Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Yndislega Þórunn hans Ottós frænda hefur kvatt þetta jarðlíf eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við kynntumst Þór- unni fyrir allmörgum árum þegar þau Ottó fóru að rugla saman reytum. Síðan þá hefur vart verið hægt að nefna nafn annars þeirra án þess að hitt fylgi með, svo sam- rýnd voru þau. Þórunn var allt í senn, yndisleg, hlý, umhyggju- söm og síðast en ekki síst alveg hrikalega skemmtileg. Hún var einstaklega glaðlynd og átti mörg skemmtileg tilsvör sem við mun- um aldrei gleyma. Það var alltaf gaman að vera nálægt Þórunni og verða fjölskylduboðin fátækari án hennar. Ottó og Þórunn voru sem fyrr segir afskaplega samrýnd. Þau voru dugleg að ferðast og nutu lífsins saman. Þau voru einnig höfðingjar heim að sækja. Ottó og Þórunn eignuðust þau Arnar Pál og Ástu Pálmeyju og barnabörnin eru tvö. Þórunn ljómaði þegar hún talaði um ömmubörnin sín en þau veittu henni mikla gleði í veikindunum. Það er svo óraunverulegt að Þórunn sé ekki lengur meðal okk- ar en skemmtilegar minningar um hana munu ylja okkur um ókomna tíð. Við vottum ástvinum Þórunnar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þórunnar Lovísu Ísleifsdóttur. Ingileif og Þórhallur, Kristín List og Árni Hrólfur, Páll Jakob og Ingibjörg. Í dag kveðjum við Þórunni vin- konu okkar sem hvarf á braut allt of fljótt. Það sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um Þórunni er jákvæðni og lífsgleði. Þórunn var félagslynd og naut þess að taka á móti fólki og í kringum hana var ávallt mikil gleði. Hún hafði einstaklega hlýja og góða nærveru, var góður hlust- andi og sýndi fólki áhuga. Hún naut sín best á gleðistundum með fjölskyldu sinni og vinum. Þau Þórunn og Ottó voru höfðingjar heim að sækja en þar lögðu þau sig bæði fram við að gera allt til að upplifun gestanna væri sem best. Þórunn hafði lag á að sjá það góða og spaugilega í lífinu, hún var jákvæð og kvartaði aldrei. Við áttum margar góðar stundir sam- an í gegnum tíðina. Margt hefur verið brallað saman í gegnum ár- in, árlegu aðventuboðin, sum- arbústaðaferðirnar og fleiri ljúfar stundir geymum við í minning- unni eins og dýrmætar perlur. Síðustu ferðina okkar í sumar er- um við þakklát fyrir en hana fór- um við í að frumkvæði hennar, þar var Þórunn glöð og æðrulaus að venju þótt verulega væri af henni dregið. Elsku Ottó og fjöl- skylda, megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Að hafa átt Þórunni að vin- konu eru forréttindi, góðar og dýrmætar minningar um hana munu lifa með okkur öllum áfram. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Margrét og Þór, Rósa og Magnús. Elsku Þórunn mín. Takk fyrir allt, alla gleðina og allar samverustundirnar. Gæti skrifað heila bók um okkur elsku besta mín. Guð gefi Ottó, Arnari Páli, Hafdísi, Ástu Pálmey, Arnari, foreldrum þínum og allri fjölskyldunni styrk á þessum erf- iðu tímum. Elska þig og sakna, þín allra besta Halldóra (Dóra). ✝ Leó fæddist áfæðingardeild Landspítalans í Reykjavík þann 12. mars 1981. Hann lést af slysförum í Reykjavík þann 17. nóvember 2020. Foreldrar Leós eru Hrönn Jóns- dóttir, f. 1960, og Jóhann Heiðmunds- son, f. 1956, kvænt- ur Unni Ármannsdóttur. Systkini Leós eru, sammæðra, Atli Guðjónsson, f. 1988, sam- býliskona Íris Scheving Edw- ardsdóttir, þau eiga tvær dætur, Tjörvi Guðjónsson, f. 1990, sam- býliskona Ingunn Grétarsdóttir, samfeðra, Kristján Geir Fenger, f. 1981, kvæntur Eyleifi Þóru Heimisdóttur, þau eiga 2 syni, Kristján Geir á tvö börn úr fyrra sambandi, Hanna Carla, f. 1986, gift Ólafi Víði Ólafssyni þau eiga 3 börn og Elvar, f. 1990. Einnig átti Leó 3 stjúpbræður frá ur sinni og barnsmóður. Þaðan fluttu hann og dóttir hans til móður í Garðabæ. Síðustu ár ævi sinnar bjó Leó með hléum með móður sinni og dóttur í Garða- bæ. Leó var menntaður vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðar atvinnukafari frá Noregi. Leó byrjaði ungur að vinna hjá Óla Gonna á Akranesi þar sem hann lærði til vélvirkja, hann vann sem vélvirki bæði á Akranesi og í Reykjavík um ára- bil. Hann vann einnig um tíma sem smiður í Danmörku, við námuvinnslu á Grænlandi og við ýmis verkefni neðansjávar í Noregi. Eftir að hann flutti heim frá Noregi vann hann sem neð- ansjávarvélvirki allt fram að þeim tíma að hann gat ekki unn- ið lengur. Útför Leós fer fram frá Vídal- ínskirkju í dag, 3. desember 2020. Henni verður streymt frá eftirfarandi streymishlekk: https://www.sonik.is/leo. Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat. Meira: mbl.is/andlat hjónabandi móður. Þeir eru Þórður Guðjónsson, f. 1973, kvæntur Önnu Lilju Valsdóttur, þau eiga 3 dætur, Bjarni Guðjónsson, f. 1979, kvæntur Önnu Maríu Gísla- dóttur, þau eiga 3 börn, og Jóhannes Karl Guðjónsson, f. 1980, kvæntur Jó- fríði Maríu Guðlaugsdóttur, þau eiga 4 syni. Leó á eina dóttur, Ísey Hrönn, f. 2014. Leó bjó hjá foreldrum sínum fyrstu tvö ár ævi sinnar í Vest- mannaeyjum. Hann flutti þaðan með móður sinni til Akraness og bjó þar með hléum, til 19 ára aldurs. Hann bjó tímabundið með móður og fjölskyldu á Ak- ureyri og í Reykjavík. Leó flutti síðan alfarið til Reykjavíkur þegar hann var 19 ára. Leó bjó um tíma í Hafnarfirði með dótt- Elsku besti pabbi minn. Ég sakna þín svo mikið, sakna knúsanna þinna, sakna alls sem við gerðum saman. Þér fannst ég meiriháttar, fallegust og best. Núna áttu heima í hjartanu mínu, alltaf. Ég elska þig mest í heimi. Þín Ísey Hrönn. Elsku sonur minn, frumburð- urinn minn. Margt þú hefur misjafnt reynt, Mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, Gleði bak við tárin. Minningarnar hrannast upp en erfitt að setja í þær í orð. Þú varst svo mikil persóna þótt skrefin þín væru oft erfið. Þú varst yndislegt barn, ljúfur og kærleiksríkur. Þú varst frábær stóri bróðir sem allt- af vildir vera til staðar. Lífsbar- áttan þín var allt of stutt en um leið svo ótrúlega löng. Þú fannst svo mikið til. Þú komst með dásamlegan ljósgeisla inn í lífið okkar allra, hana Ísey Hrönn. Þegar ég horfi á hana þá sé ég þig og allt það fal- lega og góða sem í þér var. Ást þín til hennar og mín var skilyrð- islaus. Þegar þú knúsaðir mig við úti- dyrnar og varst að fara fékk ég svo oft að heyra „mamma ég elska þig svo mikið, þú ert klett- urinn minn“. Elsku Leó minn, ég mun halda áfram að vernda og passa ynd- islegu stúlkuna okkar, prinsess- una þína og englastelpuna mína. Tala um þig og halda minning- unni þinni á lífi. Dagur er að kveldi kominn komin er niðdimm nótt. Enginn er á ferli allir sofa rótt. En inni í húsi er kona ein situr þar og grætur. Hún grætur sinn yngri son um dimmar einmanalegar nætur. Um sumarið hann dó, hann dó svo snöggt. Enginn gat hann kvatt á lífsneista hans var slökkt. Hans hlátur, hans bros og bragur var öllum sem hann þekktu svo kær. Hann var þeim einlægur vinur og stóð þeim alltaf nær. Söknuðurinn er mikill fyrir móður að bera. Að missa son þannig á það ei að vera. En áfram dagarnir líða líkt og ekkert hafi gerst. Að bera þennan söknuð það er móður verst. Hún setur upp sína grímu og reynir að brosa breitt. En ei er það auðvelt því er ekki leynt. Allir hana styðja og er það hið besta mál. En kvölin fer aldrei hún mun ætíð herja hennar sál. Hún mun alltaf hafa í hjartastað minningar um sinn kæra son. En ótrauð fer hún áfram lífsins veg það er mín einlæg von. (Katrín Ruth Þ.) Hvíldu í friði, elsku ástvinur minn, ég mun elska þig og sakna endalaust og geymi minningu um yndislegan son í hjartanu mínu. Mamma. Elsku hjartans vinur minn. Við kynntumst fyrir tuttugu árum þegar þú komst að vinna hjá mér. Strax urðum við bestu vinir. Um tíma vorum við að vinna hvor hjá sínu fyrirtækinu í bygg- ingargeiranum, þú við uppsetn- ingu stálgrindarhúsa, og við hitt- umst oft yfir daginn og ef ekki reyndum við að hittast í mat og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Seinna kom ég að vinna hjá þér og Gunna og var það einhver skemmtilegasta „vinna“ sem ég hef haft. Matartímarnir á Kæn- unni voru bara bestir. Seinna unnum við saman í Grænlandinu góða en þú reddaðir mér því starfi eins og fleirum því þannig varstu svo ótrúlega hjálp- samur og greiðvikinn. Mörg voru ævintýrin þar og margar góðar minningar. Þegar þú komst til Noregs í kafaraskólann varstu fyrst hjá mér og sökum plássleys- is deildum við rúmi og allar götur síðan hef ég verið þakklátur fyrir að eiga ekki konu sem er tveir metrar á hæð og hrýtur. Seinna meir áttum við eftir að búa saman í stutta stund í íbúð- inni hennar mömmu þinnar úti á Granda og þú varst yndislegur meðleigjandi. Ég á svo endalaust mikið af yndislegum minningum um þig, kæri vin, frá Framnes- veginum, Hverfisgötu, Hallakri þar sem ég fékk að knúsa þig síð- ast. Ísland, Grænland, Noregur, Svíþjóð og Taíland þó hið síðast- nefnda hafi bara verið daglega gegnum síma og vídeó. Þú varst guðfaðir Breka Leós sem auðvitað er nefndur eftir þér og fram til dagsins í dag hefur hann ekki fengið flottari skó en hann fékk frá þér, elsku vinur, tíska, swag og cool varst þú í hnotskurn. Sonum mínum varstu alltaf góður og við eignuðumst prins- essurnar okkar með ekki löngu millibili. Stoltari hef ég aldrei séð þig og Ísey var ljósið í lífi þínu. Lengi megi hún skína skært og þú lifir áfram í henni. Svo lengi sem ég lifi mun ég hafa auga með henni og ef ég get hjálpað henni eða fjölskyldu þinni á einhvern hátt yrði mér það bæði ljúft og skylt. Elsku Leó minn, takk fyrir að með þér gat ég alltaf verið ná- kvæmlega ég sjálfur, þú dæmdir aldrei og við gátum og sögðum hvor öðrum allt og geymi ég það með mér uns við hittumst á ný. Takk fyrir vináttuna og stuðn- inginn sem var mér svo kær, þitt endalaust góða og stóra hjarta, takk fyrir allar yndislegu stund- irnar, takk fyrir að hlæja með mér og á tuttugu árum ekki eitt einasta rifrildi. Ég kveð þig aldrei endanlega því þú munt lifa sterkt í hjarta mínu og minningu. Þar til næst þarna hinum meg- in, elsku besti Leó minn. Kæra Ísey, Hrönn systkini Leós, fjölskylda og vinir, megi guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Ykkur sendi ég ást og frið. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. (Höf. ók) Björn (Bjössi) Kolbeins. Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár ég kynntist Leó Jó- hannssyni en það var einhvern tíma snemma á þessari öld. Okk- ur varð strax vel til vina og tók ég snemma eftir því að tónlistar- smekkur okkar var merkilega lík- ur; við dáðum báðir sömu góðu tónlistina. Á milli okkar mynduðust fljótt sterk bönd. Leó var mjög dugleg- ur að rækta vinskapinn og ég fann frá fyrsta degi að hann tók vináttu okkar alvarlega. Mér þótti alltaf mjög vænt um þessa vináttu. Leó var uppátækjasamur og lagði til góðar hugmyndir í hin ýmsu ævintýri sem við tókum okkur fyrir hendur. Sameiginleg ferðalög okkar voru mörg og í þeim ríkti alltaf sönn gleði og var jafnan mikið hlegið. En það er líka óhætt að segja að saman lékum við okkur að hættulegum eldi sem heillaði okk- ur báða framan af. Sá eldur var stundum ágætur ferðafélagi en reyndist síðar ömurlegur farar- stjóri. Ég lagði sjálfur mikið á mig til að losna við þann fjanda og reyndi sannarlega að draga Leó með mér í þá vegferð. En mér fannst eins og sá neisti hefði aldr- ei almennilega kviknað í hjarta þessa vinar míns. Enda hafði al- varlegt bílslys sem hann lenti í ungur alltaf hrjáð hann á líkama og sál og það þvældist því miður fyrir batnaum. Hann var alltaf hlýr, nærgæt- inn og góður vinum sínum, en sjálfum sér síður. Að koma sér sjálfum til bjargar náði þess vegna aldrei að verða það for- gangsmál hjá Leó sem ég vildi að það hefði orðið. Ég trúi því ekki að það sé of seint að þakka Leó fyrir vinátt- una og samfylgdina, og sendi ég Íseyju dóttur hans og öðrum að- standendum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Góða ferð elsku Leó. Frosti Logason. Leó Jóhannsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA STEFÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Purkugerði í Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. desember klukkan 15 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Eirarholts. Stefán Guðsteinsson Þóra M. Gísladóttir Rósa Guðsteinsdóttir Ólafur Guðmundsson Sigríður Guðsteinsdóttir Magnús Yngvi Jósefsson Hallgrímur Guðsteinsson Karl Jóhann Guðsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær afi okkar og vinur, ERLENDUR ÞÓRÐARSON sendibílstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 8. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina. Hægt verður að nálgast streymi á promynd.is/erlendur. Linda Udengård Baldur Þorsteinsson Elín Anna Baldursdóttir Ásgeir Gunnarsson Þórður Hans Baldursson Salka Rósinkranz Hrafn Björnsson Guðrún Biering Arnar Hrafnsson Þröstur Hrafnsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN DAGBJARTSDÓTTIR, Sidda, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember klukkan 13 að viðstöddum nánustu ættingjum. Athöfninni verður streymt á slóðinni www.mbl.is/andlat Halldór Jónatansson Dagný Halldórsdóttir Finnur Sveinbjörnsson Rósa Halldórsdóttir Vilhjálmur S. Þorvaldsson Jórunn Halldórsdóttir Steinunn Halldórsdóttir Raj K. Bonifacius ömmu- og langömmubörn Elskuleg systir, frænka og vinkona, ÁGÚSTA K. JOHNSON, Flókagötu 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. desember klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/qE4U9mRNS8k. Þeim sem vilja minnast Ágústu er bent á styrktarreikning Dómkirkjunnar, 513-26-3565, kt. 5001695839. Kristinn Johnson Ásdís Kr. Smith Edda Flygenring Laufey Böðvarsdóttir Ólöf Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.