Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 ✝ María Stein-unn Gísladótt- ir fæddist í Skál- eyjum á Breiðafirði 10. nóv. 1932. Hún lést á heimili sínu 16. nóv. 2020. For- eldrar hennar voru Sigurborg Ólafsdóttir, f. 26. júlí 1904, d. 7. mars 1984, og Gísli E. Jóhannesson, f. 1. sept. 1901, d. 27. jan. 1984. Systkini Maríu voru: Ólína Jó- hanna, Eysteinn Gísli, Ásta Sigríður, Jóhannes Geir, Ólaf- ur Aðalsteinn og Kristín Jak- obína. Fósturbróðir þeirra er Hilmar Jónsson. María giftist hinn 23. júní 1957 Leifi Kr. Jóhannessyni, f. 12. nóv. 1932 á Saurum í Helgafellssveit, foreldrar hans voru Guðrún Hallsdóttir, f. 2. mars 1903, d. 4. sept. 1993, og Jóhannes Guðjónsson, f. 30. jan. 1898, d. 31. jan. 1950. Börn Maríu og Leifs eru: 1) Jóhanna Rún, f. 27. jan. 1958, maki Kristján Á. Bjartmars, f. 1954. Börn þeirra eru a) María Kristín, f. 1984, maki Pétur Halldórsson, og b) Guð- mundur f. 1987, maki Bri Win- ter, synir: Ágúst Thor og Ragnar Björn. 2) Sigurborg, f. við hefðbundin eyjastörf, hún naut fræðslu í farskóla í Breiðafirði en fór tvítug til náms við Húsmæðraskólann á Varmalandi. Þau Leifur hófu búskap á Egilsstöðum árið 1956 en fluttust árið 1959 í Stykkishólm, þegar Leifur tók við starfi ráðunautar í þegar Leifur tók við starfi ráðunauts á Snæfellsnesi. Eftir að börnin fæddust helgaði hún að mestu þeim og heimilinu krafta sína. Árin í Hólminum urðu alls 25 en árið 1984 fluttu þau sig í Mosfellsbæ, þar sem þau hafa búið síðan. Þar starfaði María hjá Álafossi og til nokkurra ára í þjónustuíbúðum aldraðra á Hlaðhömrum. María hafði ánægju af ýmiss konar félagsstörfum, hún sat í stjórn Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi og í stjórn Kvenfélagasambands Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu. Hún var formaður kvennadeildar Barðstrendingafélagsins í níu ár eftir að hún fluttist úr Hólminum. María tók virkan þátt í söngstarfi síðustu ár með félögum sínum í Vorboð- um, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, þar sem hún var einn- ig formaður í níu ár. Útför Maríu fer fram frá Seljakirkju í dag, 3. desember 2020, klukkan 13, að við- stöddum nánustu ættingjum. Streymt verður frá athöfninni á vef Seljakirkju, https://www.seljakirkja.is Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat 23. janúar 1961, maki Hörður Karlsson, f. 1959. Börn þeirra: a) Lára María, f. 1984, maki Hauk- ur Elvar Haf- steinsson, börn: Einar Kári og Hildur Edda, b) Anna, f. 1987, maki Andrés Gunnarsson, dótt- ir: Katla María, og c) Leifur, f. 1994, maki Aldís Ásgeirs- dóttir, sonur: Ísak Ernir. 3) Heiðrún, f. 3. febrúar 1962, maki Lárentsínus Ágústsson, f. 1958. Börn Heiðrúnar: a) Lýður, f. 1980, dætur hans eru Heiðrún Rós, Guðrún María og Heiðdís Diljá, b) Halla, f. 1987, dætur: Nadía Sif og Ísabella. 4) Eysteinn, f. 7. nóv. 1969, maki Guðleif Birna Leifs- dóttir, f. 1974. Börn þeirra: a) Leifur Ingi, f. 1999, maki Ólöf Pálína Sigurðardóttir, b) Dag- ur, f. 2003, og c) Kristín María, f. 2007. 