Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Veturinn minnti á sig á dögunum,
þegar allt í einu hvít jörð blasti
óvænt við Siglfirðingum einn morg-
uninn. Enn liggur föl yfir, hvað sem
verður. Víst er, að enginn óskar sér
þess sem var veturinn 2019-2020,
með tilheyrandi ófærð og lokunum í
austur og vestur. Það er engum bjóð-
andi.
Flugvöllurinn á Siglufirði var
lagður af fyrir mörgum árum, en
sumarið 2018 var rykið dustað af
honum, malbik lagt á skemmda kafla
og hann opnaður á ný. Fyrir tveimur
mánuðum var fréttavefnum Trölli.is
bent á að flugbrautin væri orðin
grasi- og mosavaxin á ný. Í kjölfarið
sendi miðillinn fyrirspurn til bæjar-
ráðs Fjallabyggðar og spurði hvað
það segði um ástand vallarins, hver
væru framtíðaráform varðandi hann
og hver hefði tekið ákvörðun á sínum
tíma um enduropnun hans með til-
heyrandi kostnaði. Á 673. fundi bæj-
arráðs Fjallabyggðar var málið tekið
fyrir og gerð eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð samþykkir að óska eftir
umsögn bæjarstjóra varðandi ástand
vallarins og fjölda lendinga á árinu
2020. Bæjarráð bendir á að ákvörðun
um viðhald eigna sveitarfélagsins er
tekin af bæjarstjórn við gerð fjár-
hagsáætlunar ár hvert. Bæjarstjórn
tekur jafnframt ákvarðanir um ein-
stök verkefni og fjárútlát.“
Skrifstofa Fjallabyggðar hefur
verið lokuð almenningi frá 2. nóv-
ember, til að draga eftir mætti úr
smithættu af völdum kórónuveir-
unnar og tryggja sem best að starf-
semi og þjónusta haldist órofin. Eins
er með íþróttahús og sundlaugar.
Bóka- og héraðsskjalasafnið við
Gránugötu er sömuleiðis lokað, því
verið er að skipta um gólfefni.
Skólahald Grunnskóla Fjalla-
byggðar hefur verið með breyttu
sniði frá 3. nóvember, eftir að hert
var á sóttvarnareglum. Yngsta stigi,
1.-4. bekk, hefur verið kennt í skóla-
húsinu við Norðurgötu, miðstigið,
5.-7. bekkur, hefur verið í skólahús-
inu í Ólafsfirði og unglingastig verið
til húsa á Rauðkutorgi á Siglufirði.
Hvítfálki, ljósasta afbrigði fálk-
ans, oft líka nefnt grænlandsfálki,
mikil konungsgersemi á öldum áður,
gerði sig heimakominn í Siglufirði 9.
nóvember og fór nærvera hans ekki
fram hjá öðrum fuglum, sem leist illa
á gripinn þótt tignarlegur væri. Ein
af dúfum bæjarins leitaði skjóls uppi
í stóru grenitré, af öllum stöðum,
sem þykir til marks um ótta hennar
við þennan óboðna gest, og hreyfði
sig ekki þaðan fyrr en undir myrkur.
Þann 10. nóvember voru 53 ár lið-
in frá því Strákagöng voru opnuð
fyrir bílaumferð, sem gjörbylti sam-
göngum til Siglufjarðar. Gerð þeirra
hófst árið 1959 og voru þá grafnir um
30 metrar, en kraftur var ekki settur
í framkvæmdir fyrr en sumarið 1965.
Síðasta haftið var sprengt 17. sept-
ember 1966 og göngin voru svo opn-
uð 10. nóvember 1967. Voru þau önn-
ur í röð jarðganga fyrir bílaumferð á
Íslandi. Göngin eru 793 metrar á
lengd. Upphaflega áttu þau að vera
tvíbreið en frá því var horfið og eru
þau einbreið með útskotum og þykja
orðin barn síns tíma fyrir löngu, með
stórhættulegum vegi sem tekur við
eftir að út er komið Fljótamegin,
bæði nærri gangamunnanum sem og
í Almenningum.
