Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér finnst mikilvægt aðbörn læri um ævintýriog þjóðsögur á ævin-týralegan, spennandi
og skemmtilegan hátt. Þess vegna
læt ég krakkana í mínum bókum
flakka aftur í tímann og lenda í þó
nokkrum háska,“ segir Hildur
Loftsdóttir sem nýlega sendi frá sér
sína aðra barnabók, Hellirinn-blóð,
vopn og fussum fei. Þar segir frá
sömu systrum, Ástu og Kötu, sem
lesendur kynntust í fyrri bók Hildar,
Eyðieyjan-urr, öskur, fótur og fit,
sem kom út í fyrra.
„Mér finnst ótrúlega gaman að
gefa aftur út bók um systurnar Ástu
og Kötu. Þetta eru hressar stelpur
úr nútímanum sem fara óvænt inn í
forna heima og þannig geta lesendur
kynnst þessum framandi heimi í
gegnum þær systur. Heimurinn sem
þær fara í er hinn íslenski ævintýra-
heimur. Ég læt söguna gerast árið
1747 af því árið áður var sett
húsagatilskipan á Íslandi þar sem
fólki var bannað að fara með ævin-
týri, bannað að segja brandara og
ekki mátti fara í skemmtireiðtúra.
Allt var þetta talið vitleysa og tíma-
eyðsla, fólk átti ekki að gera neitt
nema lesa biblíuna og vinna. Ég er
að leika mér með þessa staðreynd úr
Íslandssögunni því krakkarnir í bók-
inni minni eru að reyna að breyta
þessu, koma því á að það megi aftur
vera glaður og segja sögur.“
Bækurnar eru ekkert síður
fyrir stráka, fyrir öll börn
Hildur segir að systurnar Ásta
og Kata séu miklir töffarar. Ásamt
einum strák, sem reynist konungs-
sonur, berjist þau öll gegn hæsta
yfirvaldi í bókinni.
„Það er alltaf eitthvert yfirvald
í lífi fólks, það getur verið óréttlát
mamma, leiðinlegur kennari,
eineltispúkar eða annað sem við
verðum að standa uppi í hárinu á.
Þetta er vissulega saga sem hvetur
börn til hugrekkis, að láta ekkert yf-
ir sig ganga sem misbýður þeim eða
er óréttlátt. Líka að standa með
sjálfum sér og gera ekki einvörð-
ungu eins og ætlast er til, kannski út
frá kyni eða stétt og stöðu. Femín-
ismi fyrir mér er að jafnt sé komið
fram við alla og enginn þurfi að vera
það sem hann er ekki. Að bæði
stelpur og strákar viti að þau hafi
val. Að enginn sé undirokaður af
feðraveldinu sem er búið að ákveða
hver hin stöðluðu kynjahlutverk séu
og vill halda fólki þar, því það hentar
því. Ástu er til dæmis sagt þar sem
hún er stödd í miðri átjándu öld, að
hún eigi að iðka hannyrðir og ná sér
í góðan mann. Öllum fannst eðlilegt
á þeim tíma að það væri eina hlut-
verk kvenna, en hún kærir sig auð-
vitað ekki um að ganga inn í það,
komandi úr nútíma þar sem staða
kvenna er sem betur fer orðin allt
önnur.
Þessi gömlu úreltu viðhorf voru
ekkert skárri fyrir stráka, þeir áttu
að vera harðir, drepa mann og ann-
an, en Hlini kóngssonur í minni sögu
er ekki þannig manneskja og hann
langar ekkert að ganga inn í þau
hlutverk. Ég fann til með honum,
því hann er viðkvæmur og smá við-
utan, ljóðræn sál sem vill helst segja
sögur og er svolítið draumlyndur.
Allir ætlast til að hann standi undir
einhverjum kröfum sem hann fellur
alls ekki að.
Ég hef sjálf oft fundið fyrir
kröfu á mig um að ég eigi að vera
öðruvísi en ég er. Mér finnst ég
stundum enn vera að berjast gegn
slíkum þrýstingi, en ég ætla að vera
eins og ég er. Þetta er því umfjöll-
unarefni sem stendur mér nærri og í
raun skiptir miklu máli í lífi allra,“
segir Hildur og bætir við að það sé
þörf á stelpuhetjum í barnabókum.
„Það hefur verið kallað eftir
þeim í áratugi, en bækurnar mínar
eru ekkert síður fyrir stráka, þetta
er bók fyrir börn. Mér fannst gaman
að sjá með fyrri bókina að strákum
fannst ekkert mál að lesa bók sem
fjallaði um tvær stelpur. Það var
hins vegar fullorðna fólkið sem
spurði hvort þetta væri „stelpubók“.
Þetta eru stelpur sem eru ger-
endur, sem treysta á eigin gáfur og
útsjónarsemi. Þær fara gegn því
sem ætlast er til af þeim ef þess þarf
til að fylgja sannfæringu sinni og
hjartalagi. Þær rísa upp gegn rang-
læti og hugsa ekki eingöngu um eig-
in hag, heldur líka annarra.“
Saknar þess að lesa upp
Þegar Hildur er spurð að því
hvort hún hafi ekki verið rög við að
hafa svo mikið blóð og ógeð í sögunni
sem raun ber vitni, segir hún svo
ekki vera.
