Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 60
SUNNUDAGSSTEIK Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér! Heilt lambalæri á gamla mátann • Koníaksbætt sveppa-piparsósa, kartöflugratín, rauðkál og salat • Marengsbomba Fyrir 4-6 manns Verð 12.990 kr. Pantaðu í síðasta lagi laugardaginn 5. des. á info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000. Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn. TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr. gildir ekki með öðrum tilboðum. Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is Takmarkað magn í boði 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Morgunblaðið átti heldur betur eftir að vera starfsvettvangur Jó- hanns. Samhliða öðrum störfum var hann um langt árabil bæði leiklistar- og bókmenntagagnrýn- andi blaðsins. Sem gagnrýnandi var Jóhann íhugull, sanngjarn og faglegur, eins og vera ber. Og í áratug, frá 1990 til ársins 2000, var hann hér í fullu starfi og hafði, auk þess að gagnrýna sjálfur, umsjón með bókmenntagagnrýni í blaðinu og skrifaði fjölda pistla. Á þeim tíma unnum við talsvert saman og var það alltaf ánægjulegt; Jóhann var ekki hávær maður en þekking hans á listum var djúp og alltaf gaman að ræða málin. Hann var óspar á góð ráð um lestur og ljóða- safn Neruda barst mér til að mynda frá honum; hann þurfa allir að lesa, sagði skáldið. Ljóðið er hljóðlátt „Ljóðið er í eðli sínu hljóðlátt og stendur næst þögninni. Ljóðskáld hvetja til þess að farið sé varlega með orð svo ekki blotni í púðrinu. Þau óttast gengisfellingu orðanna,“ skrifaði Jóhann í einum pistla sinna um bókmenntir hér í blaðinu. Það var árið 1998 og eins og þegar skáld skrifa um skáld- skap má alltaf velta fyrir sér hvort ekki megi finna þar fyrir einhverskonar stefnuskrá. Jóhann vildi fara varlega með orð. Á þeim hatursfullu tímum hat- rammra flokkadrátta sem kenndir eru við kalt stríð – stríð sem „gerði enga okkar að betri mönn- um“, eins og Halldór Guðmunds- son hafði eftir fyrrverandi rit- stjóra okkar Jóhanns, Matthíasi Johannessen, hér í blaðinu á dög- unum – þá skipaði Jóhann sér í flokk borgaralegra listamanna. Og fékk víða bágt fyrir. En hann stóð keikur við sínar skoðanir og gaf meira að segja árið 1976 út ljóða- bókina Dagbók borgaralegs skálds. Og tekst þar eins og í svo mörgum bóka sinna á við hvers- daginn á myndríkan hátt: Fjöllin sigla á móti okkur í hitamóðu júnídags, líða í draumi um himin og haf. Allt er óraunverulegt en þó nærri og siglir á móti okkur óháð öðru en draumi sínum. Þegar sturlunarmóða kalda stríðsins rann af mönnum og hægt var að meta framlag listamanna af skynsemi, þá sáu allir, hvar sem þeir höfðu skipað sér í flokka, hvað margt var gott í skáldskap Jóhanns. Og þá gengust líka ýmsir í hópi yngri skálda við áhrifum af skáldskap Jóhanns og eins þýð- ingum hans. Í grein um ljóðaþýðingarnar í Lesbók fyrir 17 árum segir Jón Kalman Stefánsson margt af þeim vera úrvalsskáldskap og skila með áhrifamiklum hætti kvæðum mik- illa erlendra skálda inn í íslenska menningu. Jón Kalman segir til að mynda að Hillingar á ströndinni sé jafnasta bók Jóhanns Hjálm- arssonar sem ljóðaþýðanda: „Það er bók sem nötrar af skáldskap, maður tekur hana með sér í ferða- lög, í flugvél, í strætó, þegar mað- ur fer á milli herbergja, hún er á náttborðinu – hinn besti skáld- skapur.