Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Elínrós Líndal elinros@mbl.is „Desember er stór mánuður í minni fjölskyldu. Við systkinin þrjú eigum öll afmæli í desember, önnur mág- kona mín og þrjár bræðradætur. Þannig að við erum sjö afmælisbörn í desember, auk þess eiga foreldrar mínir brúðkaupsafmæli – og svo eru jólin auðvitað á þessum tíma líka.“ Alin upp við hefðbundin íslensk jól „Ég var alin upp við hefðbundin ís- lensk jól þar sem jólatréð var sett upp á Þorláksmessu og allt var mun lágstemmdara en það er í dag. Ég á ekkert nema góðar minningar úr minni æsku í kringum jólin. Við klæddum okkur upp á í sparifötin og jólin voru hringd inn með jólamess- unni á Rás 1. Þannig er það reyndar enn í dag, sama hvar í heiminum við erum, þá er partur af hefðinni að hlusta á messuna á RÚV. Við Ísa- bella mín höfum útbúið okkar eigin hefðir og njótum þessarar hátíðar báðar tvær.“ Linda segir að búseta sín í Banda- ríkjunum og Kanada hafi án efa áhrif á það hvernig hún heldur upp á jólin í dag. „Ég hef eflaust sankað að mér hefðum, sér í lagi frá Bandaríkjunum og Kanada og þá helst í formi þess að byrja að skreyta snemma. Einnig er- um við með hefðina að hafa jólasokka á amerískan máta og að opna þær gjafir í náttfötunum á jóladags- morgun meðan við sötrum heitt kakó. Önnur hefð er sú að við mæðgur viljum helst vera í nýju jólanáttföt- unum okkar á aðfangadagskvöld og gerum það ef við erum tvær, en þeg- ar foreldrar mínir eru hjá okkur í mat klæðum við okkur upp á. Pabba fannst það heldur furðulegt að hafa okkur mæðgur á náttfötunum í jóla- matnum á aðfangadagskvöld, þannig að við tökum tillit til þess og klæðum okkur upp á fyrir þau, en förum svo bara í náttfötin sem fyrst á eftir.“ Hugar að heilsunni alltaf Hugsarðu um heilsuna á jólunum? „Mín heilsuheimspeki er partur af mínum daglega lífsstíl, óháð árstíð- um.“ Linda segir að jólin á Húsavík hafi verið yndislegur tími með stórfjöl- skyldunni. „Við fórum til afa og ömmu úr báðum ættum, þar sem allir komu saman. Við vorum með laufa- brauðsgerð, sögustundir og aðrar notalegar minningar sem gott er að ylja sér við.“ Hvað gerir þú aldrei á jólunum? „Ég reyni að forðast að lifa eftir orðunum „aldrei“ og „alltaf “ því þær áherslur geta breyst eins og ég og því hef ég tamið mér að halda mig við milliveginn en ætli það sé ekki helst að ég neyti ekki kjöts úr dýra- ríkinu.“ Ekki allar gjafir jafn góðar Hver er besta gjöfin sem þú hefur fengið á jólunum? „Það er allt sem dóttir mín hefur útbúið handa mér sjálf. Svo platan Litli Mexíkaninn með Kötlu Maríu sem ég fékk að mig minnir árið 1981. Ég man hvað ég var yfir mig ánægð með gjöfina, ég fékk að vaka fram eftir, spilaði plötuna á Ferguson- plötuspilaranum sem pabbi og mamma höfðu keypt í Kaupfélaginu og þótti nú aldeilis flottur. Ég sat með stór heyrnartól og spilaði og söng eins og enginn væri morgun- dagurinn.“ En sú versta? „Ég fékk svo hallærislega jólagjöf frá kærasta eitt sinn, að ég get ekki haft það eftir hér, af tillitssemi við hann.“ Gerir þú eitthvað fyrir þig sér- staklega á jólunum? „Aðallega að slaka á, vera í núinu og njóta einfaldleikans. Mér finnst gott að slaka á, lesa bók og leyfa mér að taka blund. Við spilum og hlustum á fallega tónlist. Svo er hressandi að fara saman í göngutúr með hundana. Mér finnst þessi tími töfrum líkastur og ekki verra ef maður er ástfanginn á jólum. Það er ákveðin rómantík og gleði í loftinu á þessum árstíma.“ Millibitar ekki nauðsynlegir Áttu ráð fyrir fólk sem vill forðast það að þyngjast um jólin? „Jólahátíðin nálgast hratt og henni fylgja oft ansi margar ástæður til að sleppa sér í ljúffengum mat og drykk. Ef þú vilt markvisst skipu- leggja þig og fyrirbyggja þyngd- araukningu og vanlíðan sem fylgir ofáti, þá eru hér nokkur ráð frá mér til að halda þér á beinu brautinni. Þú þarft ekki á millibitum að halda. Slepptu þeim alveg. Heilinn mun eflaust segja þér að þú munir deyja samstundis látir þú ekki eftir þér að fá þér, en trúðu mér, þú lifir það af! Þetta snýst um að vera með- vitaður um hugsanir sínar og langan- ir. Leyfðu löngun að fara í gegn án þess að svara henni með mat. Fáðu þér heldur vatnsglas og bíddu í 15 mínútur. Ef þú ert enn svöng/ svangur þá færðu þér að borða. Ann- ars ekki. Stundum erum við einfald- lega þyrst þegar við teljum okkur vera svöng. Næring er undirstaða heilsu okk- ar. Þess vegna er mikilvægt að hugsa um það sem við setjum ofan í okkur og hvaðan það kemur. Í hvert sinn sem við borðum eða drekkum ættum við að spyrja okkur: „Mun þetta hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á líkama minn?