa lifað með Guggu. Geymið minningu hennar vel. Guðjón frændi. Það var mikil harmafregn þeg- ar við fréttum af andláti kærrar frænku þegar sumarið var í mest- um blóma. Guðbjörg Kristín Ludvigsdóttir, eða Gugga eins og hún var alltaf kölluð, fór frá okk- ur eftir erfiða og hetjulega bar- áttu við krabbamein. Eftir situr stór frændgarður, foreldrar, systkini, eiginmaður og börn sem syrgja einstaka manneskju. Gugga var elsta stelpan í hópi barnabarna Guggu ömmu og afa Guðmundar. Hún hlýtur að hafa glatt hina fullorðnu mikið þegar hún bættist í hópinn sumarið 1970 því fyrir á fleti voru fimm gaurar, hver öðrum fyrirferðar- meiri. Gugga bræddi okkur strax með brosinu sínu og glettni, inni- legum hlátri, gáfum og vináttu. Við vorum góð frændsystkini og það var alltaf gaman að koma saman hjá ömmu og afa á Tjarn- arstíg og brasa eitthvað saman. Minningar um gamlárskvöld, af- mæli og aðrar veislur lýsa skært nú í sorginni. Gugga erfði bestu eiginleika foreldra sinna. Hún var húmoristi og mannvinur, hæglát, þolinmóð, vinnusöm og skarpgreind. Hún hafði alltaf tíma fyrir fjölskylduna sem hún elskaði meira en orð fá lýst. Það er þessi magnaði kærleikshjúpur sem umlykur Guggu sem er eitt- hvað svo einstakur. Við munum eftir honum þegar við fjölskyldan heimsóttum þau Lúlla og Jónu Borg og krakkana til Svíþjóðar og eins þegar við áttum dásam- lega sumardaga saman stórfjöl- skyldan í Langadalsá fyrir vest- an. Það var eitthvað í augunum á Guggu frænku okkar sem var öðruvísi en hjá öðrum. Þau lýstu djúpum mannskilningi og kær- leika. Þá sýndi hún ótrúlegt æðruleysi í baráttunni við sjúk- dóminn. Gugga var læknir og hún elsk- aði starfið sitt. Hún var sérstakur talsmaður forvarna og varaði til að mynda við íþróttum sem gengu út á höfuðhögg í frábærum greinum í dagblöðum. Þar sýndi hún rökfestu og ritfimi en fyrst og fremst hversu umhugað henni var um skjólstæðinga sína og vel- ferð þeirra. Hún átti líka gæfu að fagna í einkalífi. Fyrir utan að eiga góð systkini og foreldra sem ávallt hafa haldið þétt saman eignaðist hún sinn draumaprins í Stefáni sínum og saman bjuggu þau fjór- um börnum sínum fallegt heimili á æskuheimili Guggu á Lang- holtsveginum. Börnin þeirra Guggu og Stefáns hafa misst svo mikið að sjá á eftir móður sinni svo ungri en við vitum og trúum að vegarnestið sem þau fengu út í lífið mun fylgja þeim sem kær- leiksljós alla tíð. Við vottum Stefáni, Skarpa, Sillu, Degi, Kötlu Borg, Jónu Borg og Lúlla og fjölskyldunni allri innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum. Minning Guggu lifir í ljósinu. Við munum aldrei gleyma henni. Felix, Þórir, Sigurþóra og Guðbjörg Bergsbörn og fjölskyldur. Það er svo sár og einkennileg tilfinning að vita að ég muni ekki framar hitta mína yndislegu vin- konu, hana Guggu. Einstök manneskja í alla staði, glettin, hugljúf og traust. Æðruleysi hennar upplifði maður svo sterkt síðustu ár þegar hún glímdi við sín veikindi. Það var ekki annað hægt en að dást að styrk hennar og jákvæðni. Þótt samverustund- irnar hefðu svo gjarnan mátt vera fleiri á síðustu árum, var alltaf eins og stutt hefði verið síð- an síðast þegar við hittumst. Ég er þakklátur fyrir allar okkar góðu vinastundir. Gugga gaf allt- af af sér og maður fann hvað vinaböndin voru traust. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í vinahóp okkar við fráfall Guggu, frábæran hóp skólasystkina úr MR sem hefur brallað ýmislegt saman í áranna rás. Þótt lengra hafi liðið milli skipta sem við hitt- umst á fullorðinsárum, eins og gjarnan vill verða þegar fjöl- skyldulíf og starfsvettvangur verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi, erum við alltaf sömu krakk- arnir og njótum að hittast og vera saman. Minning um einstaka manneskju og trausta vinkonu mun fylgja okkur alla tíð og Gugga verður ávallt í hjarta og hug okkar. Við Herborg vottum fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð og kveðjum kæra vinkonu með söknuði, virðingu og þakklæti. Sveinn Óli Pálmarsson. Við fráfall Guðbjargar Krist- ínar Ludvigsdóttur er stórt skarð höggvið í hóp liðsmanna Íþrótta- sambands fatlaðra. Fyrir rúmum áratug gekk Guðbjörg til liðs við sambandið og tók sér stöðu við hlið föður síns í lækna- og fagráði ÍF þar sem hún af einskærri röggsemi og næmni sinnti „flokk- unarmálum“ og öðrum störfum sem fulltrúi læknateymis sinnir. Þetta gerði hún ávallt með sínu fallega brosi og faglegu vinnu- brögðum, aldrei vandamál eða vesen. Guðbjörg gegndi einnig störf- um liðslæknis sambandsins á Ól- ympíumóti fatlaðra 2012. Sem betur fer þurfti hún minnst að nýta faglega kunnáttu sína þar en var þess öflugri við að halda þétt utan um hópinn sem þar var, í návígi hver við annan 24 tíma sólarhringsins í þrjár vikur. Í svo nánu samneyti koma óhjákvæmi- lega upp hin ýmsu álitamál um lífsins gang og tilveru. Þá var hún til staðar með sína góðu nærveru, ró og yfirvegun og gaf ráð sem ávallt gögnuðust þeim sem á þurftu að halda. Nú þegar Guðbjörg hefur kvatt eftir erfið veikindi er þakk- læti og söknuður okkur efst í huga – Guðbjörg var kona hrein og bein með stórt hjarta sem hafði mikið að gefa. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsóttir) Íþróttasamband fatlaðra send- ir fjölskyldu og ástvinum Guð- bjargar innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Íþrótta- sambands fatlaðra, Ólafur Magnússon. Kveðja frá Félagi íslenskra endurhæfingarlækna Góður læknir, vinur og starfs- félagi er nú á braut. Eftir situr sorg og söknuður en einnig þakk- læti fyrir að hafa fengið að starfa með Guggu í nær tvo áratugi. Hún var manneskja sem eftir var tekið. Glaðlynd og röggsöm, ákveðin í fasi og lá ekki á skoð- unum sínum. Í þeim birtust henn- ar innri maður og sterkur per- sónuleiki. Hún var mannvinur, læknir af lífi og sál og baráttu- kona fyrir réttindum og öryggi sjúklinga. Gugga var kennari í læknadeild og naut þess að miðla þekkingu á fötlunum og hvers kyns færniskerðingu og hvernig endurhæfing getur bætt líf og heilsu og aukið lífsgæði fólks. Hún var óþreytandi í því að ræða slík málefni, sannur boðberi um mikilvægi endurhæfingar, enda verkefnin á þeim vettvangi ótal mörg og fjölþætt. Gugga var góð fyrirmynd og sýndi það í verki. Hún var ávallt tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og lá aldrei á liði sínu þegar til hennar var leit- að. Erfiðasta áskorunin var sú sem við öll hefðum viljað að hún hefði ekki þurft að horfast í augu við, að takast á við alvarleg veik- indi. Þrátt fyrir þau sinnti hún starfi sínu á Grensásdeild og í há- skólanum eftir fremsta megni til margra ára. Framlag hennar í þágu endurhæfingarlækninga á Íslandi verður seint fullþakkað. Fjölskyldu hennar vottum við samúð og hluttekningu. Stefán Yngvason, formaður FÍE. Það er ómetanlegt að eiga trausta vini en það er líka sárt þegar þeir vinir hverfa á braut eins fyrirvaralaust og nú er raun- in. Þó svo að innst inni hefðum við vitað að einhvern tímann kæmi lokakallið, þá erum við samt svo óundirbúin þegar sorgin skellur á okkur með öllu sínu afli. Gugga var einstök manneskja. Hjartahlý, hnyttin, róleg og yf- irveguð í fasi. Það sáum við strax þegar hún og Stebbi fóru að stinga saman nefjum. Frá fyrstu kynnum voru þau órjúfanleg heild og nutu þess að vera saman. Ekki skemmdi það fyrir að þau deildu svipuðum áhugamálum, elskuðu að ferðast um landið sitt og tengjast margar af okkar bestu minningum með þeim slík- um ferðum. Þau voru einnig mik- ið „gourmet“-fólk og eru ófáar stundirnar sem við höfum átt saman