„Þessi aldurshópur sem bókin
er skrifuð fyrir hefur gaman af við-
bjóði, gori og blóði. Börn vilja hryll-
ing en mátulega mikinn þó, ég passa
að fara ekki yfir brúnina. Þetta þarf
að vera mátulega viðbjóðslegt til að
vera spennandi, og ég vildi hafa
tröllskessuna alveg hrikalega, en
hún er með skítaklepra á rassinum
og gröft í vörunum,“ segir Hildur og
hlær og bætir við að hún sjálf sé ekki
stelpan sem velti sér upp úr íslensk-
um þjóðsögum þegar hún var lítil.
„Ég tók tvo þjóðfræðikúrsa
þegar ég var í bókmenntafræði í há-
skólanum og mér fannst rosalega
gaman að læra um íslensku ævintýr-
in og sagnamennsku. Þá áttaði ég
mig á að það var aðeins ein mann-
eskja sem hafði sagt mér ævintýri
án þess að lesa það beint upp úr bók,
og það var Þórólfur frændi minn,
bróðir pabba. Ævintýrið sem hann
sagði mér var um Hlina kóngsson og
hann er einmitt í nýju bókinni
minni,“ segir Hildur og bætir við að
fyrirmyndin að afanum í fyrri bók-
inni sé pabbi hennar.
„Í nýju bókinni er hann það
líka, enda er pabbi mikill bókakarl,
en Þórólfur frændi fær líka að vera
með. Hann er sá sem spáði í bolla
fyrir mér þegar ég var krakki, en af-
inn í bókinni spáir einmitt í bolla fyr-
ir Ástu. Þegar ég var stelpa þá lás-
um við pabbi mikið saman, eða ég las
aðallega fyrir hann. Fyrsta sagan
sem við lásum saman var um Barba-
pabba, ég man það mjög vel. Ég man
líka mjög vel eftir seinustu bókinni
sem við pabbi lásum saman, hún er
ein af mínum uppáhalds, Elsku Míó
minn, eftir Astrid Lindgren. Ég man
hvað ég var oft ógeðslega hrædd í
henni, en það er gott að vera hrædd-
ur ef maður er öruggur og hefur ein-
hvern hjá sér. Ég er alin upp í bóka-
herberginu hans pabba og í minni
fjölskyldu eru alltaf allir að lesa og
það er mikið talað um bækur.“
Hildur segir að það hafi verið
mikill skóli fyrir sig að skrifa fyrri
bókina. „Núna var þetta miklu auð-
veldara, ég held að nýja bókin sé
betri og þéttari. Ég sakna þess núna
í covid-tíð að fá ekki að fara í skólana
og lesa fyrir krakka. Það var mikil
stemning sem fylgdi því að lesa upp
fyrir krakkana eftir útkomu fyrri
bókarinnar og hitta mögulega les-
endur. Ég vil hitta mitt fólk, það er
stór hluti af þessu, að lesa og sjá
hvað kveikir á krökkunum og spjalla
við þau. Vissulega eru það smá von-
brigði að geta það ekki núna, en ég
geri það um leið og covid leyfir.“
Ég ólst upp í bókaherbergi pabba
„Ég hef sjálf oft fundið fyrir kröfu á mig um að ég eigi
að vera öðruvísi en ég er. Mér finnst ég stundum enn
vera að berjast gegn slíkum þrýstingi, en ég ætla að
vera eins og ég er. Þetta er því umfjöllunarefni sem
stendur mér nærri og í raun skiptir miklu máli í lífi
allra,“ segir Hildur Loftsdóttir í spjalli um barnabók-
ina sem hún sendi nýlega frá sér.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hildur „Þessi aldurshópur sem bókin er skrifuð fyrir hefur gaman af við-
bjóði, gori og blóði. Börn vilja hrylling, en mátulega mikinn þó.“
Lestrarstund Loftur Magnússon, faðir Hildar, sem hún las oft með í
bernsku, les hér fyrir afabörnin sín. Næst honum er Agla, systurdóttir Hild-
ar, en hinar tvær eru dætur Hildar, Eyja í miðju og Oona lengst til vinstri.
Öll vitum við sem notum snjalltæki og lifum hreinlega og
hrærumst í stafrænum heimi, hversu mikil hvíld er í því að
vera án þeirra, þá sjaldan það gerist og þá oftast óvart.
Nú ætla Barnaheill að hvetja fólk til að prófa símalausan
sunnudag á morgun 15. nóvember. Yfirskrift átaksins er:
„Upplifum ævintýrin saman“. Í tilkynningu frá Barna-
heillum kemur fram að markmiðið sé „að vekja foreldra
og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjall-
tækja á samveru og nánd innan fjölskyldna. Snjallsímar
og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem
hafa umbylt því hvernig við eigum í samskiptum, nálg-
umst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum til-
vikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðug en einnig
hefur verið bent á skuggahliðar hennar. Óhófleg notkun á
snjalltækjum getur m.a. haft áhrif á samskipti innan fjöl-
skyldunnar – samskiptin og nándin minnka því eitthvað
annað stelur athyglinni.“ Barnaheill hvetja landsmenn til
að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klst. (kl.
9-21). Með uppátækinu vilja Barnaheill minna okkur á þau
ævintýri sem geta falist í samverustundum foreldra og
barna þegar síminn er hvíldur um stund. Hægt er að skrá
sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barna-
heilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjöl-
breytta og fjölskylduvæna vinninga og fá auk þess nokkur
góð ráð send í dag, laugardag.
Áskorun til foreldra að sleppa símanum einn dag og eiga samverustund með börnum sínum
Símalaus sunnudagur
Morgunblaðið/Hari
Snjalltæki Mörg börn eyða miklum tíma í snjalltækjum.
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar