Morgunblaðið - 14.11.2020, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Sömu höfundar gáfu út Fuglaárið 2018, skemmtilega ogáhugaverða bók sem til-nefnd var til bókmennta-
verðlauna. Nú eru hestar í brenni-
punkti, frá a-ö ef svo má segja.
Tegundarsagan er hnyttilega rakin,
fjallað er um hesta í Íslendinga-
sögum, Eddu
Snorra og
þjóðsögum,
fjölbreyttar
sögur eru hér
um eðli, greind
og hegðun
hesta, raktir
eru málshættir
og orðtök sem
lúta að hestum
og hestamennsku, reiðbúnaði lýst
og klæðnaði, rakin eru ótal orð um
hesta við myndir sem börn teikn-
uðu, birt eru ljóð um dýrið og hér er
meira að segja uppskrift að folalda-
gúllasi! Hér er líka lýst gangteg-
undum íslenska hestsins og vikið að
margvíslegum litbrigðum hans. Allt
er þetta bráðskemmtilegt. Hjörleif-
ur skrifar ansi kankvísan stíl og
fjörlegan, setur hluti í skemmtilegt
og oft óvænt samhengi, orðin víða
valin af stakri snilld. Homo sapíens
var t.d. ekki „úrtökufljótur“ að
hlaupa (11), botninn á Tjörninni í
Reykjavík var „ræpumjúkur“ (115),
Rauðka var „hagaljómi“ (104).
Lokadagur fær líka sérstaka merk-
ingu í frásögninni af viðskiptum
Loka við jötun og Svaðilfara; Loka-
dagur með stórum staf er tvíræður.
Þetta er bók fyrir börn og full-
orðna. Þar sem mörg börn munu
skynja spennu og átök glotta full-
orðnir við tönn eða skella upp úr,
t.d. þar sem lýst er björgun hrossa
úr Reykjavíkurtjörn og þætti Fjöln-
is Þorgeirssonar í því máli. Hann
snaraði sér úr frakka, steig niður í
vökina og fékk hestum viðspyrnu
fyrir fætur á læri sér og björguðust
svo allir. Síðastur upp úr vatninu
var Fjölnir: „Hann hristi sig eins og
klárarnir svo klakahröngl og mó-
rautt jökulvatn bogaði af honum en
gekk því næst stillilega til unnustu
sinnar sem færði hann aftur í frakk-
ann. Einhverjir þóttust sjá að hann
haltraði lítillega í þann fótinn sem
litlu áður var þrepskjöldur og fót-
festa tíu mestu gæðinga landsins
sem þarna voru, skaflajárnaðir,
heimtir úr kaldri greip heljar – en
Fjölnir brá ekki svip og glotti kalt“
(115). Hér verða börnin andaktug
en við fullorðnir hugsum til Gunn-
laugs ormstungu sem jafnan gekk
óhaltur. Í einum kafla er lýst goð-
sagnakenndum hestum og tengslum
þeirra við guði, menn eða vættir.
Þar er m.a. þetta: „Jesús var hins
vegar ekki mikill hestamaður. Hann
reið á asna inn í Jerúsalem. Annars
var hann mest á rölti með postulun-
um og enn í dag er talað um post-
ulahestana þegar menn fara fót-
gangandi“ (26). Annars staðar er
lýst hrossagæslu Grettis þegar
Kengála vildi endilega halda sig úti:
„Hún var nokkurs konar gangandi
veðurviti á fjórum fótum og með fax.
Hún faxaði veðurskeytin – náðuð
þið þessum? Nei, kannski ekki, en
hún starfrækti sem sagt nokkurs
konar einkarekna veðurspádeild.
Verðurspáin var einföld: Ef Keng-
ála fór inn í hesthús var það appels-
ínugul viðvörun. Þá var von á ill-
viðri“ (53).
Það er ekki einfalt að teikna eða
mála hesta. Snillingar á því sviði
voru Jón Stefánsson, Sigurður Sig-
urðsson og Jóhannes Geir sem allir
ólust upp í Skagafirði og ekki leið sá
dagur að þeir sæju ekki hesta, í öll-
um veðrum, hlaupandi, í höm, liggj-
andi o.s.frv. Rán teiknar mjög fjöl-
breyttar myndir í þessa bók, lýsir
þar karakter hesta fremur en útliti
þeirra á raunsæislegan hátt. Það
tekst henni prýðilega. Yfir teikning-
unum er á köflum barnalegur blær
sem hentar efninu vel, t.d. eldgosið
bls. 57 og hestalitamyndirnar bls. 70
og áfram. Nokkrar myndasögur eru
með texta Hjörleifs, bráðfyndnar.
