Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
✝ Gunnar Þor-steinn Hall-
dórsson íslensku-
fræðingur fæddist
9. apríl 1960 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspít-
alanum 19. október
2020 eftir baráttu
við krabbamein.
Foreldrar hans
eru Anna Ein-
arsdóttir, f. 1940,
fv. verslunarmaður, dóttir Jó-
fríðar Guðmundsdóttur, f. 1902,
d. 1980, húsmóður frá Helga-
vatni í Þverárhlíð, og Einars
Andréssonar, f. 1904, d. 1975,
umboðsmanns Máls og menning-
ar, frá Helgustöðum í Reyðar-
firði, og Halldór Jónsson, f.
1932, d. 2012, ökukennari frá
Ísafirði, sonur Sigríðar Ásgeirs-
dóttur, f. 1903, d. 1981, gull-
smiðs frá Hvítanesi í Skötufirði,
og Jóns Valdimarssonar, f. 1900,
d. 1988, vélsmiðs frá Fremri-
Arnardal í Skutulsfirði.
Systkini Gunnars eru: Einar,
f. 1957, verktaki, börn hans eru
Anna, lést dagsgömul, og Guð-
mundur Geir. Jón Sigurður, f.
1958, d. 1991, framkvæmda-
stjóri. Sambýliskona Louise
Dahl og þeirra dóttir er Car-
1981, stundaði nám í norrænum
fræðum við Uppsalaháskóla
1981-1983 og frönskunám við
háskólann í Nancy 1983. Hann
lauk BA í íslensku frá Háskóla
Íslands 1986. Fékk styrk á mál-
ræktarþingi árið 2000 til að
vinna að meistaraverkefni sínu
um beygingarleg og setning-
arleg einkenni á 100 algengustu
sögnum í íslensku sem hann
lauk árið 2002.
Gunnar starfaði m.a. við
kennslu, dagskrárgerð hjá Rás
2, var leiðsögumaður og rak
gistiheimili í miðbæ Reykjavík-
ur. Hann var íslenskukennari
við Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi 1986-1987, Grunn-
skólann á Fáskrúðsfirði 1987-
1990. Gestakennari í Finnlandi á
vegum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar hjá Nordiska
språk- och informationscentret
1991-1992. Stundakennari við
Kennaraháskóla Íslands 1993-
2000. Kenndi erlendum nemum
íslensku á sumarnámskeiðum
HÍ á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordals og Norræna félagsins í
mörg ár. Var íslenskur sendi-
kennari við Sorbonne-háskóla í
París frá árinu 2004 til 2010.
Útför Gunnars Þorsteins fer
fram frá Dómkirkjunni í dag, 3.
desember 2020, klukkan 13 að
viðstöddum nánustu ættingjum.
Streymt verður frá útför:
https://youtu.be/9vsImrj6iLw
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
oline. Aðrar dætur
Jóns eru Hildur,
Sandra Lind og
Helena. Fríður
María, f. 1963,
íþrótta- og heilsu-
fræðingur, gift
Þórði Marelssyni,
og eru börn þeirra
Einar Aron, Marí-
anna, Halldór Jón
Sigurður, Katrín
Edda og Magnús
Ingi. Hálfsystir samfeðra er Ása
Sigurlaug, f. 1955, sonur hennar
er Halldór.
Gunnar kvæntist árið 1988
Eddu Pétursdóttur kennara, f.
1960, þau skildu. Foreldrar
hennar eru Hjördís Hjartar-
dóttir, f. 1939, og Pétur Sigurðs-
son, f. 1931, d. 2018. Börn Gunn-
ars og Eddu eru: 1) Bjarney, f.
1983, íþrótta- og heilsufræð-
ingur, maki Rakel Rán Sigur-
björnsdóttir, f. 1981. Börn
þeirra eru Þórey Edda, f. 2011,
og Bergþór, f. 2015, dóttir Rak-
elar er Heiðdís Anna, f. 1999, og
á hún börnin Aþenu og Þorgeir.
2) Þorsteinn Daði, f. 1990, tölv-
unarfræðingur. 3) Jón Sigurður,
f. 1992, nemi í skapandi tónlist-
armiðlun við LHÍ.
