Morgunblaðið - 20.08.2020, Qupperneq 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND
SEM KOMIÐ HEFUR!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
K O M N A R Í B Í Ó :
Harry Potter and the Sorcere’s Stone
Harry Potter and the Chamber of Secrets
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
K O M A Í B Í Ó 1 8 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Goblet of Fire
Harry Potter and the Order of Phoenix
Harry Potter and the Half-Blood Prince
K O M A Í B Í Ó 2 1 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 og 2
UPPÁHALDS GALDRASTRÁKUR OKKAR ALLRA
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Áfram (ísl. tal)
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* My Spy
* The Postcard Killings
* The Outpost
* The Matrix
* Mad Max : Fury Road
AF KVIKMYNDUM
Brynja Hjálmsdóttir
hjalmsdottir@gmail.com
Kvikmyndahús um allanheim þurftu að loka dyrumsínum í vor vegna alheims-
faraldurs Covid-19. Mörgum kvik-
myndahátíðum var einnig aflýst,
þeirra á meðal stærstu kvik-
myndahátíð heims, Kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes. Nú hafa mörg
bíóhús verið opnuð á ný, flest bíó
á Íslandi eru t.d. opin þrátt fyrir
fjöldatakmarkanir og aðrar sótt-
varnaraðgerðir. Hins vegar er
ekki úr miklu að moða fyrir þau,
hvorki hér heima né annars staðar
þar sem frumsýningum á myndum
hefur verið frestað og óvenjulega
fáar nýjar kvikmyndir á dagskrá.
Af þessu tilhefni er viðeigandi
að taka saman stuttan lista yfir
kvikmyndir sem hefði átt að frum-
sýna fyrr í ár en áhorfendur þurfa
enn að bíða eftir að fá að njóta.
Candyman
Í sumar stóð til að frumsýna
framhaldsmynd af sögufrægu költ-
hrollvekjunni Candyman, sem kom
út árið 1992. Upprunalega myndin
fjallar um fræðikonuna Helen
Lyle, sem rannsakar þjóðsöguna
um hinn svokallaða Candyman.
Samkvæmt þjóðsögunni birtist
Candyman og murkar lífið úr
þeim sem segja nafn hans fimm
sinnum í spegil. Eftir því sem á
líður sekkur Helen dýpra og
dýpra ofan í myrkraveröld Candy-
mans, sem reynist enn þá skelfi-
legri en þjóðsögurnar sögðu til
um. Myndin á sér stað í suður-
hluta Chicago-borgar, í fátækra-
hverfunum þar sem stór hluti íbúa
er svartur og þar með fléttast
kynþáttapólitík inn í sögunna.
Þessi nýja framhaldsmynd er
önnur mynd bandaríska leikstjór-
ans Nia Dacosta, en hún sendi
myndina Little Woods frá sér í
fyrra. Þótt það hafi ekki farið
mikið fyrir þeirri mynd hlaut hún
mjög góðar viðtökur frá gagnrýn-
endum jafnt sem áhorfendum.
Candyman er framleidd af Jordan
Peele, leikstjóra Get Out og Us,
og ekki ólíklegt að myndin sverji
sig í ætt við þá hrollvekjunýbylgju
sem hann hefur hrundið af stað í
Bandaríkjunum.
Núna stendur til að frumsýna
myndina í október og nú verðum
við bara að bíða og sjá hvort það
gangi eftir.
The French Dispatch
The French Dispatch eftir Wes
Anderson stóð til að frumsýna á
kvikmyndahátíðinni á Cannes í
vor, en það varð ekkert af því þar
sem hátíðinni var aflýst.
Myndinni hefur verið lýst sem
ástaróði til blaðamannastéttar-
innar, en hún fjallar um blaða-
menn á skálduðu amerísku tíma-
riti. Þetta er einhverskonar
mósaíkverk sem segir nokkrar
ólíkar sögur af fólkinu sem starfar
við blaðið og ævintýrum þess.