Þá eru á nokkrum stöðum viðameiri
málverk. Ættartala Loka (35) er
ljómandi vel gerð svo eitthvað sé
nefnt af afskaplega fjölbreyttu
myndefni. Umbrotið er órólegt og
síbreytilegt bókina í gegn og ein-
kennandi er að margir litir eru á
bókarpappírnum í grunninn.
Ég mæli eindregið með þessari
bók. Hún er bráðskemmtileg, fynd-
in og fjörlega skrifuð og myndlýst
með ágætum. Ég vænti þess að
bæði börn og fullorðnir skemmti sér
vel við lesturinn. Ekki bara hesta-
menn heldur við hin líka.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundarnir „Ég mæli eindregið með þessari bók. Hún er bráðskemmtileg, fyndin og fjörlega skrifuð og myndlýst
með ágætum,“ skrifar gagnrýnandinn um samstarfsverkefni Ránar Flygenring og Hjörleifs Hjartarsonar.
Hestasögur - mál og myndir
Hestar bbbbn
Eftir Hjörleif Hjartarson og
Rán Flygenring.
Angústúra, 2020. Kilja, 184 bls.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Hestar eru hagaljómi
Hryllingurinn hefur gjarn-an verið nærri í spennu-bókum Yrsu Sigurð-ardóttur og í Bráðinni,
nýjustu glæpasögu hennar, togast á
raunveruleiki og reimleikar um há-
vetur með þeim afleiðingum að jafn-
vel dýrum verður
ekki um sel. Hvað
þá persónum og
leikendum.
Ungt fólk er
gjarnan hvatvíst,
veigrar sér ekki
við hlutina og
með sjálfs-
traustið að leiðar-
ljósi lætur það
kylfu ráða kasti. Í Bráðinni á þetta á
við tvenn hjón um þrítugt, Dröfn og
Tjörva og Agnesi og Bjólf, sem
kynnast Hauki í matarboði. Hann
vinnur að doktorsverkefni og þau
ákveða, undir áhrifum áfengis, að
fara með honum í leiðangur að sækja
ákveðin gögn í Lónsöræfum. Ekkert
mál fyrir fólk sem getur allt og gerir
það sem það vill, fatnaður keyptur
samkvæmt nýjustu tísku – skítt með
notagildið – og haldið í óvissuferð í
óbyggðum. Enginn undirbúningur,
bara af stað. Stuð fyrir partíljón í
Reykjavík að fara út fyrir malbikið
og vera utan þjónustusvæðis í
nokkra daga.
Annar angi sögunnar tengist rat-
sjárstöðinni á Stokksnesi, skammt
frá Höfn í Hornafirði. Þar vinna Er-
lingur og Hjörvar, tveir einfarar og
ómannblendnir menn, og er sá síðar-
nefndi, sem er vonlaus í sam-
skiptum, nýkominn til starfa. Köttur
í stöðinni er besti félagsskapur hans
og segir það mikið um mann sem er
annars í stöðugum samskiptum við
menn vegna vinnunnar. Börnin tala
helst ekki við hann og sambandið við
bróðurinn er stopult enda hafa þeir
ekkert að segja.
Jóhanna, björgunarsveitarkona í
Björgunarfélagi Hornafjarðar og
eiginkona Geira lögreglumanns á
Höfn, lokar þríhyrningnum og er
límið í sögunni, er beint og óbeint sá
einstaklingur, sem tengir angana
saman. Það er samt ekki sjálfgefið
og mótlætið er ekki auðvelt viður-
eignar.
Á öllum stöðunum gerast eða hafa
gerst válegir atburðir, sem snerta
helstu persónur. Sumar þeirra
heyra þrusk, sem engin skýring er á,
þær sjá sýnir, finna fyrir snertingu.
