Morgunblaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 30
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Björn Leifsson, stofnandi og einn
eigenda World Class, segir tekjur fé-
lagsins hafa dregist saman um rúm-
lega 1,2 milljarða í kórónuveiru-
faraldrinum. Sú tala hækki um
margar milljónir í viku hverri.
Þá hafi faraldurinn sett alla upp-
byggingu félagsins úr skorðum og
kallað á miklar lántökur.
Öllum 16 stöðv-
um keðjunnar var
lokað í fyrstu
bylgju faraldurs-
ins. Það stóð yfir í
níu vikur en
stöðvarnar voru
síðan opnar yfir
sumarið eða þar
til þeim var lokað
í þriðju bylgjunni
í byrjun október.
Hafa stöðvarn-
ar því verið lokaðar í alls um fjóra
mánuði í ár.
Þegar faraldurinn hófst var ný
viðbygging við World Class á
Tjarnavöllum á lokametrunum.
Jafnframt áformaði Björn að opna
þrjár nýjar stöðvar á árinu; á Hellu, í
Vatnsmýri og í Suður-Kringlu.
Voru nýbúnir að opna
Þegar þriðja bylgja faraldursins
hófst í ágúst var Björn nýbúinn að
opna stöðina við sundlaugina á
Hellu. Stöðin í Grósku, húsi CCP í
Vatnsmýri, er tilbúin og er beðið
leyfis til að opna hana.
Þá var áformað að opna nýja stöð í
Suður-Kringlu í september en nú er
miðað við janúar eða febrúar, að
sögn Björns, sem bendir á tafir hjá
byggingarfulltrúa og arkitektum.
Samhliða verður World Class-stöð í
Kringlunni 1 breytt í WorldFit stöð.
Þá hugðist Björn hefja framkvæmd-
ir við stækkun World Class-stöðvar
við sundlaugina á Selfossi. Því var
slegið á frest en hefja átti fram-
kvæmdir fyrir sumarið og taka við-
bygginguna í notkun í haust.
World Class hafði fleiri járn í eld-
inum því áformað var að opna World
Class-stöð í viðbyggingu við íþrótta-
miðstöðina Ásgarð í Garðabæ. Nán-
ar tiltekið hjá sundlauginni.
Verkefnið var sett á ís eftir að
kærunefnd útboðsmála úrskurðaði
að verkið skyldi boðið út að nýju á
evrópska efnahagssvæðinu.
Björn segir óvissu um framhaldið.
Hann hafi ekki heyrt í fulltrúum
Garðabæjar eftir að úrskurðurinn
var felldur.
Hefur tekið milljarð að láni
Fram kom í ViðskiptaMogganum í
maí síðastliðnum að World Class
hefði tapað 600 milljónum króna í
fyrsta samkomubanninu.
Björn segist aðspurður hafa tekið
600 milljónir að láni sl. vor og 400
milljóna yfirdráttarlán í haust.
„Við getum væntanlega haldið
þetta þó nokkuð lengi út enda á fé-
lagið töluverðar eignir. Við yrðum þá
að ganga á eignirnar,“ segir Björn.
Fyrir fyrsta samkomubannið í lok
mars var World Class-keðjan komin
með 50 þúsund meðlimi í fyrsta sinn í
sögu félagsins, sem var stofnað á 9.
áratugnum í Skeifunni, en nú eru
þeir 38 þúsund. „Ef við fáum að opna
aftur á næstunni reiknum við með að
vera aftur komin með 50 þúsund
meðlimi með vorinu,“ segir Björn.
Spurður hvaða áhrif væntanlegir
lokunarstyrkir hafi á rekstur World
Class segir Björn þá breyta litlu
fyrir afkomu félagsins á þessu ári.
„Þetta er allt til bóta en gerir mjög
lítið fyrir mitt fyrirtæki í hlutfalli við
stærð og tekjutap. Ef allir keppi-
nautar fá sambærilega upphæð tel
ég það vera mismunun,“ segir Björn
og vísar til mismikillar veltu fyrir-
tækjanna. World Class sé lang-
stærsti aðilinn á markaðnum en með
allar stöðvarnar á sömu kennitölu.
Ættu að fá 70% af tekjum
Með þetta í huga sé eðlilegra og
sanngjarnara að miða við veltu. Ekki
síst í ljósi þess að greiða eigi tekju-
fallsstyrki til fyrirtækja sem hafi
haft 90% tekjusamdrátt frá 1. maí.
„Ég er með þrjú fyrirtæki; Laug-
ar, Laugar veitingar og Laugar Spa.