við matarstúss, ýmist hér heima eða erlendis. Fyrstu árin voru samveru- stundirnar færri, þar sem þau bjuggu um 10 ára skeið erlendis. Þeim mun eftirminnilegri voru símtölin á milli landanna. Þegar Stefán var spurður um áform sumarsins eða næstu ferð til Ís- lands kom stundum smá þögn. Jú, hann væri nú með fréttir: Gugga væri ólétt. Þetta voru ógleymanleg samtöl sem urðu fleiri en eitt og fleiri en tvö. Börn- in komu eitt af öðru og það var magnað að fylgjast með skipulag- inu og dugnaðinum í þessari fjöl- skyldu. Gugga var mikil fjöl- skyldukona sem naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig og skipti engu máli hvort um væri að ræða matarboð, fjölskyldufrí eða bústaðaferðir. Fyrir tæpum 10 árum greind- ist Gugga með þann vágest sem nú hefur lagt hana að velli. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því að allt frá því að hún greindist sýndi hún af sér fádæma æðru- leysi og aldrei upplifði maður það að hún léti krabbameinið taka yf- irhöndina. Hún kvartaði aldrei, heldur hélt áfram að lifa lífinu og skapa dýrmætar minningar með sínum nánustu. Á þessum tímum þegar við hugsum til baka rifjast upp dýr- mætar minningar sem við hugs- um til með söknuði. Má þar nefna ófáar bústaðarferðir með fjöl- skyldurnar, veiðiferðir, utan- landsferðir, matarklúbbar og ferðirnar okkar til Potters Bar. Allar þessar frábæru sam- verustundir eru okkur afar dýr- mætar en verða nú að ljúfsárum minningum. Missirinn er óbærilegur og söknuðurinn sár. Gugga skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla en mestur er þó missir þeirra Stefáns og barnanna, foreldra og systkina Guggu sem nú eiga um svo sárt að binda. Minningin um Guggu er björt og falleg og mun hún ávallt lifa í hjörtum okkar sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni og njóta samvista við hana. Fjölskyldu Guggu vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og styðja á þeim tímum sem fram- undan eru. Alda, Björgvin Þór og börn. Á lífsleiðinni kynnist maður stundum manneskjum, gimstein- um eins og skáldið sagði, sem á einhvern hátt snerta mann sér- staklega. Guðbjörg Ludvigsdótt- ir eða Gugga var ein af þeim. Ég var svo lánsöm að kynnast henni þegar við unnum saman á Grens- ásdeildinni fyrir allmörgum árum og höfðum valið okkur sama starfsvettvang. Gugga var einstök á svo marg- an hátt. Með henni var gott að vera, hún var hlý, hvetjandi, óspör á hrós, einlæg og heil- steypt. Hún brann fyrir faginu okkar, endurhæfingar- lækningum, og var óþreytandi að miðla af þekkingu sinni til okkar hinna. Hún kunni svo vel að fræða og það var alltaf tilhlökk- unarefni að hlusta á hennar fyr- irlestra. Hún hafði þennan neista og áhuga sem samstarfsfólk hennar og nemendur nutu góðs af. Það var gott að leita til henn- ar, hún var opin fyrir nýjungum og fylgdist vel með. Æðrulaus og af hugrekki tókst hún á við veikindi sín. Og þrátt fyrir erfið veikindi undanfarin ár sinnti hún störfum sínum eftir megni og hélt áfram að gefa af sér. Skjólstæðingum sínum sinnti hún af mikilli alúð, fagmennsku og nærgætni og virtist eiga svo auðvelt með að setja sig í þeirra spor. Hún hafði ríka réttlætis- kennd og bar svo sannarlega hag þeirra fyrir brjósti sem búa við skerta færni eða fötlun. Það er mikill missir að Guggu, það sem hennar verður saknað. Ég mun sakna ferðanna okkar saman, fjölmargra samtala sem oftar en ekki snérust um málefni endurhæfingar, húmorsins og á allan hátt gefandi samfylgdar í gegnum árin sem hefðu mátt vera svo miklu fleiri. Þrátt fyrir sorg og söknuð á þessari stundu við ótímabært frá- fall hennar er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt hana að. Guðrún Karlsdóttir. Guðbjörg Kristín Ludvigsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.