Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 54
FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hallbera Guðný Gísladóttir, lands- liðskona Íslands í knattspyrnu, gæti vel hugsað sér að ljúka ferlinum á EM í Englandi 2022. Bakvörðurinn, sem er 34 ára göm- ul, hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug en hún á að baki 117 landsleiki fyrir Ís- land og er fjórða leikjahæsta lands- liðskona Íslands frá upphafi. Hallbera er á leið á sitt þriðja stór- mót með kvennalandsliðinu en hún var lykilmaður í Svíþjóð 2013 þegar liðið fór alla leið í átta liða úrslit og í Hollandi 2017 þegar Ísland féll úr leik í riðlakeppninni. Ísland tyggði sæti sitt á EM 2022 með 1:0-sigri gegn Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni en Ís- land endaði riðlakeppnina sem eitt þriggja liða með bestan árangur í öðru sæti undankeppninnar og fer því beint á fjórða Evrópumótið í röð. „Tilfinningin eftir leikinn gegn Ungverjalandi var mjög skrítin því við ætluðum okkur að vinna leikinn með meiri mun,“ sagði Hallbera í samtali við Morgunblaðið. „Við gátum ekki leyft okkur að fagna, þannig séð, en við gátum held- ur ekki leyft okkur að vera svekktar þar sem við náðum í þrjú stig. And- rúmsloftið var þess vegna frekar skrítið en að sama skapi gerðum við okkar og þess vegna var lítið annað að gera en að bíða eftir úrslitum úr öðrum leikjum. Úrslitin úr fyrsta leiknum duttu ekki með okkur. Ég get alveg viður- kennt að sú hugsun skaut upp koll- inum að þetta væri ekki að fara að detta með okkur, bara svona til þess að toppa árið 2020 endanlega. Sem betur fer duttu úrslitin í öðrum leikj- um með okkur og eftir á þá var þetta mjög gaman. Það var svona kosningavöku- stemning yfir þessu hjá okkur á með- an við fylgdumst með hinum leikj- unum. Við ákváðum hins vegar að horfa ekki á leikina í sjónvarpinu heldur nýttum við tímann í að vígja nýja leikmenn inn í liðið. Við kíktum við og við inn á úrslitasíðurnar á net- inu og það var svo fagnað vel og inni- lega þegar það varð ljóst að við vær- um á leiðinni á EM.“ Mikill uppgangur Mikill uppgangur hefur átt sér stað í kvennaboltanum á undanförnum ár- um og er Hallbera því afar stolt af ár- angri íslenska liðsins. „Það var erfiðara að komast í loka- keppnina núna en árið 2013 sem dæmi. Liðin eru orðin betri og Ung- verjar eru t.d. með flott lið í dag. Lið- in eru orðin mun taktískari og það er erfiðara að brjóta þau á bak aftur. Þetta rímar í raun alveg við uppgang- inn sem hefur verið í kvennafótbolt- anum á undanförnum árum, þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara, og persónulega þá tel ég þetta vera mjög stórt afrek hjá okkur að tryggja okk- ur beint á EM, án þess að þurfa að fara í umspil. Ég er þess vegna mjög stolt af liðinu í dag. Mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðli- legt að fólk taki því sem sjálfsögðum hlut að við séum að vinna þessi minni lið nokkuð þægilega. Undanfarin ár höfum við verið að vinna þessar Aust- ur-Evrópuþjóðir sem dæmi nokkuð sannfærandi og ég held að við sjálfar þurfum líka að gíra okkur aðeins inn á það að þessir leikir eru orðnir erf- iðari en þeir voru. Það sýndi sig í þessum tveimur leikjum gegn Sló- vakíu og Ungverjalandi að það þarf allt að ganga upp hjá okkur ef við ætl- um okkur sigur gegn þessum þjóðum. Það mátti lítið út af bera hjá okkur, í báðum leikjunum, og þetta var virki- lega erfitt gegn Ungverjunum enda fátt sem benti til þess að við værum að fara að skora þarna þegar leið á leikinn. Það var þess vegna virkilega sætt að sjá boltann í markinu, sér- staklega eftir á, enda markið sem skaut okkur á EM.“ Framtíðin björt Bakvörðurinn hefur upplifað hæðir og lægðir á stórmótum í gegnum tíð- ina og er reynslunni ríkari. „Ég held að mótið á Englandi verði toppurinn á því sem hefur verið í gangi hingað til. Það hefur verið mik- ill uppgangur líka í kvennaboltanum á Englandi og ég á von á því að um- gjörðin verði algjörlega geggjuð. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur eldri leikmennina að vera duglegar að miðla af okkar reynslu til yngri leikmanna liðsins. Ég fór ansi hátt upp þegar ég upplifði mitt fyrsta stórmót enda umfjöllunin og um- gjörðin í kringum mótið og liðið allt önnur en maður var vanur. Maður var fljótur að gleyma sér í gleðinni á mótinu í Hollandi 2017 og fór mjög hátt upp í aðdraganda mótsins. Eftir mótið fór maður svo ansi langt niður enda gengið ekki gott og þegar maður hofir til baka þá er maður svo sannarlega reynsl- unni ríkari eftir þessi tvö stórmót. Það er algjörlega einstakt að taka þátt í svona móti og kannski ekkert skrítið að mæta til leiks á sitt fyrsta stórmót með stjörnur í augunum. Ég hef hins vegar litlar áhyggjur af þessum ungu stelpum sem hafa verið að koma inn í hópinn að undan- förnu enda allar mjög rútíneraðar og taktfastar stelpur. Þetta eru ekki sömu vitleysingarnir og ég og fleiri vorum á þeirra aldri. Þær eru allar með skýr markmið og miklir íþrótta- menn þannig að framtíðin er virki- lega björt hjá kvennalandsliðinu.“ Dýrmæt reynsla Hallbera er á leið í meistaranám í Svíþjóð næstu tvö árin en hún hefur leikið með Val frá árinu 2018. „Það er rosalega mikil reynsla í hópnum í dag og við erum búnar að ganga í gegnum allskonar. Við erum búnar að ganga í gegnum dýpstu dali en á sama tíma höfum við líka upplifað frábæra sigra. Það er ýmis- legt sem situr í manni og næsta tak- mark er að sjálfsögðu að fara á EM og reyna að gera einhverja alvöru- hluti. Ég ætla mér að vera áfram í fót- boltanum og mér líður ekki eins og ég sé 34 ára gömul þótt ég sé reglu- lega minnt á það. Þetta er ágætis aldur í fótboltanum en mér líður frá- bærlega í líkamanum og mér finnst ég eiga fullt erindi í þetta ennþá. Ég er ekki komin með hnéhlífar á báða fætur ennþá en á sama tíma veit maður ekkert hvernig staðan verður sumarið 2022. 2021 ætla ég mér að spila fótbolta og á meðan ég er í fótbolta geri ég það almennilega og vil halda sæti mínu í landsliðinu. Ég viðurkenni það samt að ég fékk sting í magann þegar ákveðið var að fresta mótinu um eitt ár enda getur ýmislegt breyst á einu ári. Á sama tíma er maður tilbúinn að setja allt á fullt fyrir þetta og það væri algjörlega geggjað að ljúka ferlinum á stórmóti á Englandi,“ bætti Hallbera við í samtali við Morgunblaðið. Ekki sömu vitleysingarnir og ég var á þessum aldri  Hallbera Guðný Gísladóttir setur stefnuna á sitt þriðja stórmót með Íslandi Morgunblaðið/Eggert Hallbera Guðný Gísladóttir » Fæddist 14. september 1986. » Uppalin hjá ÍA á Akranesi og lék sinn fyrsta meistaraflokks- leik með liðinu árið 2002. » Hefur leikið með ÍA, Breiða- bliki og Val hér á landi. » Lék með Piteå og Djurg- årdens í Svíþjóð, sem og Tor- res á Ítalíu á atvinnumannsferli sínum. » Á að baki 117 A-landsleiki og er fjórða leikhjahæsta á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, Katrínu Jónsdóttur og Mar- gréti Láru Viðarsdóttur. Fjórða Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland gegn Póllandi á Algerve-mótinu 2008. 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Krasnodar – Rennes ................................ 1:0 H-RIÐILL: Istanbul Basaksehir – RB Leipzig ......... 3:4  Fleiri leikir voru á dagskrá í keppninni í gær og lauk eftir að blaðið fór í prentun. Úrslitin er að finna í umfjöllun á mbl.is. Noregur Aalesund – Sandefjord ........................... 1:2  Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund.  Emil Pálsson lék allan leikinn með Sandefjord og Viðar Ari Jónsson fyrstu 90 mínúturnar. Haugesund – Mjöndalen ......................... 1:1  Dagur Dan Þórhallsson var ekki í leik- mannahópi Mjöndalen. Start – Bodö/Glimt.................................. 