Ekkert þeirra er innan þessara
marka. Það væri sanngjarnara að
ríkið greiddi fyrirtækjunum 70% af
tekjum seinasta árs fyrir hvern mán-
uð sem lokanirnar ná til. Okkur er
gert að loka stöðvunum en þurfum
að greiða laun, leigu, rafmagn, hita
og skatta. Það er hvergi gefinn af-
sláttur þrátt fyrir tekjufallið. Við er-
um þannig með fullan rekstrar-
kostnað þrátt fyrir að mega ekki
vinna fyrir okkur,“ segir Björn.
Að sama skapi geri hlutabótaleiðin
takmarkað gagn fyrir World Class.
„Hlutabótaleiðin er ætluð starfs-
fólki sem er í yfir 70% starfshlutfalli.
Ég myndi ætla að yfir helmingur
starfsmanna okkar sé í undir 70%
starfshlutfalli. Það er svo mikið um
skólafólk í hlutastarfi,“ segir Björn.
Hann telur, í ljósi erlendra rann-
sókna, engin haldbær rök fyrir því
að loka líkamsræktarstöðvum að
fullu.
„Við teljum því rétt að heimila að
opna stöðvarnar með ákveðnum tak-
mörkunum. Til dæmis þeim að gestir
þurfi að mæta með grímu og svo hafi
hver og einn sinn sprittbrúsa og
klút,“ segir Björn.
Tapa milljónum í viku hverri
Eftir æfingu Heitar laugar í World Class-stöðinni í Grósku.
World Class hefur tapað 1.200 milljónum í faraldrinum Ekki hægt að opna nýja stöð í Vatnsmýri
Meðlimum hefur fækkað um 12 þúsund Stofnandinn kveðst bjartsýnn á að ná upp fyrri aðsókn
Björn
Leifsson
Bíða notkunar Lóðasett í nýju stöðinni í Grósku. Félagið var í örum vexti.
Morgunblaðið/Eggert
Gróska World Class er á jarðhæð.
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
Alþjóðlega upplýsingatæknifyrir-
tækið Crayon Group hefur keypt
Sensa af Símanum fyrir 3,25 millj-
arða króna. Tveir þriðju hlutar kaup-
verðs eru greiddir með reiðufé en
það sem eftir stendur með hlutabréf-
um í Crayon. Kaupin eru háð sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins.
Í tilkynningu segir að Sensa hafi
um árabil verið í fararbroddi ís-
lenskra upplýsingatæknifyrirtækja
og spannar starfsemi félagsins allt
frá rekstri, hýsingu og skýjalausnum
til sérfræðiþjónustu og ráðgjafar.
Undanfarin ár hefur Sensa byggt
markvisst upp þekkingu á hagnýt-
ingu Microsoftlausna. Starfsmenn
Sensa eru 115 talsins, þar af vinnur
91 við ráðgjöf og upplýsingatækni.
Crayon er með höfuðstöðvar í Osló
og er skráð á hlutabréfamarkað þar í
borg. Hjá fyrirtækinu starfa um
1.700 manns en það er með 55 starfs-
stöðvar í 35 löndum, þar á meðal á
Íslandi.
Í tilkynningunni segir að Crayon
sé leiðandi á heimsvísu í eignastýr-
ingu hugbúnaðar, skýja- og hugbún-
aðarleyfissamningum og tengdri
ráðgjafarþjónustu og eru mörg af
stærstu fyrirtækjum heims við-
skiptavinir fyrirtækisins.
Torgrim Takle forstjóri Crayon
sagðist á kynningarfundi í gærmorg-
un vera ánægður með kaupin. Sensa
væri fyrirtæki í fararbroddi í skýja-
lausnum á Íslandi, fjárhagsskipan
félagsins væri góð og útlitið gott til
framtíðar.
Á kynningunni kom fram að
EBITDA-hlutfall Sensa síðustu tólf
mánuðina frá júní sl. væri 24%, eða
561 milljón króna. Tekjur tímabils-
ins væru rúmir fimm milljarðar. „Við
hlökkum til að fá Sensa til liðs við
Crayon Group vegna vaxtarmögu-
leikanna sem það hefur í för með sér
fyrir fyrirtækið,“ sagði Torgrim í til-
kynningu Crayon.
Crayon kaupir
Sensa á 3,25 ma.
Morgunblaðið/Eggert
Kaup Valgerður Hrund Skúladóttir
er framkvæmdastjóri Sensa.
Forstjórinn sér vaxtarmöguleika
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
• Olíulitir
• Akrýllitir
• Vatnslitir
• Trélitir
• Trönur
• Blindrammar
• Strigi
• Penslar
• Spreybrúsar
• Teikniborð
• Gjafasett
• Teikniborð
• Ljósaborð
• Skissubækur
... og margt fleira
Þess vegna leggjum við mikinn
metnað í myndlistarvörurnar okkar.
Listin er eilíf
Þú finnur réttu jólagjöfina í myndlistarvörudeildum
okkar í Fellsmúla v/Grensásveg og á Akureyri.