Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is – Erum við símann kl. 12-17 virka daga Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJAHönnuður Ragnhildur Sif Reynisdóttir Verð kr. 21.500 Hönnuður Ösp Ásgeirsdóttir Verð kr. 8.500 Jólaskeiðin & jólabjallan 2020 Frí heim- sending Til hamingju Lóa! Bráðfalleg bók í alla staði, fyndin, innileg og einlæg - Lestrarklefinn www.salka.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinnustaður Heimastarf er ögrun. Gott verður að komast í gamla gírinn Vandasöm vinna Að vinna heima er er vandi og krefst aga. Einseta tek- ur á, spjall við vinnufélaga sem bæði gefur og gleður er ekki til staðar og sitthvað getur truflað heima, þó ekki sé nema að hundurinn kalli á athygli. Reynslan sé fín, en gott verður að komast aftur á vinnustað og í hefðbundinn takt. Þetta segja viðmælendur sem sendu okkur myndir af sér á heimaskrifstofunni. „Vinnuaðstaðan hér heima er góð, en fundasetur við tölvuskjáinn allan daginn eru lýjandi. Við verðum flest sjálfsagt fegin því þegar mannamót verða aftur heimil. Tæknilega eru fjarfundir hins vegar ekkert mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður Viðreisnar. Síðan í mars sl. hafa fundir í fastanefndum Alþingis nánast alfarið verið á netinu og svipaða sögu er að segja um starf þingflokka. Mæting í þinghúsið er fyrst og fremst vegna atkvæðagreiðslna. „Að halda fundi yfir netið hefur marga kosti. Umræður eru hnitmiðaðar og fólk kemur sér beint að kjarna málsins. Þetta er ágætt en óneitanlega er missir að spjalli við kaffivélina; samtöl sem oft brjóta ísinn í samskiptum,“ segir þingmaðurinn. Jón Steindór segir að oft taki á líkama og einbeit- inguna að vera heimavinnandi. Því sé pása eða göngutúr nauðsynlegt. „Konan mín er framhaldsskólakennari og vinnur líka heima. Við erum bæði sammála um að núver- andi ástand sé ekki framtíðin. Ég veit að í mörgum fyrir- tækjum sjá stjórnendur að hægt sé að fækka fundum og ferðalögum og spara þannig bæði tíma og peninga. Í stjórnmálunum geta þingmenn úr landsbyggðar- kjördæmunum svo líka væntanlega í einhverjum mæli ræktað tengslin með fundum yfir netið. Einnig er mikið rætt um störf án staðsetningar. Nú sjáum við að slíkt er vandkvæðalítið, en mikilvægi þess að fólk hittist og eigi samskipti í raunheimum má þó ekki vanmeta.“ Alþingi Mikilvægi þess að fólk hittist og eigi samskipti í raunheimum má þó ekki vanmeta, segir Jón Steindór. Missir að spjalli við kaffivélina „Fjarvinna hefur haldið atvinnulífinu og ég vil segja samfélaginu gangandi. En þetta ástand er lýjandi og ég hlakka innilega til þess að komast aftur á vinnustað eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru,“ segir Heiður Hjalta- dóttir, fjármálastjóri hjá Arkþing Nordic í Reykjavík. Þar vinna 17 manns, tæpur helmingur að heiman. „Liði var skipt, eftir að þríeykið gaf út boðorð um að tíu manns hið mesta mættu vera á hverjum stað. Þau okkar á arkitektastofunni sem sögðust geta eða vilja vinna heima fóru þangað, þar á meðal ég. Mér hefur hef- ur fallið þetta ágætlega. Engin truflun, utan hvað hund- urinn þarf sína athygli reglulega. Hér við stofuborðið er ágæt aðstaða og nettengingin hraðvirk. Ég get nálgast yfir netið öll gögn í vinnunni sem þarf, svo sem tíma- skráningu starfsmanna og slíkt, útbúið reikninga og greitt. Þá erum við framkvæmdastjórinn í góðu sam- bandi í síma og á spjallrás svo þetta virkar allt,“ segir Heiður sem telur að sá möguleiki að fólk sinni vinnu að heiman verði talsvert nýttur í framtíðinni. Síðustu mán- uðir hafi fært samfélaginu alveg nýja þekkingu og tæki- færi. „Nei, það þarf ekki endilega að formbinda heimavinnu í starfslýsingu eða samninga. Þetta byggist allt á því að traust sé til staðar. Þegar vinnuveitandi sér að starfs- maður sem er heima skilar sínu 100% er svigrúm beggja hagur. Fólk verður ánægt og allt gengur vel.