Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF), segir útlit fyrir færri gjaldþrot í íslenskri ferðaþjón- ustu á árinu en óttast var. Hins vegar kunni gjaldþrotum í greininni að fjölga á ný næsta haust. Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um viðspyrnustyrki. Markmið laganna er að rekstraraðilar „geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist“. Jákvæð breyting á nálgun Sérfræðingar SAF hafa síðustu daga metið áhrif þeirra á greinina. Jóhannes Þór segir útlit fyrir að styrkirnir muni gagnast fyrirtækjum og að mikilvægust sé sú breyting sem orðin sé á nálgun aðgerða stjórnvalda frá lánaúrræðum yfir í beina styrki vegna tekjufalls. Samkvæmt frumvarpinu skal fjárhæð við- spyrnustyrks vera 90% af rekstrarkostnaði rekstraraðila mánuðinn sem umsókn varðar. Hann geti þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur tekju- falli rekstraraðila í viðkomandi mán- uði. Sett eru tvíþætt hámörk. Að hámarki 400 þúsund Annars vegar geta þeir ekki orðið hærri en 400 þúsund fyrir hvert stöðugildi hjá rekstraraðila í mánuð- inum og ekki hærri en 2 milljónir, enda sé tekjufall 60-80%. Hins vegar geta þeir ekki orðið hærri en 500 þúsund fyrir hvert stöðugildi hjá rekstraraðila í mánuð- inum og ekki hærri en 2,5 milljónir króna, enda sé tekjufall rekstraraðila meira en 80%. Jóhannes Þór segir það mat SAF að skoða þurfi þessa útreiknings- reglu betur. Nánar tiltekið hvort skilyrðin geti bitnað á fyrirtækjum sem hafa þurft að segja upp nær öllu starfsfólki og draga svo saman um- svifin að launakostnaður sé nú nær enginn en annar rekstrarkostnaður enn til staðar. Mikilvægt sé að styrk- irnir nýtist sem flestum fyrirtækjum sem best til að tryggja sem kröftug- asta viðspyrnu. Í því samhengi skipti máli að fyrirtækin geti nýtt styrkinn til að ráða starfsfólk til að efla við- spyrnu en einnig til að minnka upp- safnaðan fastakostnað sem ella muni hamla vexti. Leysa þarf tæknileg atriði „Meðal annars þarf að skoða hvort horft er til stöðugilda nú eða áður en áhrifa faraldursins fór að gæta. Það hefur áhrif á hvort styrkirnir nýtist aðeins til að greiða laun eða bæði laun og fastakostnað. Þetta eru tæknileg atriði eins og oft vill verða þegar mál koma inn í þing. Að því gefnu að þetta verði skoðað held ég að niðurstaðan verði góð og að að- gerðin muni nýtast mun betur án þess að auka áætlaðan hámarks- kostnað ríkisins. Það er verið að leggja heilmiklar fjárhæðir í styrki sem munu nýtast fyrirtækjum vel.“ Jóhannes Þór segir uppsagnar- styrki, greiðsluskjól og stuðningslán hafa komið í veg fyrir mun tíðari gjaldþrot. Til dæmis nýti nú mun fleiri fyrirtæki sér greiðsluskjólið en fyrir tveimur til þremur mánuðum. 30-40% félaga færu í þrot – En hversu hátt hlutfall fyrir- tækja í greininni skyldi komast í gegnum faraldurinn? „Það er mjög erfitt að segja. Síð- astliðið sumar vorum við að vona að það yrðu alls ekki meira en 30-40% [fyrirtækjanna] gjaldþrota en nú er- um við farin að vona að það geti orðið jafnvel lægri prósenta.“ – Hvernig eru horfur næsta haust? „Þótt gjaldþrotum hafi fjölgað frá fyrri árum hefur sem betur fer ekki orðið sú mikla fjölgun gjaldþrota sem við áttum von á. Til að komast í gegnum þennan vetur hafa fyrir- tækin mörg hver þurft að skuldsetja sig töluvert. Næstu háönn munu fyrirtækin eygja möguleika á að vinna sig út úr vandanum.“ Minna framboð en eftirspurn „Það liggur þó ljóst fyrir að þeim mun ekki öllum takast það. Næsta haust gætum við því mögulega séð aðra hrinu gjaldþrota. Þessi atvinnu- grein getur þjónustað um og yfir tvær milljónir ferðamanna. Það ligg- ur hins vegar fyrir að eftirspurnin verður líklega einhvers staðar undir milljóninni á næsta ári. Það gæti tek- ið fjögur ár að ná upp sama jafn- vægi,“ segir Jóhannes Þór um horf- urnar í ferðaþjónustu. Með þetta í huga sé því miður lík- lega óhjákvæmilegt að grisjunin í ferðaþjónustunni haldi áfram. Slípa þarf til tekjufallsstyrki  Framkvæmdastjóri SAF segir hægt að tryggja betri nýtingu styrkjanna án þess að auka kostnaðinn  Meðal annars þurfi að skoða reiknireglu stöðugilda  Útlit fyrir aðra hrinu gjaldþrota haustið 2021 Jóhannes Þór Skúlason 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Tilvalið í jólapakkann Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Litlar hópsýkingar sem komið hafa upp á vinnustöðum, leikskólum, hjá fjölskyldum og víðar bera faraldur kórónuveiru nú uppi innanlands, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- læknis. 16 innanlandssmit greindust á þriðjudag. „Samkvæmt þessum tölum er [faraldurinn] ekki á niðurleið. Það er línulegur vöxtur í þessu. Við erum náttúrlega að horfa á eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku,“ segir Þórólfur og á þá við að smitin sem nú greinist eigi upptök sín í sýk- ingum sem komu upp fyrir um viku. Þórólfur segir að smitin sem nú séu að koma upp tengist litlum hóp- sýkingum. „Allar þessar sýkingar eru hóp- sýkingar. Þetta kemur upp innan sem utan fjölskyldna, á vinnustöð- um, í einhverjum hópum sem fólk hittist í þannig að þessi veirusýking samanstendur af litlum hópsýking- um. Það er það sem heldur þessu gangandi,“ segir Þórólfur og bætir við: „Þannig að ég vona að þetta sé ekkert mikið víðar en auðvitað getur þetta leynst víða og komið upp í raun og veru hvar sem er, þannig séð.“ Fimm þeirra sem greindust á þriðjudag voru utan sóttkvíar við greiningu. 204 eru í einangrun og fjölgar þeim um fimm á milli daga. 637 eru í sóttkví. Eitt virkt smit greindist á landa- mærunum. Samtals voru 1.407 sýni tekin í gær. 39 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Tveir þeirra liggja á gjörgæslu. ragnhildur@mbl.is Hópsýkingar bera faraldurinn uppi  16 innanlandssmit greindust í gær Kórónu- veirusmit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands: 42,8 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 204 eru með virkt smit og í einangrun 637 einstaklingar eru í sóttkví 39 eru á sjúkrahúsi, þar af 2 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 12,8 16 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 27 einstaklingar eru látnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.