Gunnar varð stúdent frá MH
Einu sinni var ungt par sem
eignaðist agnarsmáa dóttur. All-
ir sem litu hana augum sögðu
„quelle mignonne“. Fædd í
Frans og skráð sem sonur afa
síns í eftirnafn samkvæmt þar-
lendri reglu þrátt fyrir langa
fyrirlestra föður um íslenska
nafnahefð. Snótin óx úr grasi og
foreldrarnir fóru í háskólanám
við Suðurgötu þar sem þau
einnig bjuggu. Pápi Gunnar
varð málfræðingur og kenndi
stúlkunni að segja ég hlakka til
og við hlökkum til. Enda tilefnin
ærin og oftar en ekki hægt að
hlakka til hvort sem var í dag-
legri rútínu, hátíðlegum hvers-
degi eða árlegum sigrum.
Sonur fæddist og litla fjöl-
skyldan flutti í þúsund vatna
landið þar sem fjölskyldufaðir-
inn fræddi ungt fólk um töfra ís-
lenskunnar. Upplifun í finnskum
skógi, sána á laugardögum og
hreindýrakjöt á jólunum, sem
síðan varð hefð. Við heimkomu
fæddist annar sonur á afmæli
föðurömmu sinnar. Synirnir
ungu smíðuðu kofa með pápa
sínum í skóginum sem hann
hafði ræktað við litla húsið okk-
ar í þorpi fyrir austan. Fjár-
sjóðsleit fylgdi ævintýrum við
fjöruborðið.
Við Gunnar vorum í sambúð í
sex ár og gift í næstum tíu.
Okkur fannst fúlt að ná ekki tin-
brúðkaupinu, það var svo nærri,
ákváðum samt að gera okkur
dagamun og fara út að borða
saman. Skilin. En þetta var líka
góður tími til að samræma ým-
islegt sem þurfti með börnin
þrjú í huga. Í nokkur ár bjugg-
um við í næsta nágrenni, aðeins
yfir götu að labba. Þar til París
heillaði og þá var aðeins lengra
að fara. Synirnir fengu að búa
með pápa sínum í fimmta hverfi
um tíma og kynnast frönskum
skóla. Dóttirin fékk að njóta
styttri heimsókna í heimsborg-
ina.
Gunnari fylgdi glaðværð og
jákvæðni til lífsins verkefna.
Saman áorkuðum við miklu í
leik og starfi, eignuðumst góða
vini og lítil sæt hús, á Vest-
urgötu og Sjólyst, en djásnin
eru börnin þrjú. Þó svo að
hjónabandssælan væri uppurin
auðnaðist okkur að vera áfram
vinir og þakklát hvort fyrir ann-
að.
Í síðasta sinn sem við hitt-
umst, tveimur dögum fyrir and-
látið, var ég með skilnaðar-
hringinn sem Gunnar gaf mér.
Hann geymi ég áfram rétt eins
og giftingarhringinn, þeir eru
hluti af okkar sögu.
Það sem einu sinni var er
núna góðar minningar sem
varðveittar verða með börnum
okkar, barnabörnum og litlu
nanóbörnum framtíðarinnar.
Eddan þín og mín,
Edda Pétursdóttir.
Gunnar sagði að við mættum
gráta eins og við vildum við út-
för hans, en um leið og kistan
yrði komin niður ættum við að
gleðjast og rifja upp góðar
minningar. Og þær eru margar,
enda var hann bæði traustur,
ljúfur, hugulsamur, tilfinninga-
ríkur og með eindæmum
skemmtilegur. Fann iðulega
góðar lausnir, oft líka sér í hag!
Úrræðagóður! Ég leit upp til
hans frá því ég var lítil stelpa og
ekki minnist ég þess að við höf-
um deilt sem börn. Iðulega tók
hann upp hanskann fyrir mig og
passaði upp á mig.