“ Fjármálastjórinn Engin truflun, utan hvað hundurinn þarf sína athygli reglulega, segir Heiður Hjaltadóttir. Heimavinnan byggist á trausti „Starfshættir síðustu mánaða munu væntanlega leiða til varanlegra breytinga í atvinnulífinu,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. „Mér finnst líklegt að fólk geti sinnt hluta starf síns heima, til dæmis ákveðna daga vikunnar. Fyrirtækin komist því af með minna húsnæði og geti hagrætt samkvæmt því.“ Hjá Olís gildir að starfsfólk á aðalskrifstofu er tvo daga þar í senn og svo aðra tvo heima. Fyrirkomulagið venst ágætlega, segir forstjórinn. „Þó ég sé við vinnu heima í Kópavogi er dagskrá mín sú sama og venjulega. Munurinn er helstur sá að nú ræðist fólk við í Teams, Zoom eða með öðrum forritum sem kipptu okkur inn í nútímann á ljóshraða, þegar kófið krafðist þess. Dag- urinn byrjar alltaf á fundi stjórnenda hjá Olís og þar eru áherslur mótaðar. Svo koma aðrir fundir en auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir að fólk hittist.“ Þegar fólk vinnur hvert í sínu horni eru alltaf líkur á því að liðsandi innan fyrirtækja verði ekki samur og þeg- ar starfsmenn eru á sama stað; geta borið saman bækur sínar á göngunum, yfir kaffivélinni eða tekið skyndifundi um aðkallandi mál. „Við höldum tengslunum virkum yfir netið, þar sem einnig hefur verið haldin fyrir starfs- menn, spurningakeppni og fleira skemmtilegt. Sömuleið- is reynum við að halda uppi góðum samskiptum við okk- ar helstu viðskiptavini þó með öðrum hætti sé en vanalega,“ segir Jón Ólafur Halldórsson. Forstjóri Fólk geti sinnt hluta starfs síns heima, til dæmis ákveðna daga vikunnar, segir Jón Ólafur í Olís. Starfshættir var- anlega breyttir „Samskiptin í dag eru formlegri en áður, fundir eru styttri og skilvirkni meiri. Slíkt er kostur. Gallinn er hins vegar sá að það dregur úr hugmyndaflæði þegar ekki næst þetta stutta spjall við vinnufélaga,“ segir Ásta Dís Óladóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands. Hún sinnir stærstum hluta starfs síns í fjarvinnu og er í góðu sambandi við nemendur yfir netið. „Ég er með nemendur í þekkingarstjórnun sem er áhugavert námskeið á tímum Covid. Þar er meðal annars rætt um samskipti, tækninýjungar, þekkingarmiðlun og fjar- vinnu. Skipulagið er þannig að ég er búin að taka upp fyrirlesturinn og svo hittumst við tvisvar í viku í einn og hálfan til tvo tíma í senn og ræðum saman. Umræðurnar í þeim hópi eru mjög líflegar og það eru allir að taka þátt, jafnvel meira en er í hefðbundinni kennslustofu, en dýnamíkin er samt önnur en ef fólk væri saman í rými,“ segir Ásta og bætir við: „Í núverandi ástandi skiptir miklu fyrir stjórnendur fyrirtækja að vera á tánum, að kanna hvernig fólki líður, hafa samband, teygja sig til starfsmanna, hvetja þá áfram og finna upp á skemmtilegum hlutum sem starfs- fólk getur gert saman, meðal annars í gegnum fjar- fundabúnað. Margir tala annars um að skilin milli vinnu og einkalífs séu horfin, allt renni saman í eitt þegar fólk er heima hjá sér alla daga allan daginn. Þetta eru undar- legir tímar.“ Háskólinn Margir tala annars um að skilin milli vinnu og einkalífs séu horfin, segir Ásta Dís Óladóttir dósent. Stjórnendurnir hvetji og kanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.