“ Gerðu skriflegt matarplan. Skrif- aðu niður daginn áður, hvað þú ætl- ar nákvæmlega að borða og drekka næsta dag, og farðu að fullu eftir því. Útbúðu matarplan sem gerir þér líkamlega gott. Reyndu að ákveða svokallaðan „matarglugga sem er sá tími sem þú ætlar að borða og þar með „fasta með hléum“, sem er tíminn utan matar- gluggans. Sem dæmi gætirðu ákveðið að matarglugginn þinn sé frá átta um morgun til átta að kveldi, sem eru tólf tímar og þá fast- arðu í aðra tólf tíma. Prufaðu þig áfram og finndu út hvað hentar þér best. Stattu með sjálfri/sjálfum þér og taktu ábyrgð. Með því að ákveða fyrirfram notarðu framheilann til að taka bestu ákvörðunina fyrir fram- tíðarsjálfið þitt í stað þess að láta undan frumheilanum sem vill umb- un strax! Þú lærir smám saman að standa með sjálfri þér og virða eigin ákvarðanir. Og þú munt uppskera árangur. Fyrir þá sem vilja léttast, eða ekki bæta á sig, er kjörið að fá sér súperdrykk (ofurþeyting) í staðinn fyrir máltíð. Þetta er bæði einföld og áhrifarík leið til þess að halda auka- kílóunum í skefjum yfir hátíðirnar. Þú einfaldlega skiptir út einni mál- tíð fyrir einn súperdrykk. Það er gott að neyta hans í morgun- eða há- degisverð, og mörgum finnst það vera besta leiðin til að halda sig á beinu brautinni. Að hefja daginn á hollustubombu, eins og þessir súp- erdrykkir eru, hjálpar flestum að velja betri og hollari mat yfir dag- inn. Upplagt að hafa 28 daga heilsu- áskorunina með í gegnum hátíð- irnar, og fá sér einn súperdrykk á dag. Þá veistu að þú færð þér holl- ustubombu í eina máltíð og getur þá leyft þér að njóta seinni máltíða, án samviskubits.“ Áttu góða uppskrift sem þú ert til í að deila með lesendum? „Það eru svo margar góðar upp- skriftir að allskyns kræsingum að ég vil helst benda fólki á að fá sér einn súperdrykk á dag og auka við grænmeti. Þess vegna læt ég fylgja hér með uppskrift að einum slíkum, gott á móti öllu átinu og sætind- unum sem eru í boði.“ Jarðarberja- og goðaberjaþeytingur Þeytingar eru auðveld, fljótleg og áhrifamikil leið til að gefa lík- amanum orku og hlaða hann af miklu magni næringarefna. Með því að bæta næringarríkri ofurfæðu út í blönduna eykurðu næringargildi hennar til muna. Goðaber (goji-ber) búa yfir átta mikilvægum amínósýrum og geta styrkt ónæmiskerfið, viðhaldið blóð- sykursgildum og dregið úr liða- gigtarverkjum. Þessi þeytingur er stútfullur af sykursnauðum berjum og stuðlar að því að halda blóðsykri og insúlín- gildum í skefjum. Innihald: 2 msk. þurrkuð goðaber 1 msk. chiafræ 1 bolli snyrt jarðarber 1 frosinn banani 2 bollar möndlumjólk ½ tsk. hunang (ef fólk vill) Handfylli af klökum Aðferð Allt sett í blandara og þeytt saman þangað til drykkurinn er orðinn silkimjúkur. „Fékk svo hallærislega jólagjöf frá kærasta eitt sinn, að ég get ekki haft það eftir“ Linda Pétursdóttir, athafnakona, fyrrverandi Ungfrú heimur og lífs- og þyngdartapsráðgjafi, er á Íslandi um þessar mundir. Hún verður á heimili sínu á Álftanesi á jólunum og segist taka desember- mánuði fagnandi þar sem mánuðurinn skipti fjöl- skyldu hennar miklu máli. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir Jólabarn Linda segir jólin einstaklega góðan tíma en enga afsökun til að viðhalda ekki markmiðum sínum. Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 - Fyrir jólin - Úrval af hangikjöti, hamborgarhryggjum, nautakjöti og villibráð Skoðaðu vöruúrvalið og leggðu inn pöntun á nýrri heimasíðu www.kjotsmidjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.