Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 16
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eflaust hefur minkurinn, sem á dög- unum sást stökkva frá borði drag- nótabátsins Aðalbjargar RE 5 í Reykjavíkurhöfn, verið í ætisleit. Hvort honum varð ágengt liggur ekki fyrir, en Aðalbjörgin lá við tré- bryggjuna fyrir neðan Slysavarna- félagshúsið vestur á Granda og skeytti minkurinn lítt um umferðina við höfnina. Áður en hann stökk í land spókaði hann sig á lunningunni í leit að góðum lendingarstað. Stefán Einarsson útgerðarmaður segir að hann hafi áður fengið mink um borð í Aðalbjörgina og dýrið sé ekki lengi að finna ef einhvers staðar liggi kolablað á dekkinu. Alltaf annað slagið fréttist af mink á þessum slóðum og virðist vera nóg æti fyrir minkinn, bæði fugl og fisk- ur í og við höfnina. Í grjótvörninni við sjóinn, meðfram Skúlagötu, Grandagarði, Örfirisey og Fiskislóð, er auðvelt fyrir minkinn að fela sig og segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, að erfitt sé að eiga við minkinn þar. Þegar hann fari á stjá fréttist hins vegar oft af honum og ekki séu nema 2-3 vikur síðan hann náði mink á Grandagarði. Guðmundur segir að minkurinn fylgi ám, vötnum og sjó í borgarl- andinu eins og annars staðar. Hann segir að talsvert hafi verið af honum innan borgarmarkanna síðustu ár og tvö síðustu ár hafi á annað hundrað minkar veiðst á svæðinu. Aðspurður segir hann að í fyrra hafi einn mink- ur verið veiddur við Tjörnina, en þá hafði minkur ekki náðst þar í mörg ár. Laumufarþegi í þrjár vikur Guðmundur hefur nokkrum sinn- um frétt af minkum um borð í bátum og rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi minkur farið sem laumufarþegi í túr með skuttogara. Áhöfnin varð vör við dýrið, en það var ekki fyrr en í land var komið eftir þriggja vikna túr að Guðmundur var kallaður til og náði minknum. Sækja í æti við sjóinn  Minkar sjást oft á Grandagarði Ljósmynd/Pétur Ólafsson Tilþrif Eftir heimsókn um borð undirbjó minkurinn stökkið í land vandlega. Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR TRYLLTIR TAKE AWAY TILBOÐSPAKKAR TILBOÐSPAKKI – FYRIR TVO Önd & Vaffla –Hægeldað andalæri, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, graslauks-mayo, ediksnjór Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Lax – Kolagrillaður lax, beykisveppir, reykt soð Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa 7.900 kr. 3.950 kr. á mann Bættu við ljúffengum eftirrétti á 890 kr. AFMÆLISPAKKI Panta þarf afmælispakka fyrir kl. 16 samdægurs og hann er eingöngu í boði fyrir tvo eða fleiri Bleikja á vöfflu – Grafin bleikja með reyktum rjómaosti Önd á vöfflu – Andaconfit rillet, karamelluseruð epli, maltsósa Tígrisrækjusalat – Tígrisrækjur, epli, romain salat, parmesan- kex, dillfroða, piparrótarkrem Íslenskt landslag – Lambatartar, sýrður rauðlaukur, reyktur rjómaostur, dillolía, ediksnjór Kolagrilluð nautalund – Sellerírótar-purée, reyktir sveppir, karamelluseraður laukur, bernaisesósa Súkkulaði afmæliskaka í eftirrétt ( 6-8 manna) Kakan er með súkkulaðimús og hindberj og hjúpuð súkkulaðiganache 5.500 kr. á mann Tekið er við pöntunum í síma 551 0011 og með góðum fyrirvara á apotek@apotekrestaurant.is um Þingvallanefnd fékk fyrr á þessu ári tveggja milljóna króna styrk úr húsa- friðunasjóði sem verður notaður til að teikna upp gamla húsið á Kárastöð- um og tryggja að ekki verði foktjón af því, að því er fram kemur í fundar- gerð nefndarinnar. Sótt hefur verið um styrk í húsafriðunarsjóð fyrir árið 2021 til að hægt sé að vinna að frekari úttekt á húsinu, ástandi og mögulegu notagildi þess. Húsið var byggt 1925 og friðlýst af forsætisráðherra 2014. Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum segir að húsið sé innan þjóðgarðsins og eftir að ríkis- sjóður eignaðist húsið fyrir nokkrum árum hafi það komið í hlut þjóðgarðs- ins að fylgjast með því. Hann segir að húsið sé illa farið og ekki hafi verið búið í því í fjölda ára. Taka þurfi af- stöðu til þess á faglegum grunni fyrr en síðar hvað gera eigi við húsið og hafi ýmsar hugmyndir komið fram um nýtingu þess. Þingvallanefnd hafi enga afstöðu tekið til hússins á Kára- stöðum, að sögn Einars. Á heimasíðu Minjastofnunar kem- ur fram að gamla íbúðarhúsið á Kára- stöðum hafi varðveislugildi sem mjög gott dæmi um steinsteypt sveitahús í burstastíl eftir Jóhann Fr. Kristjáns- son húsameistara. Það standi á áber- andi stað og blasi við helstu aðkomu- leið að þjóðgarðinum á Þingvöllum. Sveitaheimili og gistihús „Í grein sem birtist í Samvinnunni 1925 er fjallað um uppdrátt af Kára- staðahúsinu og það nefnt sem fyrir- mynd framtíðarbygginga á Þingvöll- um í þjóðlegum anda, Þingvalla- bæjarins og Hótels Valhallar. Húsið var teiknað og byggt sem sveitaheim- ili og gistihús og þjónaði lengi sem slíkt auk þess að vera samkomu- staður sveitarinnar. Kárastaðahúsið er eitt örfárra gistihúsa þessarar gerðar sem varðveist hafa,“ segir á heimasíðu Minjastofnunar. aij@mbl.is Taka þarf faglega afstöðu til hússins á Kárastöðum Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Kárastaðir Gamla húsið var byggt 1925 og er illa farið, myndin er frá 2013.  Byggt 1925 og friðlýst 2014  Úttekt gerð á húsinu Umhverfisstofnun hefur veitt Ísa- fjarðarbæ leyfi til að setja upp jóla- markað við fossinn Dynjanda í Arn- arfirði fyrir jólin á næsta ári. Bærinn og samstarfsaðilar höfðu upphaflega hug á að halda slíkan markað nú fyrir jólin en vegna fjöldatakmarkana og óvissu með framhaldið var ákveðið að fresta því til næstu jóla. Dynjandi er skammt sunnan við ný Dýrafjarðargöng og tilheyrir Ísa- fjarðarbæ. Þar eru bílastæði og þjónustuhús. Dynjandi og hans nán- asta umhverfi er náttúruvætti. Tinna Ólafsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir að sú hugmynd hafi komið upp hjá Vest- fjarðastofu, upplýsingastofu ferða- mála, og Vesturferðum að bjóða Vestfirðingum af suðursvæði og norðursvæði að hittast þarna á jóla- markaði. Þar gæti fólk komið með afurðir beint frá býli, handverk og aðrar vörur til að selja. Leyfi veitt Tekur hún fram að málið sé enn á hugmyndastigi og óskað verði eftir samstarfi við fleiri sveitarfélög og aðra aðila, bæði af norðursvæði og suðursvæði. Vonandi verði hægt að halda þetta á aðventunni á næsta ári. Umhverfisstofnun hefur umsjón með friðlýstum svæðum og veitti leyfi fyrir jólamarkaðnum með skil- yrðum um að ekki yrði neinu raskað og gengið vel um. helgi@mbl.is Sala við Dynjanda að ári  Stefnt að jólamarkaði við Dýrafjarðargöngin á næsta ári Morgunblaðið/RAX Foss Dynjandi og umhverfi hans er friðlýst sem náttúruvætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.