Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 du í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 m„Ko Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flugvirkjar Icelandair vinna nú hörðum höndum að því í flugskýli og viðhaldsstöð félagsins á Keflavíkur- flugvelli að rífa niður Surtsey, eina af Boeing 757-vélum Icelandair sem teknar hafa verið úr notkun. Hreyfl- ar, lendingarbúnaður, skjáir og ýmis annar búnaður nýtist áfram sem varahlutir en skrokkur vélarinnar fer að stærstum hluta í endur- vinnslu. Icelandair hefur sent tvær 757- vélar úr landi til niðurrifs en tvær verða teknar niður í flugskýli félags- ins. Byrjað var á því í síðustu viku að rífa innan úr Surtsey og mun nið- urrifið taka um það bil mánuð. Hin Boeing-vélin fer í sama ferli í byrjun nýs árs. Verkefni af slíkri stærð- argráðu hefur ekki áður verið unnið hér á landi. Flókið og viðamikið verkefni Hörður Már Harðarson er yfir- flugvirki og tæknistjóri viðhalds- stöðvar Icelandair. Hann tók á móti ljósmyndara Morgunblaðsins í skýl- inu en fleiri gesti mátti ekki taka inn vegna sóttvarna. Unnið er eftir stíf- um reglum og skýlinu skipt upp í hólf þar sem ekki mega vera fleiri en 10 í hverju hólfi. Í samtali við Morgunblaðið segir Hörður það flókið og viðamikið verk- efni að rífa niður flugvél. Það þurfi að fara fram eftir kúnstarinnar reglum, þar sem ströngustu um- hverfiskrafna er gætt, og til að geta afskráð vélina hér á landi þurfti Samgöngustofa að yfirfara og sam- þykkja verkáætlun Harðar og fé- laga. Þar er verkinu lýst lið fyrir lið, allt þar til sjálf afskráningin fer fram og skrokkurinn rifinn í brota- járn, eða öllu heldur í álkurl. „Þegar ákveðið var að rífa vélina vildum við reyna að nýta sem mestan búnað úr henni. Aldur flugvéla er afstæður, allt byggist þetta á miklu viðhaldi þar sem við höfum reglulega verið að skipta um marga varahluti, suma nýverið, og við viljum nota þá áfram til rekstrarins. En það var komið að stórri skoðun á vélinni og það var talið hagkvæmara að taka hana úr rekstri. Með því að gera þetta hér heima náum við einnig að skapa meiri vinnu,“ segir Hörður, en alls vinna átta flugvirkjar við verkefnið. Að hans sögn er til skoðunar að hluti skrokksins fari á Flugsafn Ís- lands á Akureyri. Afgangurinn fer til endurvinnslustöðva og að sögn Harðar er verið að leita tilboða hjá fyrirtækjum á Íslandi sem munu fá endurvinnsluhráefnið til sín. „Við viljum gera þetta með eins umhverf- isvænum hætti og hægt er.“ Búið er að tæma vélina að mestu að innan, úr stjórnklefa og farþega- rými. Hreyflarnir verða teknir til hliðar, hjóla- og lendingarbúnaður og tæma þarf alla vökva úr leiðslum sem og allt eldsneyti. Einnig er allt plast fjarlægt til að viðhalda hrein- leika álsins þegar til endurvinnslu kemur. Flugsætunum verður hent. „Við vinnum þetta með umhverfis- vænum og ábyrgum hætti. Skráum hvern einasta hlut og flokkum, og leggjum til hliðar þá varahluti sem við notum áfram eða mögulega selj- um. Sumir hlutir fara í sérstaka meðferð og vottun hjá erlendum við- haldsstöðvum en allir íhlutir flugvéla eru rekjanlegir,“ segir Hörður Már að endingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Boeing 757 Þotan Surtsey er tekin niður þessa dagana í flugskýli og viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Hreyflar og lendingarbúnaður fara í varahluti en skrokkurinn í brotajárn. Síðustu dagar Surtseyjar  Gömul Boeing 757-vél Icelandair rifin niður í flugskýli félagsins  Fyrsta verk af þessu tagi hér  Hluti skrokksins mögulega á Flugsafn Íslands á Akureyri  Önnur vél rifin niður eftir áramót Tómlegt Sætin í farþegarými vélarinnar hafa verið tekin niður og heldur tómlegt um að litast. Sætunum verður hent en skjáirnir fá framhaldslíf. Klefinn Stjórntæki í mælaborði vélarinnar eru nýtt að mestu leyti í vara- hluti áfram. Um mikið nákvæmnisverk er að ræða og allt skráð niður. Varahlutir Þeir varahlutir sem nýt- ast áfram eru vandlega flokkaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.