Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég fór að skrifa ljóð um svipað leyti og ég byrjaði í frönsku og bók- menntafræði í Háskóla Íslands. Ég hef alltaf lesið mikið og leitað í bók- menntir til að skilja heiminn, og örugglega líka til að skilja manninn og sjálfa mig. Ætli það sé ekki þess vegna sem löngunin til að skrifa kom upp,“ svarar Arndís Lóa Magnús- dóttir þegar hún er spurð hvenær hún fór að fást við ljóðagerð og hvað hafi kveikt þá iðju, en Arndís Lóa sendi nýlega frá sér sína fyrstu ljóða- bók, Taugaboð á háspennulínu. Í bók- inni fjallar hún um tjáningu, ein- angrun og einmanaleika. „Það tók mig smátíma að finna rödd ljóðmælanda eða réttara sagt ljóðmælenda, því þeir eru fleiri en einn. „Þú“ í fyrri hlutanum og „ég“ í seinni hlutanum. Hvatinn eða upp- hafspunkturinn er áhugi minn á tján- ingu og tungumálinu, en ég hef alltaf verið tungumálanörd. Tungumál eru mínar ær og kýr. Þegar maður lærir nýtt tungumál kann maður í fyrstu bara einföld orð og þá er svo erfitt að vera maður sjálfur. Maður verður eiginlega að barni á nýjan leik. Smám saman eykst orðaforðinn og málfræð- in verður flóknari og þá fer maður að líkjast sjálfum sér. Þetta var eiginlega kveikjan að barninu í ljóðabókinni sem fæðist án móðurmáls. Svo eru ýmis ljón á veg- inum,“ segir Arndís Lóa og bætir við að ljóðmælandi í bókinni hennar taki sér það hlutverk að ljá þeim rödd sem eiga erfitt með að gera sig skiljan- lega. „Þeir eru kallaðir hinir mállausu í bókinni. Þótt ég eigi sjálf við málhelti að stríða er ekki meira sjálfsævisögu- legt í þessari ljóðabók en í ljóðabók- um almennt. Maður vinnur með ein- hverja tilfinningu, einangrar hana og stækkar. Blæs hana upp og skekkir. Hinn „mállausi“ í bókinni minni getur alveg staðið fyrir alla þá sem af ein- hverjum ástæðum hafa ekki rödd í samfélaginu, í víðari skilningi, eða eru á jaðrinum. Til dæmis innflytjendur, eða fólk sem er ekki vant að tala sínu máli.“ – Sum ljóðin eru meistaralega meitluð, þar sem þér tekst að segja mikið í fáum orðum. Liggur þú lengi yfir ljóðunum og tálgar þau til, eða renna þau fram? „Bæði og. Sum komu strax, eins og upphafsljóðið, en öðrum þurfti ég að liggja lengi yfir og endurskrifa. Ljóð- in voru upphaflega ekki hugsuð sem samfelld saga, en þegar ég las þau yfir þá sá ég að tungumálið var sam- eiginlegi þráðurinn sem lá í gegnum þau öll.“ Þess vegna les maður bækur – Þú horfir þó nokkuð út í geim í nýju bókinni og meðal annars kemur fyrir þitt eigið skófar á tunglinu. Ertu sérstaklega áhugasöm um geiminn, eða ertu að leggja áherslu á að allir geti ferðast hvert sem er í huganum? „Góð spurning. Ég er engin sér- stök áhugamanneskja um geiminn og mér hefur alltaf fundist hann svolítið stór og yfirþyrmandi. Það eru heldur engar stjörnur í bókinni en það er rétt að ljóðmælandi ferðast út í geim. Kveikjan að því er sú að ég var áskrif- andi að tímaritinu Lifandi vísindum sem barn og þar var mikið fjallað um geiminn og það að ferðast til fjar- lægra hnatta, en líka um framfarir í læknavísindum. Síðari hluti ljóðabókarinnar dregur nafn sitt af tímaritinu. Það er rétt að það má ferðast hvert sem í huganum og einmitt þess vegna les maður bæk- ur.“ – Þú talar á einum stað í bókinni um löngun til að endurforrita heim- inn, er margt sem þér finnst að betur mætti fara í veröldinni? „Stundum væri ég alveg til í að endurforrita heiminn, án þess að vita nákvæmlega hvernig ég vildi hafa hann.“ – Í fyrri hlutanum kemur kross- gátusmiður oft við sögu, hver er hann og fyrir hvað stendur hann? „Krossgátusmiðurinn er tákn fyrir eldri manneskju sem leysir bæði krossgátur og tilvistarvandamál ljóð- mælanda, en glatar svo sjálfur tungu- málinu sínu. Ég hef svolítið gaman af því hvað ég hef fengið margar hug- myndir frá fólki um hver krossgátu- smiðurinn sé. Það virðist sem allir þekki að minnsta kosti einn kross- gátusmið. Það er pínulítið eins og bókin eigi í samtali við lesanda sem mér finnst frábært.