Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 33

Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 33
UMRÆÐAN 33 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Komdu í BÍLÓ! PLUG INHYBRID Nýskráður 01/ 2020, ekinn 11 Þ.km, bensín og rafmagn (plug in hybrid, drægni 50 km), sjálfskiptur. Fjórhjóla- drifinn (4matic). Hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line, Night pack, stafræntmælaborð, leiðsögukerfi, bakkmyndavél, blindsvæðisvörn o.fl. Skipti á ódýrari skoðuð! Raðnúmer 251752 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – M.BENZ C 300e 4matic AMG 7.990.000 kr. TILBOÐSVERÐ ÁSKIRKJA | Tónlist, ritningarorð og morg- unhugvekja úr Áskirkju flutt á heimasíðu kirkj- unnar; askirkja.is, kl. 9.30 á sunnudögum og fimmtudögum. Almennar sunnudagsguðsþjón- ustur í Áskirkju falla niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19-veirufaraldursins. Prestur og djákni Ássafnaðar eru til viðtals eftir sam- komulagi í síma Áskirkju, 588-8870. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund í streymi á fésbókarsíðu kirkjunnar kl. 11 sunnudaginn 15. nóv. https://www.fellaogholakirkja.is/ GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 15. nóvember verður streymt frá helgistund kl. 11 á Facebooksíðu kirkjunnar. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Sara Grímsdóttir mun sjá um söng. Sunnudagaskólinn verður í streymi á Facebo- oksíðu kirkjunnar kl. 9.30. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadótt- ir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Helgistund í tilefni Al- þjóðlegs minningadags fórnarlamba umferð- arslysa er birt á Facebook síðum Grensás- og Bústaðakirkju og youtube rásinni Fossvogs- prestakall. Sr. María G. Ágústsdóttir og Daníel Ágúst Gautason djákni annast þjónustu ásamt Ástu Haraldsdóttur organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Sunnudagaskólinn er sendur út um helgar ásamt kyrrðarstundum á þriðjudög- um kl. 12 og núvitundarstundum á kristnum grunni á fimmtudögum kl. 18.15. Hugvekjur 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sigurlaug Arn- ardóttir syngur. Hrafnhildur B. Sigurðardóttir og Þórir S. Guðbergsson lesa ritningarlestra. Rúna Gísladóttir les bænir. Sveinn Bjarki Tóm- asson er tæknimaður. Bænastund í streymi á facebókarsíðu Seltjarn- arneskirkju miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12. presta og djákna er einnig að finna á netinu. HALLGRÍMSKIRKJA | Helgistund sunnudag kl. 11 á vef kirkjunnar, www.hallgrimskirkja.is. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund verður streymt á facebook síðu kirkjunnar kl. 11 þar sem dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson leiðir. Á sama tíma verður sunnudagskólanum streymt. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á facebókarsíðu Seltjarnarneskirkju kl. Morgunblaðið/Ómar Sumarnótt á Akureyri ORÐ DAGSINS: Freisting Jesú (Matt. 4) Hinn 9. nóvember 2020 birtist í Morg- unblaðinu grein eftir Ólaf Þ. Jónsson sem hann nefnir Stað- reyndirnar hans Er- lings. Hann fjallar enn um réttarhöld sem fram fóru í Moskvu fyrir meira en átta áratugum. Hann vitnar í menn sem viðstaddir voru réttarhöldin og létu blekkjast. Hann bendir réttilega á að Halldór Laxness var viðstaddur réttarhöld í Moskvu árið 1938. Halldór lýsir í bókinni Gerska ævintýrið því sem hann sá og heyrði. Hann var sannfærður árið 1938 um að réttarhöldin hefðu skilað réttlátri niðurstöðu. Halldór átti þó eftir að skipta um skoðun á Stalín og verkum