Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 UMAGE EOS SKERMUR Svartur. Ø45 cm. 24.995 kr.NÚ 12.498 kr. Ath. perustæði selt sér. VENICE GÓLFLAMPImeð hvítum skerm. H162 cm. 29.900 kr. NÚ 22.425 kr. RHEA BORÐLAMPI Glært gler, gylltur. 12.995 kr. NÚ 9.746 kr. VENUS LOFTLJÓS Svart. Ø30 cm. 12.995 kr. NÚ 9.746 kr. SPAraðu 7.475 Nú22.425 SPAraðu 12.497 Nú12.498 25-40% Sparadu- af öllum ljósum 3.-21. desember 25% af perum Sparadu- 20% af kertum Sparadu- 30% af jólavörum Sparadu- SPAraðu 3.249 Nú9.746 SPAraðu 3.249 Nú9.746 3.-6. DESEMBER Íslenski dansflokkurinn hefur verið tilnefndur til norsku menningarverðlaunanna Subjektprisen fyrir ár- ið 2020. Subjektprisen er ein virtasta hátíð menningar- ársins í Noregi og gefst almenningi kostur á að velja þau verk sem þykja skara fram úr á árinu. DuEls, sam- starfsverkefni Íslenska dansflokksins og norska dans- flokksins Nagelhus Schia Productions, er tilnefnt sem sviðslistaverk ársins eða Stage Production of the Year eins og það heitir á ensku. DuEls er eftir Ernu Ómars- dóttur og Damien Jalet og var frumsýnt á hinu sögu- fræga Vigeland-safni Óslóar í febrúar 2020. Íslenski dansflokkurinn tilnefndur til sviðslistaverðlauna í Noregi FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur með Hammarby í Svíþjóð og skorað 12 mörk í síðustu 15 leikjum. Er hann kominn almennilega af stað á nýjan leik eftir þrálát og erfið meiðsli sem ógnuðu ferli hans. Tímabilið byrjaði hins vegar ekki vel því að Aron fékk kórónuveiruna og meiddist enn og aftur í kjölfarið. Aron ætlar að róa á önnur mið í janúar og hefur verið orðaður við félög í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þá er hann aftur kominn inn í myndina hjá bandaríska landsliðinu. »55 Aron íhugaði að hætta í knatt- spyrnu eftir þrálát og erfið meiðsli ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Hetjur norðurslóða, sögur grænlenskra veiðimanna af hundum sínum, sem Ragnar Axelsson ljós- myndari hefur unnið að í máli og myndum í yfir 30 ár og af miklum þunga undanfarin fjögur ár, er kom- in út hjá Qerndu-forlaginu. Þýska út- gáfufyrirtækið Kehrer gefur bókina út um allan heim á ensku undir heit- inu Artic Heroes og er hún farin í dreifingu í Evrópu en er væntanleg í Bandaríkjunum í janúar. Grænlenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum undanfarna rúma þrjá áratugi og Ragnar eða RAX eins og hann er kallaður hefur ekki aðeins fylgst náið með straum- hvörfunum heldur skrásett söguna. „Hetjudáðir grænlensku sleða- hundanna eru með þeim stórkostleg- ustu sem þekkjast,“ segir hann og vísar til þess að þeir hafi barist í ótrúlegasta veðri um aldir og á ögur- stundu komið húsbændum sínum í öruggt skjól, þegar öll sund virtust vera lokuð. Saga þeirra og veiði- mannanna sé merkileg heimild um líf sem sé á hverfanda hveli, hafi verið á undanhaldi undanfarna áratugi og ljóst sé að líf grænlenskra veiði- manna muni breytast enn frekar í náinni framtíð. „Fyrir áratug voru um 30.000 sleðahundar á Grænlandi en nú eru þeir um 12.000. Með bók- inni sýni ég raunverulegt líf, eins og það er á litlum hluta jarðarinnar, lítið púsl í stórri mynd.“ Mikilvægar heimildir RAX leggur áherslu á að það sé vísindamanna að útskýra loftslags- breytingar. Jöklarnir hafi minnkað og stækkað áður en hann hafi gengið á umræddum bráðnandi blaðsíðum. „Fólk þarf að upplifa hlutina til þess að skilja þá og þetta er mín upp- lifun.“ Bókin er prentuð á Ítalíu. Hún er tæplega 300 blaðsíður í stóru broti með um 140 stórum ljósmyndum. Einar Geir Ingvarsson hannaði verk- ið. RAX segir að hönnunin sé eins og kvikmynd og lesandinn sé hluti ferðalagsins sem hún sýnir. Samfara því að hafísinn bráðni og jöklarnir hopi fækki veiðimönnum og hundum og með bókinni sé hann í raun að bjarga verðmætum heimildum fyrir nútíðina og ókomnar kynslóðir heimsins. „Ég hef fylgst með þessu lífi við erfiðustu aðstæður sem hægt er að hugsa sér og kem því áfram vegna þess að það er svo mikilvægt að heimildirnar glatist ekki, að þetta fallega líf, þó erfitt sé, gleymist ekki. Vonin verður alltaf að lifa. Ég tel reyndar óhjákvæmilegt að öll spjót muni beinast að norðurslóðum, þar með talið Íslandi, á komandi árum.“ Kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum og segir RAX að í kjölfarið hafi bókin vakið mjög mikla athygli erlendis og stærstu blöð og tímrit heims hafi óskað eftir köflum til birtingar. „Ég hef líka fengið mjög hlýjar kveðjur héðan frá Ís- landi og mér þykir mjög vænt um þær, en áhuginn erlendis er miklu meiri en ég gerði mér vonir um og hann á eftir að aukast. Það sýnir best hve mikilvægt er að skrásetja sög- una með myndum og sú staðreynd verður aldrei of oft áréttuð.“ Hetjudáðir hunda og fólks á norðurslóðum Ljósmynd/RAX Hetjur norðurslóða Sleðahundar á Grænlandi elta spor ísbjarna.  Áratugavinna Ragnars Axelssonar ljósmyndara í bók Stoltir Einar Geir Ingvarsson með bókina og Ragnar Axelsson – RAX.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.