Bræður mínir voru sendir í
dansskóla og höfðu misgaman
af. Ég hafði ekki aldur til að
komast í dansskólann og dauð-
öfundaði þá. Þeim gekk vel en
voru fljótir að snúa sér að öðr-
um áhugamálum þegar heim var
komið. Nema Gunnar. Eftir
hvern danstíma gaf hann sér
tíma til að kenna mér sporin
sem þeir höfðu lært, líka dömu-
sporin. Þessir einkatímar okkar
Gunnars fóru fram á um það bil
einum fermetra, bak við lokaða
hurð í herberginu. Ekki vantaði
þolinmæðina né ánægjuna. Og
svo fór að hann var búinn að
kenna mér alla dansana það vel
að á lokaballi dansskólans döns-
uðum við þá alla, allt ballið. Eft-
ir það var mér boðin inntaka í
dansskólann þrátt fyrir að enn
hefði ég ekki aldur til. Það var
Gunnari að þakka. Saman döns-
uðum við svo í mörg ár, sýndum
og kepptum saman.
Á heimilinu var lengi laug-
ardagsverkefni okkar að þurrka
af og ryksuga, síðar einnig að
skúra. Ekkert sérstaklega eft-
irsóknarvert, en Gunnari tókst
að gera þetta að skemmtilegum
leik og stakk upp á því að hann
léki húsmóðurina og ég vinnu-
konuna! Það var skemmtilegra
þannig!
Gunnar var samkvæmur
sjálfum sér og skapaði sinn lífs-
stíl. Hann vildi njóta. Og það
gerði hann. Hann var hörkudug-
legur og fjölhæfur. Með gott
auga fyrir fegurð, bókmenntum,
ljóð- og tónlist. Söng í kórum,
oktett og spilaði á píanó. Hann-
aði og innréttaði á smekklegan
hátt eigin heimili og gistiheimili,
smíðaði, málaði og lagði parket.
Bílar og vélar voru hins vegar
ekki hans!
Gunnar var vinmargur og átti
gott líf bæði hér heima og í Par-
ís. Hann var þannig að öllum
líkaði við hann. Hann kunni að
njóta lífsins og sagði sjálfur að
hann væri nautnaseggur! Sund
milli 17 og 19, vindill og smá
viskí á kvöldin var hans heilaga
stund. Því fékk enginn breytt.
Sundið var ég mjög sátt við,
vindilinn og viskíið hins vegar
síður, og göntuðumst við oft
með þetta, en viðkvæði Gunnars
var að hann vildi heldur deyja
ungur og eiga skemmtilegt líf
en að lifa lengur án lystisemda
lífsins sem hann kallaði svo. Við
vorum ólík en alltaf ríkti virðing
og mikil væntumþykja á milli
okkar.
Fram á síðasta dag var húm-
orinn til staðar. Gunnar sýndi
ótrúlegan styrk, æðruleysi og
jákvæðni í erfiðri stöðu sem
hann vildi ekki vera í. Við áttum
oft spjall um dauðann, hvort og
hvað tæki við, og vorum sam-
mála um að Nonni bróðir myndi
taka á móti okkur hinum megin.
Samband hans og mömmu
var einstakt og missir hennar er
mikill.
Með sorg í hjarta og miklum
söknuði kveð ég góðan bróður
sem skilur eftir sig stórt skarð
og mikinn tómleika. Hans verð-
ur sárt saknað.
Fríður María Halldórsdóttir.
„Sá / sem nýtur gleðinnar /
endrum og eins / deyr þakk-
látur“ segir í einu ljóði frænda
míns, Gunnars Þorsteins, sem
lést fyrir aldur fram og er sárt
saknað. Nýliðið sumar gaf
Gunnar út ljóðabókina Takk,
sem hann kallaði: „Þakkargjörð
– í gamni og alvöru. Til ljóð-
listar. Og ástvina.“ Útgáfa bók-
arinnar var fallegur gjörningur
sem mun ylja fjölskyldunni, ætt-
ingjum og vinum um ókomin ár.
Ljóðin bera glöggt vitni um per-
sónuleika Gunnars, um góð tök
hans á tungumáli og bragform-
um, um skapandi hugsun og
ríka kímnigáfu. Gunnar hafði
fengist við skáldskap lengi og
skrifað bæði sögur og ljóð.
Hann sótti þó aldrei fast að fá
verk sín útgefin, kannski var
hann bara of upptekinn af því
að njóta lífsins, því frændi minn
var maður sem lét drauma ræt-
ast og kunni að gleðjast og
gleðja aðra.