Menningarsjóður Ytrahússins
á Siglufirði hefur nýverið gefið og
sett upp þrjú vegleg skilti í bænum,
tvö framan við Síldarminjasafnið,
þau segja frá snjóflóðunum miklu
1919 og Ráeyrarskriðunni 1830, og
eitt við svokallaðan hallargarð við
Lindargötu. Tilefnið er í öllum til-
vikum það að vekja athygli á sögu-
legum húsum og stöðum í bænum.
Þetta áhugamannafélag hefur áður
staðið fyrir svipuðu, m.a. árið 2017,
þegar það gaf nokkur emaleruð nafn-
skilti á Sæbyshús, byggt 1886, Ty-
nesarhús, byggt 1905, Ytrahúsið/
Söluturninn, byggt 1905, Herhúsið,
byggt 1914, Norska sjómannaheim-
ilið, byggt 1915, Nýja bíó, byggt
1924, og Apótekið, byggt 1930.
Lögreglan á Norðurlandi eystra
gaf á miðvikudag, 12. nóvember, út
lista varðandi fjölda manns í sóttkví
og einangrun í umdæminu. Enginn
reyndist í einangrun eða sóttkví í
Fjallabyggð.
Á morgun, 15. nóvember, hverf-
ur sólin á bak við fjöllin í suðri og
geisla hennar mun ekki njóta aftur
yfir byggðinni fyrr en eftir 75 daga,
eða nánar tiltekið 28. janúar 2021. Þá
verður henni fagnað með pönnukök-
um og söng.
Sólin hverfur bak við fjöllin á morgun
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Snjór Siglfirðingar vöknuðu upp við hvíta jörð á dögunum. Myndin var tekin í fyrradag en þá var enn föl yfir.
Nú á dögunum tók gildi sú breyting
að Selfoss- og Eyrarbakkaprestaköll
í Suðurpófastdæmi voru sameinuð,
skv. því sem Kirkjuþing samþykkti á
dögunum. Alls sjö kirkjur og jafn
margar sóknir eru innan hins nýja
prestakalls, það er Hraungerðis-,
Laugardæla-, Selfoss-, Villingaholts-,
Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaul-
verjabæjarsókn. Sóknir þessar ná yf-
ir láglendið milli Ölfusár og Þjórsár
og alls eru sóknarbörnin 8.180 tals-
ins.
Prestar hins nýja prestakalls
verða áfram þeir sömu og þjónuðu
áður á svæðinu. Sr. Guðbjörg Arn-
ardóttir er sóknarprestur hins nýja
prestakalls og fer með ákveðið for-
ystuhlutverk því samkvæmt. Prestar
eru þeir sr. Gunnar Jóhannesson og
sr. Arnaldur Bárðarson.
Í tilkynningu segir að markmiðið
með þessari breytingu fyrst og
fremst að efla og auðga þjónustu
kirkjunnar á hverjum stað og greiða
fyrir samstarfi og samvinnu presta.
„Með tilkomu hins nýja prestakalls
fáum við prestarnir nú tækifæri til að
starfa nánar saman og skipuleggja
starf okkar og þjónustu á breiðari
grunni. Það teljum við afar jákvætt
og hlökkum við mikið til að vinna
saman að því, ásamt öðru samstarfs-
fólki okkar innan kirkjunnar, að efla
þjónustu kirkjunnar okkar og auka
breidd hennar og fjölbreytni,“ segir í
tilkynningu. Þar er og þeirri ósk lýst
að aðstæður í samfélaginu komist í
eðlilegt horf fljótlega svo aftur megi
bjóða upp á fjölbreytt helgihald og
safnaðarstarf. sbs@mbl.is
Prestaköll
sameinuð
8.180 sálir Flói,
Selfoss og strönd
Stokkseyrarkirkja Eitt sjö guðs-
húsa í hinu sameinaða prestakalli.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Gefðu dekurgjöf um jólin