Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 ✝ ÞórunnLovísa Ísleifs- dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1967. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 19. nóvember 2020. Foreldrar Þór- unnar Lovísu eru Andrea Þórðar- dóttir, f. 16. des- ember 1936 og Ísleifur Marz Bergsteinsson, f. 4. nóvember 1933. Systkini Þórunnar Lovísu eru Gunnar Örn Ísleifsson, f. 16.7. 1957, Guðrún Ísleifs- dóttir, f. 3.7. 1958, dáin 12.3. Þórunn ólst upp í Hafn- arfirði og gekk í Víð- istaðaskóla. Hún útskrifaðist sem stúdent frá FG árið 1990 og árið 2007 útskrifaðist hún með BA-gráðu í markaðs- fræði frá IBA, Kolding, í Danmörku. Þórunn vann með lömuðum og fötluðum í Reykjadal, vann við þjónustustörf í Gafl- inum, sem móttökuritari hjá Fjárvangi og einnig hjá Frjálsa fjárfestingarbank- anum. Síðustu starfsárin vann hún sem fulltrúi hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Þórunn Lovísa verður jarð- sungin frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag, 3. desember 2020, kl. 13 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y5fvq425 Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat 2014, Þór Ísleifs- son, f. 12.7. 1960, dáinn 30.11. 1963. Þórunn giftist Ottó Ragnari Jónssyni, f. 21. júní 1965, hinn 8. júlí 1989. Börn þeirra eru: 1) Arnar Páll, f. 9.3. 1991, sam- býliskona Hafdís Jónsdóttir og eiga þau saman yndislegan Alex Inga, f. 2018. 2) Ásta Pálmey, f. 9.4. 1994, sambýlismaður Arnar Aðalgeirsson og eiga þau saman yndislega Lovísu Mist, f. 2018. Elsku mamma mín. Síðustu daga hef ég fundið fyr- ir miklum tómleika og hef hugsað mikið um þig. Þú varst óendan- lega traust, hlý, skemmtileg og áhugasöm um hvað við Ásta Pál- mey vorum að takast á við. Það var ávallt hægt að leita til þín með hvað sem var, þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta og leiðbeina. Það var alltaf stutt í hláturinn og gleðina í kringum þig. Við náð- um alltaf svo vel saman og teng- ingin okkar á milli var mjög sterk. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann tíma sem þú fékkst með barnabörnunum þínum þeim Alex Inga og Lovísu Mist. Þú lést veikindin aldrei ná tök- um á þér og barðist allan tímann. Jólin í ár verða ekki eins án þín. Við munum öll sakna þín afar mikið. Þinn sonur Arnar Páll. Elsku besta mamma mín. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín nú þegar og hversu mikið ég mun sakna þín. Lífið er svo sannarlega ekki sanngjarnt og þú fórst allt of snemma. Þú varst sú allra besta mamma sem ég hefði nokkurn tímann geta óskað mér, traust, góð, elskuleg og skulum ekki gleyma fáránlega skemmtileg og fyndin! Við systkinin gátum alltaf leit- að til þín með hvað sem er og fengið bestu ráðin. Þú kvartaðir aldrei yfir þínum veikindum og varst algjörlega staðráðin í því að taka aðeins einn dag í einu. Ég sagði oft við þig hvað ég þoldi ekki þetta hugtak að taka einn dag í einu, en það er í raun það eina sem maður getur gert í svona stöðu. Það var aldrei inni í myndinni að tapa þessu verkefni, ekki einu sinni í lokin. Ég get ekki annað en verið þakklát fyrir hvað þú tókst alltaf vel á móti öllum mínum vinkonum og vinum. Ef það var liðinn lang- ur tími síðan þú sást þau þá spurðirðu alltaf um þau