Ég kallaði Gunnar alltaf
„uppáhaldsfrænda minn“ og
hann kallaði mig „uppáhalds-
frænku“. Samband okkar var
náið, þótt tækifærum til sam-
verustunda fækkaði eftir að
hann hóf búsetu í París stóran
hluta ársins. Ég heimsótti hann
þangað og hann sló upp veislu.
Hann heimsótti mig á Höfn þeg-
ar hann var á leiðinni til eða frá
Fáskrúðsfirði þar sem hann átti
gamalt hús sem hann hafði gert
upp af listfengi.
Því Gunnar var ekki bara
listamaður á sviði tungumálsins,
heldur var hann einnig lista-
smiður og óþreytandi við að
gera upp hús og íbúðir, allt lék
það í höndunum á honum. Hann
hringdi yfirleitt á undan sér og
sagði mér að hita vöfflujárnið
eða taka fram pönnukökupönn-
una. Og þurfti ekki að segja
mér það tvisvar, því í vændum
var gleðistund. Gunnar vissi,
eins og segir í fyrsta ljóði bók-
arinnar, að mest er „um vert að
vinum geymist / þau verðmæt
dægrin ein, er ljúft var sungið /
– af gleðistunda bikar einum
bergi“.
Þegar við lesum bók Gunnars
núna er engu líkara en ljóðin
feli í sér spágildi, eitt er víst að
merking ýmissa þeirra marg-
faldast nú þegar hann er farinn
frá okkur. Líklega hefur Gunn-
ar dáið þakklátur, svo vísað sé
til ljóðlínanna hér í upphafi, en
það breytir ekki þeirri stað-
reynd að dauði hans var ótíma-
bær og hann hefði svo gjarnan
kosið að eiga fleiri gleðistundir í
vændum með fjölskyldu og vin-
um. Og það er illbærileg til-
hugsun að eiga ekki eftir að sjá
breiða brosið hans framar.
Harmur barna Gunnars, systk-
ina og móður er þó mestur og
þeim votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Síðasta kveðjan frá Gunnari
barst mér í tölvupósti seint að
kvöldi, fáeinum stundum síðar
var hann látinn. Ljóð hans
„Dögun“ er stutt og hnitmiðað:
Heimurinn
fer á stjá
í morgunskímunni
meðan ég sef
hólpinn
Ég sé uppáhaldsfrænda minn
sofa hólpinn meðan aðrir vakna
hnípnir í morgunskímunni og
minnast hans. Þá er gott að eiga
þakkargjörð hans innan seiling-
ar og tengjast lifandi hugsun
Gunnars í ljóðum hans.
Soffía Auður Birgisdóttir.
Það er ekki lengra síðan en í
janúar á þessu ári sem við Þor-
steinn áttum ljómandi kvöld-
stund með Gunnari Þorsteini, í
Parísaríbúðinni hans. Á efstu
hæð við rue Republique – til-
sniðin í smáatriðum af hans
meistarahöndum og myndar-
skap. Við nutum gestrisni og
skemmtilegheita, útsýnis yfir
borgina vítt og breitt. Grunlaus
um vágestinn sem vinur okkar
fór að berjast við svo skömmu
síðar.
Við Þorsteinn rifjum upp
þessa dýrmætu stund, með sorg
í hjarta, en líka með þakklæti
fyrir örlæti gestgjafans, ekki
síst fyrir það andlega örlæti
sem var dæmigert fyrir hann.
Skömmu áður en Gunnar dó
sendi hann frá sér ljóðabókina
Takk, sem ber þessu örlæti fal-
legt vitni og einlægninni. Mér
finnst að hann hafi átt líf í stíl
við það örlæti, ríkt að ævintýr-
um, athafnasemi og umhyggju
fyrir öðru fólki. Og það var allt-
af stuð að hitta hann. Vel geymi
ég minninguna af því þegar ég
var óforvarandis lent í þriggja
manna partíi hjá honum á
Garðastræti, ekki af öðru tilefni
en því að mamma hans hafði
verið að skutla okkur. Forrétt-
indi að þekkja þvílíkan veislu-
stjóra!