“ Ekki nóg að kunna bara ensku – Nú ert þú í meistaranámi í þýð- ingarfræði við Háskóla Íslands og vinnur einnig við þýðingar. Hvað hef- ur þú helst verið að þýða? „Ég vann í sumar við að þýða franska skáldsögu sem kemur út á næsta ári. Ég er að byrja að þýða aðra rosalega spennandi bók sem verður jafnframt MA-verkefnið mitt í þýðingarfræðinni. Hún heitir RU og er skáldsaga eftir víetnamsk-kan- adísku skáldkonuna Kim Thúy, en hún kom til Kanada sem flóttamaður þegar hún var 11 ára, árið 1979, með hópi sem kenndur er við bátafólkið. Titill skáldsögunnar RU merkir á frönsku lítill lækur og er líka í óeig- inlegri merkingu eitthvað sem renn- ur, á borð við tár eða blóð. Á víet- nömsku merkir orðið hins vegar „sú sem svæfir eða huggar“ en getur einnig merkt vögguvísa. Fyrir utan að þýða bókina ætla ég að skoða text- ann í samhengi við mun á innflytj- endabókmenntum og flóttamanna- bókmenntum. Franska gefur aðgang að svo mörgum mismunandi menn- ingarheimum. Það er eiginlega algjör misskilningur að það sé bara nóg að kunna eitt tungumál; ensku!“ – Lestu mikið ljóðabækur annarra höfunda og áttu þér einhver uppá- haldsljóðskáld? „Já, ég les mikið af ljóðabókum. Gerður Kristný, Kristín Svava, Þórdís Gísla, Sigurbjörg Þrastar, Margrét Lóa og Kristín Óm- ars eru í uppáhaldi hjá mér. Og auð- vitað Meðgönguljóð, sem voru frábær vettvangur á sínum tíma fyrir ung- skáld eins og mig.“ Ég hef alltaf verið tungumálanörd  Hinn „mállausi“ í bókinni getur alveg staðið fyrir alla þá sem af einhverjum ástæðum hafa ekki rödd í samfélaginu  Arndís Lóa fjallar um tjáningu, einangrun og einmanaleika í nýrri ljóðabók Morgunblaðið/Eggert Arndís Lóa Í bókinni vinnur hún með einhverja tilfinningu, einangrar hana og stækkar. Blæs hana upp og skekkir. á næturnar laumastu út til að skrifa leyndarmál heggur múrstein fyrir múrstein með oddhvössum steini ristir sögu hinna þvoglumæltu sögu hinna mállausu í veggi heimsins Eitt af ljóðum Arndísar Lóu Á vef uppboðshússins Gallerís Fold- ar er hafið uppboð undir heitinu „Jólaperlur – Íslensk gæðaverk“. Á uppboðinu er úrval verka íslenkra myndlistarmanna og lýkur því 9. desember næstkomandi. Boðin verða upp 70 verk sem und- ir venjulegum kringumstæðum færu á hefðbundið uppboð í sal uppboðs- hússins en verða boðin upp á vefnum www.uppbod.is vegna samkomu- takmarkana. Meðal verkanna eru fjögur eftir Ásgrím Jónsson, þar af tvær vatns- litamyndir og ein olíuuppstilling með koparkrúsum en það verk hefur ver- ið í sömu fjölskyldu frá 1937. Þá verða boðin upp sex verk eftir Jó- hannes Kjarval, meðal annars „hausamynd“ í olíulitum og vatns- litamynd af blómum. Meðal annarra verka sem nefnd eru í tilkynningu frá Fold eru bæði uppstilling og landslagsverk eftir Kristínu Jónsdóttur; nokkur eftir Gunnlaug Blöndal, meðal annars „erótísk módelmynd og afar falleg uppstilling með rauðmögum“. Þá eru nefnd olíumálverk eftir Jón Stef- ánsson, Finn Jónsson, Jón Engil- berts og bæði vatnslitamynd og olíu- verk eftir Svavar Guðnason. Úrval abstraktverka er sagt verða boðið upp. Má þar nefna tvö olíu- málverk eftir Þorvald Skúlason, olíuverk eftir Kjartan Guðjónsson, vatnslitamynd eftir Jóhannes Jó- hannesson og gvassverk eftir Karl Kvaran og Nínu Tryggvadóttur. Þá eru á uppboðinu tvö olíumálverk eft- ir Louisu og tvær vatnslitamyndir eftir Karólínu Lárusdóttur, brons- skúlptúr eftir Gerði Helgadóttur af sellóleikara, textílverk eftir Ásgerði Búadóttur og Barböru Árnason og þrjú verk eftir Stefán Jónsson – Stórval. Sýning á verkunum stendur yfir í Fold á Rauðarárstíg 14. Sjötíu fjölbreytileg verk boðin upp  „Jólaperlur“ á uppboði Foldar Uppstiling Eitt verkanna eftir Ásgrím Jónsson á uppboðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.