5) Jófríður, f. 8. nóv. 1974, maki Ingimundur Jónsson, f. 1979. Dætur Jófríð- ar: a) Aldís Eyja, f. 1994, maki Einar Páll Pálsson, dóttir Al- dísar: Edda Kristný, b) Fann- ey Rún, f. 1998, maki Ingi Steinn Ingvarsson. María ólst upp í Skáleyjum Það er kannski mótsögn í því að segja að okkur þyki fráfall móður okkar heldur óvænt og ótímabært, hún hafði náð háum aldri og sannarlega er eina viss- an í lífinu að það tekur á ein- hverjum tímapunkti enda. En kannski finnst okkur öllum að mömmur séu eilífar og þegar gæfan gefur góða heilsu og lífs- gleði fram á síðasta dag, þá er þetta á einhvern hátt ótíma- bært. Hugurinn hefur óneitan- lega reikað vítt og breitt síðustu vikur og falleg orð og kveðjur sem okkur hafa borist bera mömmu fallegt vitni, minning- arnar eru margar og þær eru góðar. Hún var af þeirri kyn- slóð íslenskra kvenna sem helg- aði sig að mestu heimilinu, allt- af tilbúin að taka á móti gestum sem bar að garði og gefa fólki af tíma sínum. Hún unni land- inu sínu og móðurmálinu og lagði mikið upp úr því að við töluðum rétta og fallega ís- lensku, okkur þótti því viðeig- andi að hún skyldi kveðja okkur á Degi íslenskrar tungu. Heim- taugin vestur í Breiðafjörð var sterk og þangað leitaði hugur- inn gjarnan, ekki síst á vorin þegar æðarfuglinn var að setj- ast upp og hefja varp, þá lang- aði hana „heim í Skáleyjar“. Hún naut þess að syngja og fram á síðasta dag söng hún með okkur vísurnar að vestan. Okkur finnst við líka hafa átt svo skemmtilega mömmu, hún tók hlutunum mátulega alvar- lega og bjó yfir einstökum létt- leika og húmor, ekki síst fyrir sjálfri sér. Foreldrar okkar voru ein- staklega samhent í einu og öllu og þau hafa alla tíð leyft afkom- endum sínum að njóta með sér lífsins gæða. Við eigum ómet- anlegar minningar af samveru- stundum af ýmsum tilefnum, þau hafa gjarnan boðað okkur saman á tímamótum í lífi sínu og þannig styrkt tengslin í hópnum sínum. Áhugi mömmu fyrir afkomendum sínum og hvað þeir voru að fást við var einlægur og við vitum að hún var stolt og glöð með fólkið sitt. Við systkinin eigum foreldr- um okkar margt að þakka, ekki síst samheldnina á milli okkar, sem er ómetanleg þegar á reyn- ir eins og síðustu vikur í veik- indum mömmu. Samvera þeirra spannar næstum 66 ár og að- dragandinn að þessum aðskiln- aði var æðrulaus og kærleiks- ríkur. Pabba og okkar allra bíður að feta veginn án mömmu. Hún verður ekki kvödd hinstu kveðju hér, hún lifir áfram með okkur í öllu því góða sem hún lagði okkur og fólkinu okkar til. Hún lifir í hnyttnum tilsvörum, handverki, hugsunarsemi og fallegum orð- um, sögðum og skrifuðum. Við munum sameina hópinn hennar þegar tilefni er til og áfram vitna í allskonar skemmtilegt sem mamma og amma sagði eða gerði. Guð blessi minningu mömmu. Jóhanna Rún, Sigurborg, Heiðrún, Eysteinn og Jófríður. María Steinunn hefur leyst landfestar og siglt á annað til- verustig eftir skammvinn veik- indi, þessi glaðværa hlýja kona. Fyrir 27 árum bættist ég við fjölskyldu þeirra hjóna Maríu og Leifs þegar við Eysteinn rugluðum saman reytum. María var ættmóðir mikil, stolt af börnunum sínum og afkomend- um öllum og lagði mikið upp úr samveru með stórfjölskyldunni. Hún fylgdist vel með hópnum sínum, bæði börnum og barna- börnum, en síðustu ár naut hún ekki síst ört stækkandi hóps barnabarnabarna. Í minning- unni lifa ógleymanlegar ferðir með þeim hjónum bæði innan- lands og erlendis, oftar en ekki tengdar veiði og hestamótum. Þar stóð María yfirleitt í mat- arstússi og passaði upp á að enginn væri svangur. Margir nutu gestrisni hennar heima og að heiman. Börnin okkar Eysteins hafa notið góðs af því að alast upp í næstu götu við þau í gegnum árin og það ber að þakka. Þau hafa notið ómældrar hlýju, gestrisni og kærleika hjá ömmu og afa. Það er erfitt að minnast Mar- íu nema að tala um Leif, hennar ektamann. Þau