Hugur okkar Þorsteins er hjá
Önnu Einarsdóttur, mömmu
Gunnars. Samband þeirra var
einstakt og ber mannkostum
beggja vitni. Sú sjón sem kætti
Parísarbúa fyrir ekki svo mörg-
um árum segir eitthvað um það
samband og líka það hvernig líf-
inu er skemmtilega lifað. Gunn-
ar og vinur hans á rúlluskautum
og leiddu Önnu rúlluskautandi á
milli sín. Á rue Mouffetard og
víðar. Sonur Gunnars sem var
með í ferð sagði: „Amma, það
fara allir að hlæja sem mæta
okkur.“ Hún svaraði: „Það gerir
ekkert til. Nú fara allir glaðir
heim til sín.“
Góður drengur er kvaddur,
en dýrmæt minningin um hann
fer ekki langt.
Steinunn Sigurðardóttir.
Það var í senn gaman og gef-
andi að eiga Gunnar Þorstein
Halldórsson að vini. Við kynnt-
umst vel á árunum þegar hann
var sendikennari í íslensku og
íslenskum fræðum við Sor-
bonne-háskólann í París og svo
var hann auðvitað sonur vin-
konu minnar, Önnu Einarsdótt-
ur. Ég hitti hann einatt á Par-
ísarárum hans þegar ég átti leið
til þeirrar litríku borgar og það
var ævintýri að vera boðin í
málsverði heima hjá honum þar
sem hann bjó á efstu hæð í
gömlu húsi með skröltandi lyftu,
rétt hjá Place de la République,
í hverfi þar sem nafngiftir
minna víða á lýðveldissögu
Frakka. Þarna uppi hjá honum
sást yfir þökin í Parísarborg svo
langt sem augað eygði og var
litríkt. Hann var svo lánsamur
að vera vel látinn kennari og
nemendur hans í norrænum
fræðum urðu vinir hans. Seinna,
heim kominn, tengdist hann á
vissan hátt aftur Frakklandi
þegar hann festi sér gamalt hús
á Fáskrúðsfirði. Þar hafa
heimamenn lagt rækt við að
varðveita minningar um franska
sjómenn frá Bretagne og Norm-
andí á Íslandsmiðum á skútu-
öldinni og þar er franski spít-
alinn, sem Frakkar reistu um
aldamótin 1900, orðinn að safni.
Það varð ógleymanlegt að njóta
gistivináttu Gunnars í húsinu
góða á Fáskrúðsfirði og rifja
upp viðburðaríka sögu fyrri
tíma. Þess skal einnig getið að
Gunnar var orðhagur í besta
lagi og gaf nýlega út ljóðabók
sem hann nefndi Takk.
Gunnar Halldórsson var hlýr
maður og drengur góður. Ég
sakna vinar í stað og votta fjöl-
skyldu hans innilega samúð.
Vigdís Finnbogadóttir.
Maður kynnist mörgum á lífs-
leiðinni. Sumir eru minnisstæð-
ari en aðrir, eins og gengur.
Gunnar kennari var einn af
þeim sem engum gleymast.
Hann var frábær kennari og
bauð af sér frábæran þokka.
Alltaf hress og hann var ein-
staklega skemmtilegur karakt-
er. Opinn og víðsýnn. Frekar
ólíkur flestum kennurum sem
maður ber hann óhjákvæmilega
saman við. Hann var til í allar
rökræður sem til voru og það
var gaman að tala við hann og
rökræða hluti. Kenndi mér
dönsku og íslensku. Hann
kenndi mér raunar heilmargt
fleira þegar ég hugsa betur út í
það.
Þótt sambandið hafi ekki ver-
ið mikið um tíma vorum við
Gunnar alltaf mjög miklir mátar
þegar við hittumst og heyrð-
umst sem var reglulega, þótt
stundum liðu nokkur ár á milli.
Hann hringdi í mig þegar hann
vildi fá upplýsingar um lögfræði
fyrir skáldsöguna sína sem var
alltaf í vinnslu og ég hafði iðu-
lega samband við hann þegar ég
þurfti úrskurð í íslensku, um
málshætti eða bara þegar mig
langaði að heyra í honum. Hann
breyttist aldrei. Hann var alltaf
sami hressi og skemmtilegi
kennarinn sem ég kynntist sem
krakki.