hans. Í bókinni Skáldatími sem kom út árið 1963 segir Halldór á bls. 289: „Annars hlýtur það að vera mikil huggun fyrir kommúnistahatara alstaðar í heiminum um leið og málsbót fyrir Stalín að hann hafi aldrei í starfs- ferli sínum látið gera útaf við aðra menn en kommúnista á eigið frumkvæði, enda hefur hann sennilega látið koma fyrir katt- arnef fleiri kommúnistum, að minnsta kosti kommúnistafor- ingjum, en nokkur annar maður. Hann sá fyrir öllu því forystuliði sem nokkurs var nýtt innan kommúnistaflokks Ráðstjórn- arríkjanna, að því er Krústsjoff lýsti fyrir mönnum 1956, og lét strádrepa blómann af herfor- íngjum Rauða hersins ýmist að undangeinginni réttarseremóníu eða án dóms og laga. Frægt er þegar hann bauð kommúnistafor- ingjum Póllands til stórhátíðar í Moskvu skömmu eftir stríðið og lét handtaka þá alla orðalaust við komuna og skjóta þá fljótt.“ Ég veit að þessi orð Halldórs Laxness frá árinu 1963 eru rétt lýsing á verkum gagnbyltingarfor- ingjans Stalín. Halldór eins og margir aðrir vissi betur árið 1963 en árið 1938. Það sem Halldór rit- aði í Skáldatíma árið 1963 kemur líka heim og saman við aðrar rannsóknir. Það er rangt að trotskíistar hafi verið öflugir víða um heim eins og Ólafur fullyrðir. Þeir voru hvergi öflugir árið 1940 eða síðar. Trotskí hljóp ekki úr herbúðum mensévíka þremur mánuðum fyrir nóv- emberbyltinguna. Trotskí og Len- ín áttu samstarf á ráðstefnu í Zimmerwald í september 1915. Þessi ráðstefna var fundur sósíal- ista frá nokkrum löndum sem and- vígir voru stríðsrekstri stórveld- anna. Trotskí samdi ávarp ráðstefnunnar og Lenín greiddi at- kvæði með því að ávarp sem Trotskí samdi yrði ávarp þeirra sósíalista sem beittu sér gegn stríðs- rekstri stórveldanna. Þeir áttu svo farsælt samstarf eftir að Trotskí kom til Pét- ursborgar 17. maí 1917. Lenín kom til Pétursborgar 17. apríl 1917. Hann breytti afstöðu bolsévíka sem höfðu ekki beitt sér gegn bráða- birgðastjórninni í landinu en sú stjórn hélt áfram stríðsrekstr- inum. Trotskí fór sjóleiðina frá New York eftir að hann frétti af febrúarbyltingunni. Hann var sett- ur í varðhald af enskum yfirvöld- um og sat í varðhaldi í Kanada frá 3. til 29. apríl 1917. Þetta fréttist til Pétursborgar. Lenín og ýmsir aðrir töluðu um það í ræðum í Pétursborg að leysa ætti Trotskí úr haldi enska herveldisins. Trotskí var vel þekktur meðal al- mennings í Pétursborg. Hann hafði verið forseti ráðsins í Pét- ursborg árið 1905. Bæði stjórnvöld í London og stjórnvöld í Péturs- borg vissu að þar fór byltingarfor- ingi. Fylgi bolsévíka óx sumarið 1917. Stjórnvöld í Pétursborg beittu sér af öllum sínum mætti gegn bolsévíkum eftir 16. júlí 1917. Lenín fór huldu höfði en stjórn Kerenskis lét setja Trotskí í fangelsi 7. ágúst 1917. Trotskí sat í fangelsi í Pétursborg í 40 daga frá 7. ágúst 1917. Hann sat í fangelsi þegar 6. þing bolsévíka samþykkti inngöngu Trotskís í flokkinn í ágúst 1917. Má af þessu ljóst vera að Trotskí hljóp ekki neitt þó Ólafur segi svo. Hann sat í fangelsi og bolsévíkar tóku hann inn í flokkinn. Á þessu flokksþingi var Trotskí kosinn í miðstjórn flokksins. Stalín hafði vissulega mjög mikil völd og notaði þau óspart. Hann var leiðtogi gagnbyltingar innan Sovétríkjanna á árunum frá 1924. Eins og Halldór lýsti í Skáldatíma árið 1963 lét hann drepa marga en f.o.f. fremst voru það komm- únistar sem urðu fórnarlömb gagnbyltingar Stalíns. Gagnbyltingar- maðurinn Stalín Eftir Erling Hansson Erlingur Hansson » Stalín lét drepa alla þá sem höfðu for- ystu