“ Ég hef undanfarna daga lesið í bókum Jóhanns, frumortum og þýddum, og þau orð eiga við margt á þeim síðum. En ég kveð gamlan samstarfsfélaga með lokalínunum í þýðingu hans sjálfs á ljóði hins sænska Thomasar Tranströmer sem nefnist „Íslenskur vetur“ og á einstaklega vel við nú: … Úti geysist um flokkur gagnsærra risavaxinna spretthlaupara yfir hraun- breiðuna. En ég er ekki lengur á valdi stormsins. Ég sit bak við glerið, kyrr, mín eigin mynd. Líklegt að hann verði mikið skáld Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ungskáld Jóhann Hjálmarsson og börn hans, Þorri, Dalla og Jóra, í garð- inum við heimili fjölskyldunnar við Öldugötu árið 1973. Höfundarveisla Þegar Kurt Vonnegut var gestur á Bókmenntahátíð árið 1987 sat hann boð Almenna bókafélagsins. Aftast á myndinni eru Jóhann og Kristján Jóhannsson; fyrir miðju Kristján Karlsson, Eiríkur Hreinn Finn- bogason, Einar Már Guðmundsson, Sigurður Pálsson og Sigurður Valgeirs- son; fremst Vonnegut, Jóhannes Nordal og Björn Bjarnason. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Hylling Nemendur og kennarar Grunnskólans á Hellissandi tileinkuðu ljóð- skáldinu Jóhanni dagskrá á degi íslenskrar tungu árið 2003. Skáldið situr fremst ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Kristrúnu Stephensen. Morgunblaðið/RAX Skáldið Jóhann sést hér í bókastofu sinni heima í Mosfellsbæ árið 2004 þeg- ar greint var frá útgáfu safns ljóða hans sem þýdd voru á spænsku. AF BÓKMENNTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er allra snotrasti öngull,enda þótt eigandinn skrifihann með au!“ skrifaði Kristmann Guðmundsson hér í Morgunblaðið á aðventu árið 1956 í gagnrýni um nýja ljóðabók ungs skálds, Aungull í tímann. Þetta var fyrsta bók Jóhanns Hjálmarssonar sem var ekki nema 17 ára gamall. Og Kristmann var jákvæður og bætti við: „Ef þessi piltur öðlast þann þroska, þá menntun og víð- sýni, sem skáldum er nauðsynleg, þá er líklegt að hann verði mikið og gott ljóðskáld.“ Hann sagði að í bókinni væri hvert smáljóðið öðru betra og hann tók tvö dæmi, það seinna er „Vor“: Sólrauðir fuglar svífa yfir blátærri lind Og lítið barn kemur gangandi eftir veginum með vorið í höndunum. Íhugull, sanngjarn og faglegur Árin liðu og Jóhann sendi á næstu sex áratugum frá sér fjöl- margar ljóðabækur. Flestar frum- ortar en líka nokkrar mjög áhuga- verðar með ljóðaþýðingum. Þá komu ljóð hans út í allskyns söfn- um á mörgum tungumálum. Og spádómur Kristmanns um ungling- inn sem hafði kjark og metnað til að gefa út bók 17 ára gamall rætt- ist: Jóhann varð mikið og gott skáld. En nú er hann látinn, 81 árs að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík en ólst líka upp á Hellissandi, eins og sjá mátti í sumum kvæða hans sem höfðu athyglisverðar tengingar við Snæfellsnes, til að mynda bókin Marlíðendur (1998) þar sem mark- visst er vísað til Eyrbyggju. Jó- hann lærði til prentiðnar en hélt svo fyrst árið 1959 til Spánar að læra spænsku og var aftur kominn þangað 1965 og lagði þá einnig stund á bókmenntafræði. Þá hafði hann áður verið í Kaupmannahöfn og í Stokkhólmi, 1962 til 63, þar sem hann lagði stund á norrænar samtímabókmenntir. Þessi tími er- lendis hafði mikil og mótandi áhrif á skáldið, eins og bæði má sjá í ljóðum þess og þýðingum. Jóhann starfaði lengi hjá Pósti og síma, síðustu árin þar sem blaðafulltrúi. Það var þess vegna sem skáldbróðir hans Sigurður Pálsson sagði einhverntíma á þeim tíma með bros á vör, þegar hann var einn kennara minna við Há- skólann, að Jóhann væri hinn eini sanni póst-módernisti hér á landi. Jóhann hló að því viðurnefni þegar ég bar það undir hann. En Kristmann skrifaði um unga skáldið á síðu hér í blaðinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.