Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
www.salka.is
Leiðarvísir
að jákvæðum
samskiptum
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Dreifing á bréfum og pökkum hefur
gengið ágætlega hjá Póstinum þrátt
fyrir mikla fjölgun sendinga og tak-
markanir vegna sóttvarna. „Það er
mikið magn í kerfinu. Svo koma
stórir kúfar, sprengjur, eftir mikla
verslunardaga eins og að undan-
förnu,“ segir Brynjar Smári Rúnars-
son, forstöðumaður þjónustu-
upplifunar hjá Póstinum. Hann er að
vísa til svarts föstudags og net-
mánudags en mörgum sendingum
þarf að koma til skila eftir slíka daga
og vikur.
Hann tekur fram að veðrið þessa
dagana tefji eitthvað sendingar út á
land. Þá hafi fjöldatakmarkanir á
póstmiðstöðinni og annars staðar í
vinnslu fyrirtækisins áhrif.
Póstleggja þarf sendingar fyrir
18. desember ef tryggt á að vera að
þær berist viðtakendum innanlands
fyrir jól.
Færri flutningsleiðir
Það hefur áhrif á sendingar pakka
og bréfa til annarra landa að flutn-
ingsleiðir eru ekki eins opnar og
venjulega, vegna kórónuveirufarald-
ursins. Mun minna er flogið og flogið
beint til færri landa. Þá verða stund-
um truflanir á vinnslu sendinga í
þeim löndum þar sem faraldurinn er
skæðastur á hverjum tíma.
7. desember er síðasti skiladagur
fyrir bréf og pakka sem eiga að fara
til landa í Evrópu, ef tryggt á að
vera að sendingar berist til viðtak-
enda fyrir jól. Brynjar hvetur þó
fólk til að bíða ekki eftir þessum degi
heldur póstleggja bréf og pakka sem
allra fyrst. Það eigi einnig við um
sendingar innanlands. Einnig að
skrá sendingar í tölvunni hjá sér áð-
ur en farið er með þær á pósthús því
fjöldatakmarkanir séu á pósthúsum
vegna faraldursins. 27. nóvember
var síðasti skiladagur sendinga til
landa utan Evrópu.
Álag á þjónustuveri
Erfitt hefur verið að ná í þjón-
ustuver Póstsins að undanförnu,
hvort heldur er í gegnum síma eða
netspjall. Brynjar segir að það
helgist af miklu álagi. Fyrirspurnum
fjölgi í takt við fjölgun sendinga. Þá
hafi hnökrar verið á símkerfinu en
það sé komið í lag. Viðurkennir hann
að stundum sé löng bið, þrátt fyrir
að starfsmönnum hafi verið fjölgað.
Dreifing pakka gengur ágætlega
Kúfar hjá Póstinum þessa dagana
Fólk hvatt til að póstleggja sem fyrst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pósturinn Starfsfólk í póstmiðstöðinni hefur meira en nóg að gera.
„Við ætlum að hækka hitann í landanum
með bingóveislu í kvöld, ekki veitir af,“
segir Sigurður Þorri Gunnarsson, út-
varpsmaður og bingóstjóri á K100.
Sjötti bingóþáttur K100 með Sigga
Gunnars og Evu Ruzu hefst klukkan 19
í kvöld. Þátturinn verður sendur út í
beinu streymi á mbl.is og á rás 9 í sjón-
varpi Símans.
Tónlistarmaðurinn vinsæli Auður
verður með að þessu sinni. Í síðustu
bingóveislu gengu yfir 900 vinningar út
og engin ástæða til að ætla að það verði
færri í kvöld enda vinsældir bingósins
sívaxandi. Gjafabréf í þyrluflug og Sam-
sung-snjallúr eru meðal aðalvinninga í
kvöld og fjölmargir aukavinningar í
boði.
Þátttakendur eru hvattir til að vera
með á twitter undir #mblbingó.
Bingóveisla hækkar hitann
Þyrluflug og snjallúr frá Samsung meðal vinninga í kvöld
Hvetja þátttakendur til að vera með á twitter
Bingó Hægt verður að tísta orðum fyrir stafinn N á spjaldinu í kvöld.
Tónlistarkonan María Magnúsdóttir eða MIMRA
hélt tónleika í búðarglugga þar sem áður var að
finna minjagripaverslun á Laugavegi í gær.
Framtakið Talið í tónum, sem styrkt er af Mið-
borgarsjóði, er eins konar tónleikajóladagatal.
Til stendur að halda gluggatónleika á hverjum
degi á Laugavegi 32 fram að jólum. MIMRA seg-
ir þetta hafa verið skemmtilegt enda tónlistar-
menn farið að þyrsta í að spila fyrir fólk.
Morgunblaðið/Eggert
Gluggatónleikar í tómri minjagripaverslun á Laugavegi
Bakvörðurinn Anan Aurora Waage,
sem sökuð var um að hafa villt á sér
heimildir þar sem hún starfaði sem
bakvörður á hjúkrunarheimilinu
Bergi í Bolungarvík í byrjun apríl,
ætlar í skaðabótamál við fjölmiðla
og íslenska ríkið.
Héraðssaksóknari hefur ákveðið
að gefa ekki út ákæru í máli Önnu,
sem var handtekin 10. apríl sökuð
um að hafa framvísað fölsuðum
gögnum og misfarið með lyf.
Í yfirlýsingu frá lögmanni henn-
ar, Jóni Bjarna Kristjánssyni, kem-
ur fram að umfjöllun fjölmiðla hafi
verið henni óvægin sem og athuga-
semdir netverja.
Enn fremur segir að hún hafi ver-
ið hreinsuð af öllum sakaráburði frá
því á vormánuðum og nú taki við að
endurheimta mannorð og æru.
„Þá liggur fyrir að mikil vinna er
fram undan við að sækja bætur og
ómerkja rangindi og ærumeiðingar
sem fjölmiðlar og netverjar hafa
viðhaft um hana. Þá mun hún jafn-
framt höfða mál á hendur íslenska
ríkinu fyrir handtöku hennar sem
var algerlega tilefnislaus og fór
fram á óþarflega niðurlægjandi og
meiðandi hátt,“ segir í yfirlýsing-
unni.
Anna fer
í skaða-
bótamál
Verður ekki ákærð