um byltingu í Rúss- landi í nóvember 1917 Höfundur þýddi bókina Byltingin svikin sem kom út á Íslandi nýlega. erlingurhansson@gmail.com Hér á landi hafa orð- ið miklar framfarir í snemmtækri íhlutun heilbrigðiskerfisins er varðar blóðtappa í heila og á starfslið Landspítalans mikið hrós skilið fyrir sitt starf. Þakka má það ungu og dugmiklu starfsliði sérhæfðra lækna og hjúkr- unarfræðinga, er hefur verið rómað á ársfundum hans – sem og erlend- is. En hvað tekur svo við, þegar sjúklingurinn er kominn af bráð- astigi? Hér vantar á það sem við á að taka! Slagdeild! Heilaheill er sjúklingafélag er vinnur að velferðar- og hagsmuna- málum þeirra er fengið hafa slag (heilablóðfall). Allir geta gerst fé- lagar er hafa áhuga á málefninu. Félagið er aðili að ÖBÍ og erlend- um samtökum, eins og t.d. SAFE (Stroke Alliance for Europe), sem eru samtök evrópskra sjúklinga- samtaka sem ekki eru rekin í hagn- aðarskyni og stuðla að betri heil- brigðisþjónustu hvers ríkis fyrir sig með því að vekja athygli almenn- ings á áfallinu og hvernig eigi að bregðast við því. Þá er félagið aðili að NAR, Nordisk Afasiråd, sem eru norræn samtök um endurhæf- ingu málstolssjúklinga eftir slag og gegnir nú formennsku í stjórn þess. Með aðildinni hefur félagið fylg- ist með framförum í heiminum og borið ís- lenskt heilbrigðiskerfi saman við það sem gerist á Evrópusvæð- inu. Nokkuð metn- aðarfullt og nýhafið átaksverkefni stendur nú yfir, SAPE (Stroke Action Plan for Europe 2018- 2030), sem er sam- starfsverkefni SAFE og ESO (European Stroke Organization), sem eru samtök fagaðila er veita bæði leikum og lærðum í Evrópu almenna læknisfræðslu um slagið. ESO og SAFE hófu þetta átak 2018 og hafa nú u.þ.b. 80 sérfræðingar frá 52 löndum tekið þátt og greint frá sínum vísindaárangri um slagið. Meginmarkmið SAPE fyrir 2030: 1. að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%; 2. að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóð- fall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit) sem fyrsta stigi umönnunar; 3. að hafa landsáætlun um heila- blóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálf- bærni til lífs eftir heilablóðfall; 4. að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþættar lýð- heilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr óheilbrigðum umhverfisþáttum (þ.m.t. loft- mengun o.s.frv.), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli. Markmiðið félagsins er að vekja athygli landsmanna á átaki SAPE að hér sé til staðar sérstök slag- deild fyrir þá sjúklinga sem fá heilablóðfall með sérhæfðu starfs- liði. Sé horft til jafnræðisreglunnar í stjórnsýslunni þá er óheimilt að mismuna aðilum við úrlausn mála – en meðferð og umönnun á heila- blóðfallssjúklingum er að mörgu leyti síðri hér á landi en það sem gerist á Evrópusvæðinu, en þarf ekki að vera það. Heilablóðfall er þriðja stærsta dánarorsökin í heim- inum í dag og er alls ófullnægjandi að umönnun slagsjúklinga sé sett inn og saman við umönnun annarra sjúklinga er þurfa sína meðferð. Hér á landi má ætla að umönnun krabbameinssjúklinga og hjarta- sjúklinga sé með ágætum er hafa þó sínar deildir – en hér vantar slagdeild! Hér vantar slagdeild! Eftir Þóri Steingrímsson »Heilablóðfall er þriðja stærsta dán- arorsökin í heiminum í dag og hér á landi eru nær tveir á dag sem eiga rétt á sérhæfðri meðferð á sérstakri slagdeild. Þórir Steingrímsson Höfundur er formaður Heilaheilla. heilaheill@heilahrill.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.