Óþægindin stigmagnast, óttinn tek-
ur völdin og erfitt reynist að greina á
milli raunveruleika og ímyndunar.
Andrúmsloftinu má líkja við gos í
hver. Fyrst er allt rólegt á yfirborð-
inu, svo mallar það, kraumar, síðan
er allt á suðupunkti áður en allar
varnir springa svo ekkert verður við
ráðið.
Hryllingssögur Yrsu gerast
gjarnan í kulda og vosbúð fjarri
byggð og Bráðin veldur andvöku-
nóttum. Sagan er spennandi og upp-
bygging góð, aðstæður eru ógnvekj-
andi á stundum og valda hugarangri.
Þegar öllu er á botninn hvolft er oft-
ast skýring á öllu, en ekki er þar
með sagt að hún falli öllum í geð og
sé til eftirbreytni. Er nema von að
spurt sé í alvöru hvað fólk sé að gera
í óbyggðum þegar allra veðra er von.
Morgunblaðið/Ásdís
Yrsa „Andrúmsloftinu má líkja við gos í hver. Fyrst er allt rólegt á yfirborð-
inu, svo mallar það, kraumar, síðan er allt á suðupunkti áður en allar varnir
springa svo ekkert verður við ráðið,“ segir um nýjustu sögu hennar.
Reimleikar
og veruleiki
Glæpasaga
Bráðin bbbbm
Eftir Yrsu Sigurðardóttur.
Bókaútgáfan Veröld 2020.
Innb., 302 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Bókin um Sigríði á Tjörn áSvarfaðardal er dýrmætheimild um líf í sveitumlandsins í sveit á miklum
breytingartímum í þjóðlífinu. Sög-
ur úr sveitunum hafa vissulega
oftsinnis verið sagðar, þá oftast af
körlum eða með því móti að störf
þeirra eru í aðalhlutverki. Verka
og viðhorfa kvenna í þessu sam-
bandi hefur sjaldnar verið getið,
sem nú er bætt úr. Engum sem les
þessa bók dylst heldur að Sigríður
hefur átt gott og gæfuríkt líf;
varðað mörgu sem markað hefur
skil.
Skagafjarðarstúlkan Sigríður fór
á sínum yngri árum víða um og afl-
aði sér góðrar menntunar,
á mælikvarða síns tíma.
Flutti svo norður í Eyja-
fjörð, hvar þau Hjörtur
Eldjárn eiginmaður hennar
tóku við á óðali hans í daln-
um góða. Búskapur, fé-
lagsmál, blaðaútgáfa, kór-
söngur, leiklist hafa á
langri leið verið meðal við-
fangsefna Sigríðar, allt með
því megininntaki að sinna nær-
umhverfi og rækta garðinn í sinni.
En fyrst og fremst í lífi Sigríðar er
fjölskyldan; barnalán í meira lagi og
mikið ríkidæmi felst í því að eignast
sjö börn og heil ósköp af öðrum af-
komendum.
Fólk úr stórfjölskyldunni frá
Tjörn setti bókina um ættmóðurina
saman. Ritið er ofið úr mörgum
þráðum; svo sem viðtölum, blaða-
greinum, minnispunktum og fleiru
slíku. Einnig ýmsu nýju efni og
sendibréfum frá og til fjölskyldu og
barna. Vel skrifuð bréf, en
sum af þeim og sitthvað
fleira í bókinni hefði alveg
mátt stytta og slípa efni til,
án þess að gildi hefði glat-
að. Fleira í bókinni hefði
sömuleiðis mátt setja
skarpar fram með for-
málum eða kynningu á
efni. Myndirnar í bókinni
eru fínar, og sýna daglegt
líf og fólk sem unir glatt við sitt.
Heilt í gegn er bókin Sigríður á
Tjörn – Minningar og myndbrot frá
langri ævi alveg ljómandi góð; saga
konu sem markað hefur spor og
munað hefur um í samfélagi sínu.
Við þurfum fleiri eins og Sigríði;
fólk sem lætur til sín taka með vel-
viljann að leiðarljósi og getur sagt
sína sögu svo til eftirbreytni verði.
Ættmóðir í sveit
Ævisaga
Sigríður á Tjörn bbbmn
Eftir Sigríði Hafstað.
Sæmundur, 2020. Innb., 256 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is