og hat- aðir svo sannarlega ekki að fá allt slúðrið í leiðinni. Það er svo margt sem situr eft- ir en líka svo margt sem við áttum eftir. Ég er mjög þakklát fyrir all- ar utanlandsferðirnar okkar. Ég man að þú talaðir lengi um Chi- cago- og Toronto-ferðirnar okkar saman þegar ég starfaði sem flugfreyja. Við gátum alltaf skemmt okkur og skálað saman. Lovísa Mist mun sakna þín rosalega mikið, elsku bestu ömmu Þórunnar. Hún er svo heppin að hafa náð að kynnast þér og ég veit að þú munt passa hana í framtíðinni. Þú varst mín allra besta vin- kona og fyrirmynd í lífinu og fyrir það er ég þakklát. Nú er komið að kveðjustund í bili en ég bíð spennt eftir að hitta þig aftur. Elska þig alltaf, þín dóttir, Ásta Pálmey Ottósdóttir. Þessi dagur var fjórði ömur- legasti dagur í lífi okkar hjón- anna, þegar Þórunn kvaddi þenn- an heim. Síðan þá höfum við verið hálflömuð, vart verið í sambandi og átt erfitt með að ná utan um hlutina. Sárt var að missa ófædda dóttur okkar, elskulega drenginn okkar Þór, síðan frábæra dóttur Guðrúnu, en núna finnst okkur nóg komið. Nú er aðeins einn eft- ir, sonurinn Gunnar Örn. Að lifa börnin sín er vart það sem for- eldrar kjósa sér, en þannig er framvindan í sumum tilfellum. Þórunn var einstaklega yndis- leg dóttir. Framkoma hennar fág- uð, hlý og hún hvers manns hug- ljúfi. Á fyrsta ári fluttist hún með okkur til Hafnarfjarðar þegar við brugðum búi og fluttum frá Reykjavík í nýja íbúð. Í Hafnar- firði átti hún eftir að vaxa upp og dafna upp frá því. Hennar líf mót- aðist snemma af því að hlúa að fötluðum börnum í Reykjadal í Mosfellsbæ á sumrin með móður sinni sem var þar forstöðukona og systur sinni elskulegu Dúnu. Undarlegt að báðar þurftu þær að berjast við sambærilegan sjúk- dóm, krabbamein, á líkum aldri. Þórunn átti því láni að fagna líkt og Dúna að eignast traustan og yndislegan mann ásamt tveim- ur börnum, Ástu Pálmeyju og Arnari Páli. Þeirra er sorgin mest. Barnabörnin tvö yndislegu sakna ömmu sinnar mjög, hún var svo hlý og góð við þau. Hjónaband hennar og Ottós Ragnars var farsælt og gott. Mikil samstaða, einstakir gleði- og gest- gjafar voru þau. Svo margs er að minnast að ekki dugar stutt minn- ingargrein. En eitt gerðuð þið hjónin sem sýnir hversu dugleg og framsýn þið voruð. Það var þegar þið tókuð ykkur til og seld- uð mestallt sem þið áttuð og flutt- uð til Kolding í Danmörku árið 2005 og voruð þar til 2007. Þór- unn, þá 38 ára, fór í markaðsfræði og lauk MBA-námi. Dásamlegar stundir áttum við hjónin þar með ykkur ásamt elsku Arnari og Ástu. Seinna, eftir að þið fluttust aftur heim, nutu margir hæfileika Þórunnar, lengst starfaði hún hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna við miklar vinsældir starfsmanna og umbjóðenda sinna. Í lok þessarar minningargrein- ar verður að þakka öllum þeim fjölmörgu er studdu og önnuðust elskulega dóttur okkar, hjúkrun- arfólki, læknum og aðstoðarfólki. En stórkostlegur aftur er þó stuðningur barna Dúnu, þeirra Ísleifs, Bjarka og Andreu, ásamt mökum. Elsku Ottó, Arnar og Ásta, makar ykkar og börn, hvílíkt fólk þið eruð öll! Án ykkar kæmumst við ekki út úr þessum þrenging- um. Í lokin kveðjum við þig, ynd- islega dóttir, og megi góðir englar vera með þér og vernda þig. Syst- ur þínar og bróðir taka á móti þér. Sofðu rótt unga ástin okkar því úti regnið grætur. Við grátum líka. Mamma þín og pabbi. Elsku Þórunn. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að upplifa fleiri stundir með þér en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér þegar við Arnar Páll fórum að vera saman fyrir rúmum 11 árum. Þú varst frábær mamma, amma og tengdamamma og ég er glöð að Alex Ingi fékk að kynnast þér. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir en það hjálpar okkur að rifja upp allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Aldrei gleymt, ávallt saknað. Þín tengdadóttir Hafdís. Í dag, hinn 3. desember, verð- ur Þórunn tengdadóttir okkar borin til grafar. Hún hefur barist eins og hetja í þrjú og hálft ár við þennan illvíga sjúkdóm sem krabbamein er sem hafði að lokum betur. Þetta líf getur verið svo ósann- gjarnt þegar það tekur frá okkur 53 ára yndislega dóttur, eigin- konu, móður, ömmu og tengda- dóttur í blóma lifsins. Þórunn var alltaf mikill gleði- gjafi, var alltaf hress og gladdi alla sem voru henni nærri. Við minnumst allra góðu sam- verustundanna sem við áttum í sumarbústaðnum og allra flottu boðanna sem hún skipulagði hvort sem það var á Skindbuxen í Köben eða á Jómfrúnni í Reykja- vík. Sérstaklega minnumst við þess þegar við fórum öll fjölskyldan saman til Tenerife og héldum upp á 70 ára afmæli mitt. Það var skemmtileg ferð sem við gleym- um aldrei. Árið 2006 fluttu Ottó og Þór- unn til Kolding í Danmörku og bjuggu þar í tæp fjögur ár. Þór- unn var að mennta sig og Ottó vann ýmis störf til að skaffa fjöl- skyldunni það sem þurfti og Arn- ar Páll og Ásta Pálmey gengu í skóla. Við heimsóttum þau um ein jól og áramót og var það dásamlegur tími. Einn daginn fórum yfir grensuna til Þýskalands og fyllt- um vel á ýmsar vörur sem til- heyra jólum og áramótum. Ottó og Þórunn giftu sig með pomp og prakt fyrir 31 ári og var haldin flott veisla í Gafl-inn. Þau eignuðust tvö börn, Arnar Pál og Ástu Pálmeyju, sem eru 29 ára og 26 ára. Þau Arnar Páll og Hafdís eiga einn dreng, Alex Inga, sem er á þriðja aldursári og Ásta Pálmey og Arnar Aðalgeirsson eiga stúlku, Lovísu Mist, tveggja ára. Þessir litlu sólargeislar glöddu Þórunni og Ottó mikið og það var alltaf sunnudagspartí á Keldu- hvamminum þar sem var mikið fjör og borðað saman. Elsku Ottó, Arnar Páll, Ásta Pálmey, Hafdís, Arnar og litlu gullmolarnir okkar Lovísa Mist og Alex Ingi, við vottum ykkur samúð og biðjum góðan guð að vera með ykkur. Pálmey og Jón. Það er margs að minnast þegar horft er til baka. Þú varst guð- móðir mín og tókst það hlutverk alltaf alvarlega. Alla tíð varstu hluti af mér og minni tilveru. Þegar mamma lést gat ég þó hugsað til þess að þú værir til staðar. Þið voruð um margt svo líkar. Börnin mín fengju þá að upplifa þessa fölskvalausu gleði sem einkenndi ykkur systur í gegnum þig. En nú er búið að loka þeim dyrum. Ég mun alltaf minnast þín mín kæra og þú eiga þinn stað í hjart- anu. Ég mun tala um þig og halda þínu merki hátt á lofti. Ég veit að mamma fylgdi þér á þessum erf- iðu tímum og vona að það hafi auðveldað þér lífið undir restina í þröngri stöðu. Ég skal passa Arn- ar og Ástu fyrir þig og þau öll þessa fallegu fjölskyldu