hjónin voru alla tíð einstaklega samrýnd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ávallt var skýr verkaskipting þeirra á milli en samstillt gengu þau saman í gegnum lífið, alltaf í takt. Ást og kærleikur sameinaði þau þar til yfir lauk. Missir elsku Leifs er mikill. Breiðfirskar rætur Maríu voru sterkar og taugin til Skál- eyja römm. María hélt í ýmsar matarhefðir úr eyjunum sem skagfirska tengdadóttirin kunni því miður ekki að meta. Söngur, sögur og ljóð úr Breiðafirðinum voru í hávegum höfð. Hún naut þess að uppfræða barnabörnin og lagði áherslu á vandað ís- lenskt málfar, en hún var líka glettinn húmoristi og átti auð- velt með að koma fjölskyldu- meðlimum til að hlæja. Ég þakka elsku Maríu fyrir samfylgdina þessi ár. Betri og traustari tengdamóður er ekki hægt að hugsa sér. Guðleif Birna Leifsdóttir. Nú hefur elsku amma mín sem var mér svo kær fengið hvíldina eftir stutt veikindi en góða og farsæla ævi. Það er skrýtið að hugsa til þess að amma sé farin frá okkur, mikill söknuður en umfram allt þakk- læti. Hún og afi hafa alla tíð haldið þétt utan um okkur fjöl- skylduna og sinnt henni af mik- illi ást og alúð. Það er erfitt að tala um ömmu án þess að minn- ast á afa, hjónaband þeirra og vinátta var til mikillar fyrir- myndar; fallegt, traust og kær- leiksríkt. Það eru margar minningarn- ar sem fljúga í gegnum hugann. Allar fjölskyldustundirnar, jóla- boðin, afmælin og brúðkaups- afmælin sem við barnabörnin fengum að taka þátt í. Oftar en ekki var brugðið á leik með söng, leikjum og öðru sprelli þar sem amma var miðpunkt- urinn. Smitandi, dillandi hlát- urinn hennar kom okkur öllum til að hlæja. Ég ylja mér við minningarn- ar um morgunstundirnar í Ak- urholtinu og seinna að Hlað- hömrum. Það var búið að hella upp á, oftar en ekki heitt súkkulaði yfir vetrartímann og alltaf séð til þess að allir færu saddir heim. Amma átti það til að færa veitingarnar nær disk- unum okkar ef henni þótti við ekki gera þeim nógu góð skil. Það var spjallað um allt milli himins og jarðar. Amma var góður hlustandi og hafði mikinn áhuga á að heyra skoðanir unga fólksins á hlutunum, hún var hreinskilin og lá oftast ekki á skoðunum sínum en alltaf var stutt í hláturinn og húmorinn. Amma var mikil fyrirmynd á svo margan hátt. Hún hafði sterka nærveru, mikill húmor- isti, nýtin, kærleiksrík, gestris- in, umhyggjusöm og hlý. Um- fram allt var hún einstaklega vönduð manneskja. Ég var svo lánsöm að fá að búa í Akurholt- inu í nokkra mánuði í senn þeg- ar ég var í námi. Þann stuðning og þær minningar sem ég á með ömmu og afa er ég ótrú- lega þakklát fyrir. Þegar ég bjó í Svíþjóð fékk ég reglulega handskrifuð sendi- bréf frá ömmu. Þau varðveiti ég vel ásamt öllum fallegu kort- unum og kveðjunum sem við höfum fengið í gegnum tíðina. Amma var stolt af rótum sín- um í Breiðafjarðareyjum og fannst mikilvægt að við þekkt- um til þeirra og eins okkar frændfólks. Ég er þakklát fyrir að amma gat fagnað og glaðst með okkur Hauki á brúðkaupsdaginn í fyrra. Það var gaman að fá hennar innlegg í undirbúning- inn. Við Haukur vorum tiltölu- lega nýbúin að kynnast þegar hún dró fram dressið sem hún sagðist ætla að klæðast í brúð- kaupinu okkar og gantaðist með það að hún ætlaði ekki láta það stoppa sig að mæta þótt við myndum gifta okkur á Esjunni. Við erum lánsöm og rík að hafa átt ömmu að og fengið að njóta allra þessara ára með henni. Hópurinn þeirra afa er þéttur og samheldinn, við pöss- um vel upp á afa og hvert annað eins og við lofuðum henni. Minningin um ömmu lifir og lífsgildin hennar vísa mér veg- inn. Ég mun miðla þeim ásamt minningunum um hana áfram til barnanna minna. Hvíl í friði elsku amma mín. Lára María Harðardóttir. Elsku amma, María Stein- unn, hefur kvatt, við þökkum fyrir öll árin og að geta haft hana í næstu götu, þar sem allt- af var tekið á móti okkur með ástúð og hlýju. Mikið eigum við eftir að sakna hennar. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Leifur Ingi, Dagur og Kristín María Eysteinsbörn, María Steinunn Gísladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSKELL BJARNI FANNBERG, Norðurbakka 7a, Hafnarfirði, lést á Landspítala við Hringbraut 28. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 7. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina. Hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat. Þóra Kristjana Einarsdóttir Einar Már Áskelsson Helga Rún Gunnarsdóttir Eyþór Ingi Áskelsson Agnieszka Kolowrocka Unnur Björk Áskelsdóttir Matthew Peter Abrachinsky Áslaug Dögg Martin Pétur Hreiðar Sigurjónsson og barnabörn PÁLL PÉTURSSON, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 5. desember klukkan 13, að viðstöddum nánustu aðstandendum. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://www.facebook.com/100412425265948/live/ Virkan hlekk á slóðina má nálgast á https://www.mbl.is/andlat. Sigrún Magnúsdóttir og fjölskylda Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, BJÖRN GUNNARSSON prentari, lést sunnudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram í Ósló. Unni Ruud Soffía Unnur Björnsdóttir Ólafur Sigurðsson Hlín Gunnarsdóttir Loftur Magnússon Málfríður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær vinur, faðir, tengdafaðir og afi, HANS HELGI STEFÁNSSON matreiðslumaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 11 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Athöfninni verður streymt á Youtube-síðu Afturelding TV, https:/ /www.youtube.com/channel/UCPUOLgOBtZrf2hAyryb2Eaw. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð HERU, sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítalans. Alda Ægisdóttir Sigríður Diljá Blöndal Þorsteinn Hallsson Eva Rut Helgadóttir Patrekur Helgason Unnur Ósk Burknadóttir Viktor Elí Þorsteinsson Hallur Frank Þorsteinsson Yndisleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, HELGA INGÓLFSDÓTTIR byggingariðnfræðingur og tækniteiknari, Strýtuseli 3, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 14. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 4. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/5jqQfhftzMY Virkan hlekk á streymi má einnig finna á www.mbl.is/andlat Þeim sem vilja minnast Helgu er bent á Kraft og Ljósið. Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk fyrir einstaka umönnun og hlýju. Arnar Guðmundsson Þorri Arnarsson Marín Líf Gautadóttir Óðinn Arnarsson Hildur Helgadóttir Guðlaug Birna Hafsteinsd. Steinn Halldórsson Ingólfur Helgi Matthíasson Sóley Birgisdóttir Guðmundur Jóhannesson Bergljót Helga Jósepsdóttir Jóhanna Steinsdóttir Þorkell Guðmundsson Halldór Steinsson Camilla Mortensen Hafsteinn Steinsson Elín K. Linnet Heiða Rún Steinsdóttir Hugrún Ósk Bjarnadóttir Rut Ingólfsdóttir Gísli Már Ágústsson Máni Ingólfsson Gerða Arndal Hrói Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.