Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 12
Atli Vigfússon laxam@simnet.is Þær systur leggja mikiðupp úr útskurðinum ennota aldrei hjól. Vasa-hnífar eru þeirra áhöld og þær segja hnífana gefa þessu verki mun meiri möguleika hvað varðar þær myndir sem skornar eru út í kökurnar. Þær gefa hverri köku þann tíma sem þarf og skurðurinn getur tekið alllangan tíma þegar mikið útflúr er á þeim myndum sem gerðar eru. Þeim finnst mjög gaman þegar margir úr fjölskyldunni koma saman með þeim því þá verða kökurnar marg- víslegar og myndirnar af ýmsum toga. Margir laufabrauðsdagar Í þeirra sveit, Reykjadal í S- Þing., var sá siður lengi að fólk kom af öðrum bæjum til þess að taka þátt í laufabrauðinu og þann- ig urðu fleiri en einn og fleiri en tveir laufabrauðsdagar hjá sum- um. Bara mjög gaman fannst öll- um en á tímum farsóttar er minna um að fólk ferðist á milli bæja til þess að skera laufabrauð því eng- inn vill smitast. Laufabrauð er eins og gefur að skilja misjafnt eftir því á hvaða bæjum það er gert en nú eru margir farnir að kaupa brauðið tilbúið úr bakaríum sem gerir brauðið mjög líkt hjá þeim sem kaupa það hjá sama aðila. Það er mikið verk að breiða út heima, en það er skemmtilegra finnst sum- um, því þá verða kökurnar alger- lega eftir eigin höfði. Sif hefur gaman af því að munda kökukeflið og vill heldur breiða út sjálf og fást við deigið. Hún ræður þá yfir stærð og lögun laufabrauðsins og ekki spillir að nota kleinuhjól til þess að gera tenntar brúnir allan hringinn sem mörgum finnst fal- legra. Tólgarbragðið skiptir máli Að skurði loknum steikja þær systur saman og misjafn er sá smekkur sem menn hafa á því upp úr hverju á að steikja. Hildigunn- ur notar alfarið tólg til þess að steikja kökurnar heima hjá sér og þá fær brauðið það tólgarbragð sem mörgum finnst best af öllu. Hins vegar blanda sumir tólg og jurtafeiti saman og Sif hefur gjarnan notað þetta í bland á sínu heimili. Þá eru enn aðrir sem vilja ekki tólgarbragðið og nota ein- ungis jurtafeiti sem gefur mildara bragð. Þessi tími þ.e. aðventan skiptir systurnar miklu máli því þá finnast dagar til þess að gera eitthvað saman sem ekki er alltaf tími til á bjargræðistímanum. Hildigunnur og Sif hafa t.d. mjög oft bakað piparkökur saman með börnum sínum og þá er farið með fulla poka af kökumótum til þess að gera kindur og kýr, grísi og hesta o.fl. Eitt er víst að þær hlakka til jólanna og ekki verður skortur á laufabrauði á þeirra heimilum. Ljósmyndir/Atli Vigfússon Breitt út Sif Jónsdóttir með kökukeflið þar sem hún breiðir út deigið. Systur Hildigunnur og Kristín Margrét skera út með vasahnífunum. „Ég er mikið jólabarn og mér finnst gaman að vera í laufa- brauði. Þetta er félagsskapur og þegar maður er í stuði verða til nýjar og nýjar myndir. Þetta er eitthvað sem til- heyrir aðventunni og þetta hefur verið gert frá því að maður man eftir sér sem lítill krakki.“ Þetta segir Kristín Margrét Jónsdóttir frá Lyng- brekku í Þingeyjarsveit en hún og systur hennar Hildigunnur og Sif Jónsdætur hittast gjarnan í góðu tómi fyrir jólin og gera saman laufabrauð. Laufabrauðsgerð er skemmtileg listsköpun Listasmíð Hér hafa systurnar skorið út kirkju og þrjár sólir en þær vanda sig með vasahnífana. Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 FJALLKONAN Krá & kræsingar >Hafnarstræti 1–3fjallkonan.rvk fjallkonan Skoðaðu Take Away seðilinn > fjallkona.is Pantaðu í síma 555 0950 KREISÍ TAKE AWAY TILBOÐ Tilboð 1– Date night fyrir tvo 5 RÉTTA SEÐILL Confit andalæri (Peking style) Gúrka, vorlaukur, Egils appelsín sweet chilisósa, teriyaki-maltsósa, íslenskar pönnukökur Kjúklingastrimlar „buffalo“ Pankó & chilihjúpaðar kjúklinglundir í Buffalo BBQ sósu, pikklað sellerí, salthnetur, gráða- ostasósa Bleikja & lummur Léttgrafin bleikja, kjúklingabaunalummur, piparrótarsósa, hrogn, stökkar linsubaunir, yuzu-ylliblómadressing Nautalund Gulrætur, aspas, smælki, bjór-hollandaise Grillað blómkál Granatepli, perlubygg, spínat & basilmauk, skyr-tahini, pistasíur ›7.990 kr. 3.995 kr. á mann Tilboð 2 – Jólakalkúnn fyrir tvo 5 RÉTTA SEÐILL Nauta carpaccio Rifið villibráðapaté, trufflu og sveppaduxelle, parmesankex Lamb & hveitikökur Hægeldað lamb í Malt- og Appelsínsósu, vestfirskar hveiti- kökur, gulrótarmauk, pikklaður rauðlaukur, piparrótarsósa Confit kalkúnaleggur Hægeldaður í 12 klst. – 600 g, smjörsteykt blómkál, grænar ertur, gulrætur, harissa franskar, kalkúnasósa EFTIRRÉTTIR Þrista-súkkulaðiterta Súkkulaði, Þristur Eton Mess skyr ostakaka Hvítsúkkulaði-skyrmús, marengs, hindber, hindberjasósa ›7.990 kr. 3.995 kr. á mann KL. 17–21 Á Egilsá í Skagafirði sást aldrei laufabrauð nema um jól. Það entist raun- ar oft nokkuð fram á næsta ár vegna þeirrar náttúru að þola sérstaklega vel geymslu. Kökukefli var bara sívöl spýta en stundum var notuð flaska í bland, kannski til léttis, því það var ótrúleg vinna að breiða út laufa- brauðið. Það vildi skreppa saman jafnóðum en átti að vera mjög þunnt. En auðvitað var útskurðurinn vandasamasta verkið og gerði kröfu til list- rænna hæfileika. Karlar heimilisins tóku ekki þátt í þessari listsköpun enda ærið starf við gegningar. Guðmundur L. Friðfinnsson: Þjóðlíf og þjóðhættir Karlarnir voru ekki með ÞJÓÐLÍF OG ÞJÓÐHÆTTIR Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í laufabrauðið. Mamma vaknaði fyrir allar aldir og breiddi út frá því snemma um morguninn og fram yfir hádegi. Á annað hundrað kökur. Við krakkarnir mættum úr báðum húsum til þess að skera og áður var búið að kaupa malt og appelsín á flöskum sem við máttum blanda í glös og drekka. Þá áttum við líka bauk með Macintosh-konfekti sem við höfðum fengið hjá skipstjóra á Húsavík en það fékkst ekki í búðum í þá daga. Kökurnar voru svo þunnar að það var hægt að lesa í gegnum þær. Að sögn mömmu voru fínustu kökurnar þannig. Allt öðruvísi kökur en við fengum á öðrum bæjum. Þykkar og matarmiklar. Líka ennþá stærri og líklega steiktar í mun stærri pottum. Uppáhaldið var afskurðurinn sem byrjað var á að steikja. Þá var opnaður gulllitaður sírópsbaukur og við létum sírópið renna með skeið ofan á ræmurnar sem brögðuðust guðdómlega. Borð- uðum fulla skál. Minningabrot: Atli Vigfússon. Hægt að lesa í gegnum kökurnar MINNINGABROT UM LAUFABRAUÐSGERÐ BERNSKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.