sem þú bjóst til og áttir svo stóran part af. Það vill nefnilega oft gleymast í hraðanum sem einkennir lífið að það eru hinir sönnu og hreinu sterku karakterar sem eru sann- arlega leiðtogar fyrir okkur hin. Þeir sem skilja mest eftir sig. Al- vörufólk. Það varst þú. Hvíldu í friði elsku Þórunn mín, ég sakna þín. Bjarki Þór Guðmundsson. Kær frænka mín, Þórunn Ís- leifsdóttir, lést 19. nóvember síð- astliðinn, langt fyrir aldur fram. Það var öllum í stórfjölskyldunni okkar ljóst að hún hafði tekist af miklu æðruleysi á við sjúkdóm sinn síðustu árin án þess að tapa þeirri gleði sem ávallt bjó innra með henni. Hún var gleðigjafi hvar sem hún fór, alltaf reiðubúin að leggja sitt af mörkum og láta gott af sér leiða. Ég minnist hennar varla án þess að sjá glað- legt brosið hennar, svo hlýtt og bjart, lýsandi upp nærumhverfi sitt. Hún vildi öllum vel og lét allt- af gott af sér leiða. Hún var einungis 53 ára þegar hún féll frá og það leitar á mann sú spurning hvaða réttlæti er þetta? Hennar tími var ekki kom- inn og eftir standa eiginmaður hennar, börn, tengdabörn og barnabörn sem syrgja yndislega konu sem öllum vildi vel og bar hlýju inn í hvern þann stað er hún heimsótti. Það er mér líka ómögu- legt að setja mig í spor ástkærrar frænku minnar Andreu Þórðar- dóttur og manns hennar Ísleifs Bergsteinssonar sem sjá nú á eft- ir enn einu barna sinna, mér er líka ómögulegt að skilja hversu mikið má eina fjölskyldu reyna. Þórunn heldur nú til móts við systur sína, Guðrúnu, sem lést fyrir nokkrum árum, en hún var eins og systir hennar gleðigjafi hvar sem hún fór. Einnig bíður hennar bróðir þeirra systra, Þór, sem féll frá sem ungur drengur. Guðs blessunar óska ég fjölskyld- unni sem kveður Þórunni Ísleifs- dóttur. Við munum sakna Þórunnar Ísleifsdóttur frænku sem öllum í Bestó-fjölskyldunni þótti svo óendanlega vænt um. Þórður G. Guðmundsson. Mín kæra. Í dag verður þú lögð til hinstu hvílu, allt of snemma, allt of ung. Þórunn æskuvinkona mín, allt- af með þennan glampa í augun- um, alltaf til í ævintýri. Þannig minnist ég þín ástin mín. Ég man ekki nákvæmlega hve- nær við urðum fyrst vinkonur, en við vorum mjög ungar. Í sama bekk í Víðistaðaskóla, löbbuðum sömu leið heim úr skóla. Vorum saman í sundi, æfðum handbolta með Haukum, renndum okkur á skíðum, áttum eins úlpur. Við vorum alltaf saman, stundum kallaðar litla og stóra, þar sem þú, elsku Þórunn mín, tókst út vöxtinn langt á undan mér. Þótt ég hafi nú náð þér og orðið aðeins hærri á endanum. Ég man hversu notalegt okkur fannst að leggjast upp í rúm og spjalla saman um heima og geima. Það sem við gát- um hlegið! Síðar bættust við fleiri yndislegar vinkonur. Við vorum oftast fimm saman, ég, þú Þórunn mín, Inga, Heiða og Binna. Við náðum allar svo vel saman, það var svo gaman hjá okkur og ekki var minna hlegið. Við vorum allar miklar íþróttastelpur og gáfum strákunum ekkert eftir í frímín- útum. Millet-úlpur, Adidas-galli og strigaskór var einkennisfatn- aður þessa tíma og jú litaðar gallabuxur. Síðar lágu leiðir okkar allra í Flensborgarskóla. Á þeim tíma kynnist þú honum Ottó þínum sem nú á um sárt að binda sem og börnin þín, fjölskylda og vinir. Í kringum tvítugt minnkuðu samskipti okkar þar sem ég flutt- ist utan