Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 54
FÓTBOLTINN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Topplið Breiðabliks er áfram al- gjörlega óstöðvandi á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu en liðið vann í gærkvöldi 7:0-sigur annan leikinn í röð. Fórnarlömbin að þessu sinni voru norðankonur í Þór/KA í frest- uðum leik úr fimmtu umferðinni en þær komu engum vörnum við gegn Blikum á Kópavogsvelli. Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga, 27 talsins, og markatöluna 42:0 eft- ir níu leiki. Sonný Lára Þráinsdóttir, mark- vörður Blika, hefur nú leikið níu deildarleiki í röð án þess að fá á sig mark sem er hreinlega ótrúlegt. KR-ingar héldu hreinu í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1997 og er þetta því besti varnarárangur liðs í upphafi móts í 23 ár. „Það er erfitt að sjá eitthvað lið stoppa Breiðablik. Liðið hefur skorað 42 mörk í níu leikjum og ekki fengið eitt einasta mark á sig. Yfirburðir Breiðabliks hafa verið það miklir í sumar að það ætti í raun bara að senda liðið í sænsku úrvalsdeildina þar sem liðið virðist ekki eiga neitt erindi í efstu deild Íslands eins og staðan er í dag,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is. Blikar eru með markatöluna 14:0 eftir að tímabilið hófst að nýju í ágúst og virðist bik- arinn á leiðinni í Kópavoginn. Þór/ KA er með 11 stig í fimmta sætinu. ÍBV án taps í fimm leikjum Fylkir og ÍBV gerðu stórmeist- arajafntefli í baráttunni um þriðja sætið í heldur daufum leik á Würth-vellinum í Árbænum, 1:1. Fylkir er því áfram í þriðja sætinu með 16 stig en Eyjakonur sæti neðar með 13 stig. Þær hafa nú ekki tapað í síðustu fjórum deild- arleikjum sínum eftir að hafa tap- að fjórum af fyrstu fimm. Markverðir beggja liða spiluðu vel og fylgdi Cecilía Rán Rúnarsdóttir ágætlega eftir stórleik sínum gegn Selfossi síðast. Þá var Olga Sev- cova, markaskorari Eyjakvenna, drjúg. „Þegar uppi er staðið er jafntefli líklega sanngjörn úrslit. Fylkir var töluvert meira með boltann en gekk ekki of vel að opna fimm manna vörn ÍBV. Fylkiskonur áttu hins vegar mörg markskot fyrir utan teig sem annaðhvort hittu ekki á markið eða strönduðu á hinni efnilegu Auði Sveinbjarnardóttur Scheving mark- verði ÍBV. Markvörður Fylkis, Ce- cilía Rán átti einnig fínan leik enda ekki síður efnileg. Þá voru skyndi- sóknir ÍBV hættulegar. Þar var Olga Sevcova alltaf að og síógnandi enda fljót og kraftmikil,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Meistaraefni Norðankonan Gabriela Guillén sækir að Andreu Rán Hauksdóttur á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Blikakonur allt of góðar  Breiðablik er með fimm stiga forystu á toppnum  Meistaraefnin hafa skor- að 42 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta  Jafnt í slagnum um þriðja sætið Frumraun Guðrún Karítas Sigurðardóttir í sínum fyrsta leik fyrir Fylki sækir að Eyjakonunni Kristjönu R. Sigurz. AFP Erfitt Lakers tapaði fyrsta leik í seríunni. Vinna þarf alls fjóra. LeBron James og liðsfélagar hans í Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Portland Trail Blazers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í gær. Damian Lillard fór á kostum í liði Portland sem vann 100:93-sigur en hann skoraði 34 stig. LeBron var stigahæstur hjá Lakers með 23 stig. James Harden var svo drjúgur í 123:108-sigri Houston gegn Okla- homa City Thunder, skoraði 37 stig fyrir Houston og tók 11 fráköst. Lakers tapaði fyrsta leik Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Efstir Keflvíkingar eru á toppi fyrstu deildarinnar í fótbolta. Topplið Keflavíkur vann 6:1- stórsigur gegn Víkingum úr Ólafsvík á heimavelli í Lengjudeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. ÍBV fór upp í annað sætið með því að leggja Aftureldingu að velli í Vest- mannaeyjum, 1:0, og Framarar eru komnir í þriðja sætið eftir 3:0-sigur á Magna í Safamýrinni. Leiknir úr Reykjavík er aftur á móti dottið nið- ur í þriðja sæti eftir 1:0-tap gegn Vestra á Ísafirði. Þá vann Þór 5:1- sigur á Leikni F. og Grindavík lagði Þróttara 4:2 í Laugardalnum. Keflavík áfram efst 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020 Pepsi Max-deild kvenna Fylkir – ÍBV.............................................. 1:1 Breiðablik – Þór/KA................................. 7:0 Staðan: Breiðablik 9 9 0 0 42:0 27 Valur 9 7 1 1 22:8 22 Fylkir 9 4 4 1 13:12 16 ÍBV 9 4 1 4 12:18 13 Þór/KA 9 3 2 4 14:21 11 Selfoss 8 3 1 4 10:9 10 Stjarnan 9 2 2 5 15:22 8 Þróttur R. 9 1 4 4 14:22 7 KR 8 2 1 5 9:18 7 FH 9 1 0 8 3:24 3 Lengjudeild karla Keflavík – Víkingur Ó. ............................ 