Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT. ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB. ob.is LÆGSTA VERÐÓB ARNARSMÁRI BÆJARLIND FJARÐARKAUP HLÍÐARBRAUT AKUREYRI Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 SPENNANDI ÞRÍLEIKUR Guðmundar Brynjólfssonar ALLAR ÞRJÁR 7.990, Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norðanstormi er spáð á landinu í dag og gular viðvaranir í gildi alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofa Íslands hefur varað við hríðarveðri með allt að 40 m/s vindi á sumum spásvæðum. Mikill kuldi fylgir norðanáttinni og verður kalt fram yfir helgina. Búist var við tals- verðri ofankomu, skafrenningi og slæmu skyggni á Vestfjörðum en sérstaklega á Norður- og Norðaust- urlandi. Snjóflóðahætta gæti aukist til fjalla í þessu veðri og geta snjóflóð fallið á vegi þar sem þeir liggja undir snjóflóðafarvegum. Í gær var ekki talin vera hætta á snjóflóðum í byggð, eins og útlitið var þá. Borgarbúar eiga von á kulda Kuldakastið næstu daga gæti orð- ið það mesta í Reykjavík frá því í desember 2013, samkvæmt veður- vefnum blika.is. Norðanloftið sem steypist yfir næstu daga er hrein- ræktað heimskautaloft. „Á höfðuðborgarsvæðinu verður á fimmtudag og föstudag um 6 til 7 stiga frost og vindur um 10 m/s. Í N- átt verður hvassast vestan Kvosar- innar og út á Seltjarnarnesi og Álfta- nesi. Þá heldur minna frost. Austar er aukið Esjuskjól, en meira frost á móti“ segir í frétt Bliku. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hafa neyðarskýlin fjögur, Konukot, Gistiskýlið við Lindargötu, neyðar- skýlið á Granda og tímabundið neyð- arathvarf fyrir konur opin allan sól- arhringinn 3.-7. desember. 15-20 stiga frost í Víðidal? Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði í gær að veðurspáin hefði litið verr út fyrir nokkrum dögum hvað kuldann snerti. Síðan hafi heldur dregið úr henni. Hann sagði að 6-7 stiga frost á láglendi væri ekki mikið. En hvassviðrið veldur því að það verður alls staðar kalt. Trausti sagði að hitamunur geti verið mikill á höf- uðborgarsvæðinu. „Það lygnir á föstudaginn og gerir logn. Þá verður ábyggilega mikið frost efst og aust- ast á höfuðborgarsvæðinu en minna frost vestur í bæ. Ég yrði ekki hissa á því þótt frostið færi í 15-20 stig í Víðidal aðfaranótt laugardags,“ sagði Trausti. Hann sagði að vindkæling skipti máli fyrir álagið á hitaveituna. „Það er mjög einstaklingsbundið hvað fólk þolir vel kælingu. Stór hluti af kæl- ingu mannslíkamans á sér stað í gegnum öndun. Þá skiptir ekki máli hvort það er vindur með frostinu heldur hvort maðurinn er móður eða ekki. Sá sem er vel á sig kominn og mæðist ekki við áreynslu er miklu öruggari úti í slíkum aðstæðum en sá sem er í lítilli þjálfun og mæðist. Eins er það afleitt ef fólk er illa búið og lendir í skafrenningi. Þá er lík- aminn alltaf að bræða snjó og láta hann gufa upp. Það er mjög orku- frekt og kælir líkamann hratt. Kæl- ing af völdum mæði annars vegar og af völdum bráðnunar og uppgufunar hins vegar vega þyngra hér á landi en áhrif vindkælingar,“ sagði Trausti. Mesta frost sem mælst hefur í Reykjavík var 24 stig og var það í janúar 1918. Síðan hefur frost mælst mest nærri 20 stigum. Trausti sagði að það teljist óvenjulegt ef frost fer niður fyrir 13-14 stig við Veðurstof- una. Búast megi við 10-12 stiga frosti þar einhvern tíma í flestum árum. Ef farið er ofar eins og upp í Víðidal eða upp að Hólmi, ofan við borgina, sé ekki talað um óeðlilegt frost fyrr en það er komið í 20 stig. Trausti tók það fram í lokin að það sé Veðurstof- an sem gerir veðurspár Viðbragðsáætlun virkjuð Veitur hafa virkjað viðbragðsáætl- un vegna kuldakastsins sem spáð er næstu daga. Útlit er fyrir að hita- veitan á höfuðborgarsvæðinu fari að þolmörkum fram yfir næstu helgi. Um 90% af hitaveituvatni fer til húshitunar og er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið svo allir fái nægt heitt vatn til að