1:1  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið.  Alfons Sampsted lék fyrstu 59 mínúturn- ar fyrir Bodö/Glimt. Stabæk – Vålerenga................................ 1:1  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn og skoraði fyrir Vålerenga. Matthías Vil- hjálmsson spilaði fyrstu 67 mínúturnar. Viking – Brann......................................... 2:0  Axel ÓskarAndrésson lék allan leikinn með Viking en Samúel Kári Friðjónsson var á varamannabekknum.  Jón Guðni Fjóluson var ekki í leik- mannahópi Brann. Staðan: Molde 26 17 2 7 65:31 53 Vålerenga 27 13 9 5 44:31 48 Rosenborg 26 13 6 7 46:33 45 Kristiansund 26 11 10 5 49:36 43 Odd 25 13 3 9 45:37 42 Viking 27 12 6 9 50:45 42 Stabæk 27 8 11 8 33:38 35 Haugesund 27 10 5 12 34:44 35 Brann 27 8 7 12 36:46 31 Sandefjord 26 9 4 13 29:41 31 Sarpsborg 26 8 5 13 31:36 29 Start 27 6 8 13 32:50 26 Strømsgodset 26 5 9 12 32:49 24 Mjøndalen 27 6 3 18 22:44 21 Aalesund 27 2 5 20 29:77 11 B-deild: Lilleström – KFUM Ósló......................... 2:0  Tryggvi Hrafn Haraldsson lék fyrstu 78 mínúturnar með Lilleström. Björn Berg- mann Sigurðarson kom inn á eftir 78 mín- útur en Arnór Smárason var ekki í leik- mannahópnum.  Meistaradeild karla B-RIÐILL: Aalborg – Barcelona........................... 32:35  Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona.  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Staðan: Barcelona 16 stig, Veszprém 13, Aalborg 10, Kiel 7, Nantes 4, Motor Zapo- rozhye 4, Celje 2, Zagreb 0. Þýskaland B-deild: Bietigheim – Grosswallstadt ............. 17:28  Aron Rafn Eðvarðsson varði sjö skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Frakkland Dunkerque – Aix ................................. 25:26  Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Aix.   Start náði í stig gegn meistur- unum í Bodö/ Glimt í 27. um- ferð norsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Stigið kem- ur sér vel fyrir Start sem er rétt fyrir ofan fall- svæðið. Skaga- maðurinn Jóhannes Harðarson stýrir Start en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki með vegna meiðsla. Alfons Sampsted var á sín- um stað í byrjunarliði Bodö/Glimt sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins á dög- unum. Start er með 26 stig í 13. sæti af 16 liðum en Start kom upp úr næstefstu deild í fyrra. Viðar Örn Kjartansson var eini Íslendingurinn sem var á skotskón- um í Noregi í gær. Skoraði fyrir Vålerenga þegar liðið gerði 1:1- jafntefli við Stabæk. Mikilvægt stig hjá Start Jóhannes Harðarson Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék vel þegar Barce- lona lagði Aalborg að velli 35:32 í Meistaradeildinni en leikið var í Álaborg. Stórveldið frá Katalóníu þurfti að hafa verulega fyrir sigr- inum því staðan var 31:31 þegar þrjár mínútur voru eftir. Aron lagði sitt af mörkum og skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona. Arnór Atlason er aðstoðarþjálf- ari hjá Aalborg, sem stendur sig vel í keppninni og er í 3. sæti í B-riðl- inum með 10 stig. Barcelona er í efsta sæti með 16 stig. kris@mbl.is Aron lék vel í Álaborg Ljósmynd/FC Barcelona Meistaradeildin Aron er sem fyrr í stóru hlutverki hjá Barcelona. Kolbeinn Sigþórsson, landsliðs- maður Íslands í knattspyrnu og leikmaður AIK í Svíþjóð, mun yfir- gefa félagið þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. Sænska félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í gær en Expressen hafði áður greint frá þessu. Kolbeinn gekk til liðs við AIK í mars 2019 og skrifaði undir þriggja ára samning við fé- lagið. „Tími Kolbeins í herbúðum AIK fór ekki eins og hann, né félagið, ætlaði sér,“ sagði Henrik Jurelius, yfirmaður íþróttamála hjá AIK. Kolbeinn er á förum frá AIK Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Kolbeinn Sigþórsson verður samningslaus á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.