Wes Anderson, sem er þekktur
fyrir myndir á borð við The Royal
Tenenbaums og Life Aquatic, er
að sjálfsögðu einhver stílíserað-
asti leikstjóri samtímans. Hand-
bragð hans auðþekkjanlegt og
The French Dispatch virðist vera
einstaklega Wes Anderson-leg, ef
marka má stikluna. Myndin er
stjörnum prýdd líkt og fyrri
myndir Andersons, en þarna stíga
á svið Tilda Swinton, Bill Murray,
Owen Wilson, Frances McDorm-
and, Adrian Brody og ótal fleiri
frábærir leikarar.
Vafalaust eru margir spenntir
fyrir þessari mynd, sem stefnt er
á að frumsýna í október.
Small Axe
Small Axe er nýjasta verkið úr
smiðju hins frábæra breska leik-
stjóra Steve McQueen, sem er
þekktur fyrir Hunger og Óskars-
verðlaunamyndina 12 Years a
Slave.
Small Axe er ekki bara ein bíó-
mynd heldur fimm mynda sería og
heita kaflarnir Mangrove, Lovers
Rock, Red, White and Blue, Edu-
cation og Alex Wheathle. Þetta
form minnir nokkuð á Dekalóg
Krzysztofs Kieslowski, sem var tíu
mynda sería byggð á boðorðunum
tíu. Reyndar leikur enginn vafi á
því að McQueen er innblásinn af
Kieslowski því að hann nefnir einn
kafla í seríunni „rauðan, hvítan og
bláan“ líkt og myndirnar í litaþrí-
leik Kieslowskis. Til stóð að frum-
sýna fyrstu tvo kaflana á Cannes,
sem varð að sjálfsögðu ekkert úr.
Small Axe fjallar um reynslu-
heim svartra og hörundsdökkra í
Bretlandi. Nú hefur fyrsti hlutinn,
Mangrove, verið frumsýndur á
streymisveitunni Amazon Prime
og útlit fyrir að næstu kaflar verði
sýndir þar líka. Myndin er byggð
á sönnum atburðum og fjallar um
„Mangrove-gönguna“, þar sem
hörundsdökkir Lundúnabúar mót-
mæltu lögregluofbeldi árið 1970.
Enn er á huldu um hvað næstu
hlutar fjalla en ljóst er að þetta er
eitt mest spennandi kvikmynda-
verk ársins og ástæða til að fylgj-
ast vel með.
Soul
Það telst alltaf til tíðinda þegar
Pixar sendir frá sér nýja teikni-
mynd og nú er væntanleg ný
mynd frá fyrirtækinu sem heitir
Soul.
Soul fjallar um tónlistarkenn-
arann Joe Gardner. Hann hefur
lengi dreymt um að starfa sem
djasspíanóleikari og fær loksins
tækifæri þegar hann nær að
ganga í augun á nokkrum koll-
egum sínum á djassklúbbi í bæn-
um. Það kemur hins vegar babb í
bátinn þegar Joe lendir í hræði-
legu slysi. Hann lifir af en er í
dauðadái, sem verður þess vald-
andi að sál hans yfirgefur líkam-
ann. Sálin heldur í mikla ævin-
týraferð um handanheima og
verður að reyna að komast aftur
til baka, áður en líkami Joes gefur
upp öndina.
Soul átti að vera fjölskyldu-
sumarsmellur og stóð til að frum-
sýna hana 19. júní. Nú hefur
frumsýningu verið frestað fram í
lok nóvember og verður hún þar
með jólamynd fjölskyldunnar í
staðinn.
Bíó í biðstöðu
»Reyndar leikurenginn vafi á því að
McQueen er innblás-
inn af Kieslowski því
að hann nefnir einn
kafla í seríunni „rauð-
an, hvítan og bláan“
líkt og myndirnar í
litaþríleik Kieslowskis.
Ástaróður The French Dispatch eftir leikstjórann Wes Anderson átti að frumsýna á kvikmyndahátíðinni á Cannes í
vor en hátíðinni var aflýst. Kvikmyndinni hefur verið lýst sem ástaróði til blaðamannastéttarinnar.