í ein 10 ár. Fyrir ekki svo löngu síðan lágu leiðir okkar aftur saman, en því miður kom það ekki til af góðu. Við hittumst í lyfja- meðferð. Báðar með krabbamein. Ó vin- kona mín, hversu heitt ég óskaði þess að þú mundir ná bata. Við vinkonurnar töluðum um að hitt- ast allar fimm og fara út að borða þegar þetta Covid væri í rénum. En nú ertu farin. Við verðum aldrei fimm aftur saman. Mín kæra, takk fyrir æskuárin, takk fyrir allt. Kæri Ottó og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar einlægustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín vinkona Björk. Skammdegið er skollið á. Þór- unn hefur kvatt eftir erfið veik- indi og við sitjum eftir dofin af söknuði og sorg. Uppáhalds- frænka dætra okkar og lífsgla- ðasta manneskja sem við höfum kynnst er farin. Við minnumst þess ekki að hafa séð hana nokk- urn tíma í slæmu skapi hvað þá að skipta skapi. Æðruleysi hennar gagnvart veikindunum var með eindæmum og kveinkaði hún sér ekki í eitt skipti vegna þeirra við okkur. Hláturrokur og gleðiblikið í augunum hennar er það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um hana. Ottó og litla fjölskyldan hennar voru alltaf í fyrsta sæti og hún elskaði þau heitar en nokkuð annað. Við mun- um vera dugleg að segja ömmu- börnunum hennar sögur af henni þegar tíminn líður, því af nægu er að taka. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hún hafi verið hluti af lífi okkar og minningar um sameiginlegt lífshlaup munu lýsa upp skammdegið sem fram undan er. Hugur okkar er hjá Ottó, Arnari Páli, Ástu Pálmeyju, Haf- dísi og Arnari sem og Ísleifi og Andreu og Gunnari. Jón Páll og Íris Hulda. Í dag kveðjum við Þórunni kæra samstarfskonu og vin. Þór- unn var skemmtileg, mikill húm- oristi og gerði grín af sjálfum sér, fjörug, hugmyndarík. Alltaf var hún tilbúin til að taka þátt í skemmtunum og uppákomum á vegum vinnustaðarins og þar var hún hrókur alls fagnaðar og í ess- inu sínu. Ef einhver stendur und- ir því að vera félagslega fær þá var það Þórunn enda var hún vin- sæl meðal starfsmanna, með góða nærveru, ætíð tilbúin til að hjálpa og gefa góð ráð. Sem starfsmaður var hún gefandi, vinnusöm, reyndi alltaf að gera sig besta í hverju verkefni og benda á það sem betur mátti fara en umfram allt lagði hún sig fram við að að- stoða aðra og hjálpa ef á þurfti að halda. Styrkur Þórunnar kom vel í ljós í veikindum hennar. Tók hún þeim með æðruleysi og dró frekar úr þeim og aldrei kvartaði hún. Veikindin ætlaði hún að sigra með bjartsýni sinni og lífsvilja enda ung kona og átti mikið ógert. Dóttir, eiginkona, mamma og nýorðin tvöföld amma. Það var mikið högg fyrir okkur starfs- menn sjóðsins að fá þessar fréttir af andláti þessarar sterku, skemmtilegu og góðu konu sem Þórunn var. Margar góðar minningar eig- um við um hana og þökkum við fyrir að hafa fengið að eiga sam- leið með henni. Eftir situr minn- ingin um fallega konu með geisl- andi bros, falleg bæði utan sem innan, samstarfsfélaga og vin sem við eigum eftir að sakna. Fyrir hönd starfsmanna LÍN/ Menntasjóðs námsmanna vottum við Ottó og fjölskyldu innilega samúð. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir. Þórunn Lovísa Ísleifsdóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.