Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 56
inum eldri eftir að ég byrjaði að taka það.“ Helgi er með reyndari rjúpna- veiðimönnum landsins, hefur farið á hverju hausti frá 12 ára aldri, síðast um helgina. „Það er spennandi að finna hana og vita hvort maður nær henni en útivistin er aðalatriðið,“ segir hann og sýtir ekki að hafa ekk- ert veitt á þessu tímabili. „Júlíus, sonur minn, fékk fjórar en ég fer að- allega til þess að fara, komast í heið- ina.“ Helgi var formaður Félags eldri borgara á Raufarhöfn frá stofnun 2014 en sagði starfinu lausu fyrir skömmu. „Við erum 27 í félaginu og um 12 til 18 manns mæta alltaf í fé- lagsstarfið einu sinni í viku nema í samkomubanninu,“ segir hann og leggur áherslu á að enginn á Raufar- höfn hafi smitast af veirunni. „Hér líður öllum vel.“ Fyrir um fimm árum afhjúpaði Helgi listaverk sitt, Drekann, á hafnargarðinum og er nú að betr- umbæta verkið. „Mér fannst eld- urinn of lítill, er búinn að finna út betri eld og set Drekann aftur út í vor.“ Rafvirkjameistarinn var fréttarit- ari Morgunblaðsins í um þrjá ára- tugi. Hann nýtur þess að hafa eitt- hvað fyrir stafni og föndrar meðal annars við að saga út Ísland og setja lýsingu á bak við, en framleiðsluna hefur hann gefið ættingjum og vin- um. „Þegar ég er beðinn um að sinna einhverju verki er ég farinn að spyrja hvað ég þurfi að borga fyrir vinnuna. Hún heldur manni gang- andi og fólk tekur vel í viðbrögðin.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eitt sinn rafvirki, alltaf til þjónustu reiðubúinn, hljómar fyrir eyrum þegar rætt er við Helga Ólafsson á Raufarhöfn. „Ég er eini rafvirkinn á staðnum og stekk til þegar kallið kemur,“ segir meistarinn, sem verð- ur 92 ára á næsta ári og hefur unnið við iðnina síðan hann útskrifaðist frá Iðnskóla Siglufjarðar 1950, í 70 ár. Tæplega 200 manns búa á Raufar- höfn. Helgi segir að mestu breyting- arnar hafi orðið á staðnum þegar síldarverksmiðjunni var lokað. „Ég byrjaði að vinna hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins sem saltlempari á þrónum 1944 og vann á lóðum verk- smiðjunnar til 2005. Svo er verið að verðlauna menn fyrir að hafa verið á sama vinnustað í 25 ár!“ Hann bætir við að hann hafi ekki farið á launa- skrá hjá fyrirtækinu fyrr en verk- smiðjan hafi verið rifin 2002. „Ég vann sjálfstætt sem verktaki og þeg- ar átti að fara að loka verksmiðjunni sagði verksmiðjustjórinn: „Þú þarft ekki að mæta á morgun.“ Aðrir voru verðlaunaðir með starfslokasamn- ingum upp á jafnvel tugi milljóna.“ Öllum líður vel á Raufarhöfn Helgi fæddist á Raufarhöfn og hefur alla tíð búið þar fyrir utan tím- ann sem hann var í námi á Siglufirði. „Þar náði ég í bestu konu í heimi, Stellu Borgþóru Þorláksdóttur, að öllum öðrum konum ólöstuðum,“ segir hann. „Eftir að ég útskrifaðist sem rafvirkjameistari fékk ég símtal frá SÍS í Reykjavík, Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, og mér boðið starf á rafmagnsverkstæðinu. Ég þurfti ekki nema tvær mínútur til að svara því, andaði djúpt og af- þakkaði boðið.“ Eftir andartaks- þögn heldur hann áfram: „Enda væri ég ekki að tala við þig ef ég hefði flutt til Reykjavíkur, því þá væri ég dauður fyrir löngu. Allir Raufarhafnarbúar, sem hafa flutt héðan til Reykjavíkur, hafa dáið. En satt best að segja hefur fæðubótar- efnið Benecta bjargað mér und- anfarin ár og ég hef ekki orðið deg- Eini rafvirkinn á Raufarhöfn er 91 árs  Helgi Ólafsson býðst til að borga fyrir að fá að vinna Rafvirkjameistarinn Helgi Ólafsson á kunnuglegum stað í vikunni. LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Mér líst bara vel á að vera að fara að spila þessa leiki. Við erum í góðum séns. Við þurfum náttúrlega að vinna okkar leiki,“ segir Sandra Sigurðardóttir, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag en í gær var kynnt hvaða leikmenn eru í landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ung- verjalandi síðar í mánuðinum í undankeppni EM. Tvær breytingar voru gerðar. Dagný Brynjarsdóttir og Rakel Hönnudóttir koma inn en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir verða ekki með. »48 Tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina tvo í undankeppni EM ÍÞRÓTTIR MENNING Valgeir Guð- jónsson hefur samið lag við kvæði Hannesar Hafsteins um Jónas Hall- grímsson, „Hraun í Öxnadal“, og hljóðritað það með sveit sinni, Tóneyki Valgeirs. Lagið samdi Val- geir í tilefni sjö ára afmælis menningarhúss- ins Hannesarholts, þegar leitað var til hans um að semja lag við ljóð eftir Hannes og valdi hann þetta ljóð þar sem Hannes hyllir Jónas. Upptakan á laginu var síð- an gerð nú í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem er á mánudaginn kemur. Valgeir syngur lagið með Vigdísi Völu dóttur sinni. Valgeir samdi og hljóðritaði lag við kvæði Hannesar Hafsteins um Jónas

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.