Það var harmafregn að heyra
af ótímabæru andláti Gunnars
kennara. Þegar ég talaði síðast
við hann nokkrum vikum fyrir
andlátið var hann ekkert að
hafa orð á því að hann væri að
fara neitt í burtu. Hann hafði
meiri áhuga á að halda áfram að
kenna mér íslensku. Það breytt-
ist ekkert. Gunnar kennari er
nú farinn til æðri starfa og verð-
ur eflaust duglegur að gefa af
sér þar eins og hann var gagn-
vart mér og öðrum nemendum
sínum í gegnum tíðina.
Blessuð sé minning Gunnars
kennara. Hann var frábær
kennari, góður maður og minn-
ing hans gleymist aldrei. Ég
sendi hugheilar samúðarkveðjur
til aðstandenda og vina.
Heiðar Ásberg Atlason.
Gunnar Þorsteinn Halldórs-
son var íslenskukennari við
Sorbonne-háskóla í París á ár-
unum 2004-2010. Íslenskukenn-
arar við erlenda háskóla hafa
stundum verið nefndir „útverðir
íslenskrar menningar“ og því
nauðsynlegt fyrir þá að hafa góð
tengsl við kennara í svipuðum
stöðum. Við hittumst því árlega
á fundum, bæði á Íslandi og víðs
vegar um Evrópu, og ræddum
kennsluaðferðir og hlýddum á
faglega fyrirlestra. Og sum okk-
ar þekktu Gunnar Þorstein
ágætlega frá íslenskunáminu við
Háskóla Íslands á sínum tíma.
Gunnar var jafnan hress á
þessum fundum og stutt í smit-
andi hláturinn sem var svo ein-
kennandi fyrir hann. Hann
kenndi íslensku um sex ára
skeið í París og gerði það með
sóma. Hann yfirgaf þó aldrei
borgina fallegu á Signubökkum
því hann bjó þar að hluta hin
síðari ár. Gunnar var íslensku-
fræðingur að mennt, útskrifað-
ist með meistarapróf í íslenskri
málfræði 2002 og fjallaði loka-
ritgerðin um beygingarleg og
setningarleg einkenni algengra
sagna í íslensku. Var verkefnið
styrkt af Mjólkursamsölunni á
sínum tíma. Þá hefur Gunnar
líklega horft til þess að gera
kennslu og rannsóknir að ævi-
starfi. Raunin varð þó önnur og
á síðustu árum rak hann íbúðir
fyrir ferðamenn og stúdenta í
Reykjavík.
Gunnar Þorsteinn skilur eftir
sig minningu um góðan og glað-
sinna dreng sem þreifst vel í ís-
lenskukennarahópi og lyfti um-
hverfi sínu með jákvæðu
hugarfari. Við samferðamenn
hans á tímabili íslenskukennsl-
unnar vottum fjölskyldu hans og
vinum okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Félags íslensku-
kennara við erlenda háskóla,
Veturliði Óskarsson,
Þorsteinn G. Indriðason.
Að eiga Gunnar sem góðan
trúnaðarvin og besta vin í meira
en 50 ár var dýrmætt: „Þú verð-
ur alltaf besti vinur minn, eig-
inlega bróðir,“ var síðasta af-
mæliskveðja frá honum. Við
áttum engin leyndarmál; „vinur
á alltaf að segja vini“. Snemma
gerðum við samkomulag um að
sá sem lifði lengur yrði að skrifa
eftirmæli um hinn. Hann minnti
mig á þetta í fyrra þegar ég
hrósaði honum fyrir fallega
minningargrein um tengdaföður
sinn: „Þú skrifar eitthvað fallegt
um mig.“ Enginn vandi. Það er
ekki hægt að skrifa neitt nema
fallegt um Gunnar. En sá sem
las yfir texta mína og leiðbeindi
er ekki lengur til staðar.
Á unglingsárunum sagði
Gunnar að það ætti að lifa lífinu
meðan maður væri ungur. Það
gerði hann líka og var enn ung-
ur þegar hann veiktist. Þegar
Gunnar Þorsteinn
Halldórsson