6:1 Þór – Leiknir F ........................................ 5:1 Fram – Magni ........................................... 3:0 Vestri – Leiknir R. ................................... 1:0 ÍBV – Afturelding .................................... 1:0 Þróttur R. – Grindavík............................. 2:4 Staðan: Keflavík 10 7 2 1 35:12 23 ÍBV 10 6 4 0 23:12 22 Leiknir R. 10 6 2 2 25:15 20 Fram 9 5 3 1 23:15 18 Þór 10 5 2 3 21:17 17 Vestri 10 4 3 3 10:12 15 Grindavík 10 3 5 2 23:21 14 Afturelding 10 3 2 5 20:15 11 Leiknir F. 10 3 1 6 11:23 10 Víkingur Ó. 10 3 0 7 11:25 9 Þróttur R. 10 1 1 8 7:22 4 Magni 9 0 1 8 7:27 1 2. deild karla Njarðvík – Selfoss .................................... 1:3 Haukar – Völsungur................................. 2:1 Dalvík/Reynir – Kórdrengir.................... 1:2 Kári – Þróttur V. ...................................... 1:2 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit: Lyon – Bayern München ......................... 0:3  Bayern fer áfram og mætir París St. Germain í úrslitaleiknum. 1. umferð, 2020-2021: Ararat – Omonia....................................... 0:1 Molde – KuPS........................................... 5:0 Flora – Süduva ......................................... 1:1  Süduva áfram eftir vítakeppni. Ferencvaros – Djurgården...................... 2:0 Maccabi Tel Aviv – Riga .......................... 2:0 Dinamo Tbilisi – Tirana ........................... 0:2 Celje – Dundalk........................................ 3:0 Sheriff – Fola ............................................ 2:0 Connah́s Quay – Sarajevo........................ 0:2 Buducnost Podgorica – Ludogorets....... 1:3 Rússland Zenit Pétursborg – CSKA Moskva ........ 2:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson kom inn á eftir 81 mínútu. Danmörk Nordsjælland – Brøndby ........................ 1:1  Amanda Andradóttir kom inn á eftir 76 mínútur hjá Nordsjælland. KNATTSPYRNA NBA-deildin Úrslitakeppni, 1. umferð: LA Lakers – Portland ....................... 93:100  Staðan er 1:0 fyrir Portland Houston – Oklahoma ........................123:108  Staðan er 1:0 fyrir Houston. Toronto – Brooklyn ............................ 104:99  Staðan er 2:0 fyrir Toronto. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Pepsi Max-deild karla: Extra-völlurinn: Fjölnir – Víkingur R. ....18 Pepsi Max-deild kvenna: Jáverks-völlurinn: Selfoss – KR ...............18 Í KVÖLD! BREIÐABLIK – ÞÓR/KA 7:0 1:0 Kristín Dís Árnadóttir 4. 2:0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 15. 3:0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 38. 4:0 Agla María Albertsdóttir 52. 5:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 55. 6:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 74. 7:0 Rakel Hönnudóttir 79. MM Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki) M Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiða- bliki) Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðabliki) Gabriela Guillén (Þór/KA) Rautt spjald: Engin. Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: Ekki heimilt.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. FYLKIR – ÍBV 1:1 0:1 Olga Sevcova 6. 1:1 Þórdís Elva Ágústsdóttir 59. M Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Auður S. Scheving (ÍBV) Kristjana R. Sigurz (ÍBV) Karlina Miksone (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Rautt spjald: Engin. Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 5. Áhorfendur: Ekki heimilt. Níu launahæstu íþróttakonur heims spila tenn- is samkvæmt samantekt For- bes sem tók sam- an tekjur íþrótta- kvennanna yfir tólf mánaða tímabil, frá 1. júní 2019 til 1. júní í sumar. Japanska tenniskonan Naomi Osaka er þar efst á blaði en árstekj- ur hennar síðasta árið voru rúmir fimm milljarðar. Hæstu launin síðasta árið voru í tennis Naomi Osaka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.