hita upp hjá sér. Þess vegna er fólk hvatt til að hafa glugga lokaða, gæta þess að úti- dyr séu ekki opnar lengur en þörf krefur, láta ekki renna í heita potta, stilla ofna þannig að þeir séu heitir að ofan en kaldir að neðan, varast að byrgja ofna með síðum gluggatjöld- um eða húsgögnum og minnka inn- spýtingu á snjóbræðslukerfum. Kuldakast fram yfir helgina  Kalt heimskautaloft úr norðri  Norðanstormur og gular viðvaranir  Erfið akstursskilyrði víða  Neyðarskýli verða opin  Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir kælingu  Veitur í viðbragðsstöðu Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kuldakast Það verður bæði hvasst og kalt á landinu næstu daga og hefur Veðurstofan gefið út viðvaranir þess vegna. Skipverjar á Björgu EA 7 bundu landganginn í gær og nutu aðstoðar starfsmanna Akureyrarhafnar. Viðar Guðjónsson Skúli Halldórsson Niðurstaða yfirdeildar Mannrétt- indadómstóls Evrópu í Landsrétt- armálinu kallar ekki á neinar sér- stakar ráðstafanir af hálfu Lands- réttar sem ekki hefur þegar verið gripið til. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt og fyrrverandi dómari við MDE, sem skrifar um niðurstöðuna á vef sínum. Segir hann að í öllu falli sé lík- lega óhætt að ætla að ekki muni koma til endurupptöku dæmdra mála í stórum stíl. Komi til þess, í einhverjum mæli, muni það þá ekki hafa sérstök vandkvæði í för með sér fyrir Landsrétt sem ekki verði vel við ráðið. Verulega dregið úr óvissu Með dómi yfirdeildarinnar, sem kveðinn var upp í fyrradag, sé dregið verulega úr þeirri óvissu sem fyrri dómur skapaði og sé það vel. Davíð bendir meðal annars á að í dómi dómstólsins sé að finna til- mæli til íslenska ríkisins um að grípa til almennra ráðstafana til að leysa úr þeim vandkvæðum sem dómurinn skapar og koma í veg fyr- ir frekari brot. Þegar hafi hins veg- ar þrír af fjórum dómurum verið skipaðir á traustum grunni nýrrar skipunar. Niðurstaða yfirdeildarinnar skapi því engin vandkvæði sem ekki sé þegar búið að leysa úr, að undan- skildum einum þessara dómara. „Vænta má þess að lausn finnist á vanda er hann varðar áður en langt um líður,“ segir Davíð. Eiríkur Elís Þorláksson, deildar- forseti lagadeildar hjá Háskólanum í Reykjavík, segir Mannréttinda- dómstól Evrópu ganga langt í gagn- rýni sinni á Hæstarétt Íslands í dómi sínum um Landsréttarmálið. Langt seilst hjá MDE „Yfirdeild Mannréttinda- dómstólsins (MDE) virðist fara aðra leið við túlkun á 6. gr. mann- réttindasáttmálans (um rétt til rétt- látrar málsmeðferðar fyrir dómi) samanborið við dóm neðri deild- arinnar, og þá einkum hvað varðar það hvort skipan Landsréttar hafi verið „ákveðin með lögum“. En yf- irdeildin leit svo á að svo hefði ekki verið. Mér virðist sem MDE gangi nokkuð langt í að móta þessa reglu og víkka út gildissvið hennar,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að m.a. í ljósi þessa telji hann yfirdeild MDE fara ansi langt í gagnrýni sinni á niður- stöðu Hæstaréttar Íslands eins og hún er sett fram í dómnum. „Spyrja má hvernig Hæstiréttur hefði átt að geta áttað sig á slíkri túlkun ákvæða sáttmálans, m.a. þegar horft er til þess innbyrðis ósam- ræmis sem er í þessum tveimur dómum MDE sjálfs,“ segir Eiríkur. „Þá virðist mér sem MDE seilist einnig nokkuð langt í túlkun á ís- lenskum rétti í dómi sínum. Sem dæmi um þetta er umfjöllun í dómi MDE um að Alþingi hafi ekki fylgt reglum um tilhögun kosninga. Þá eru gerðar athugasemdir við fram- kvæmd Hæstaréttar á íslenskum réttarfarslögum, þ.e. þegar rétt- urinn tók afstöðu til málsástæðna í sakamálinu. Vandséð er að erlendur dómstóll sé til þess bær að taka af- stöðu til þessa,“ segir Eiríkur. Telur engra ráðstafana þörf af hálfu Landsréttar  Ekki komi til endurupptöku mála í stórum stíl Mannréttindadómstóll Evrópu Niðurstaða yfirdeildar Mannréttinda- dómstólsins þykir skýra stöðu Landsréttar betur en fyrri niðurstaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.