Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Síða 6

Skólavarðan - 2018, Síða 6
6 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Handbókin hættir að koma út Tillaga um að hætta útgáfu Handbókar kennara var samþykkt á 7. Þingi KÍ sem fram fór í síðasta mánuði. Heit umræða var um málið á þinginu og skipar skoðanir um ágæti handbókarinnar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með naumum meirihluta. Þar með lýkur áralangri útgáfusögu en handbókin hefur verið gefin út samfellt frá árinu 1989. Jafnframt var samþykkt á þinginu að hætta prentun Ferðablaðs Orlofssjóðs KÍ. Ferðablaðið kemur þó áfram út en verður í rafrænu formi. Umfjöllun tengd handbók­ inni er á síðu 38. Nýtt fólk í forystusveit KÍ Töluverðar breytingar hafa orðið og eru fyrirhugaðar í forystusveit Kennara­ sambandsins. Ragnar Þór Pétursson tók formlega við formennsku KÍ og Anna María Gunnarsdóttir við embætti varaformanns KÍ á 7. Þingi KÍ sem fram fór í apríl. Fráfarandi formaður er Þórður Árni Hjaltested og Aðalheiður Steingrímsdóttir lét af embætti varaformanns. Þórður og Aðalheiður gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Formannskipti í Félagi grunnskóla­ kennara verða á aðalfundi FG 18. maí næstkomandi. Þá tekur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir við embætti formanns. Ólafur Loftsson lætur af embætti en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ekki liggur fyrir hver verður varaformaður félagsins en stjórn FG ákveður það á fyrsta fundi sínum. Þá tekur Sigurður Sigurjónsson form­ lega við embætti formanns Félags stjórn­ enda leikskóla á aðalfundi félagsins í maí. Sigurður hefur verið starfandi formaður um langt skeið og var sjálfkjörinn í nóvember á síðasta ári en Ingibjörg Kristleifsdóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formannsskipti urðu í Skólastjórafélagi Íslands 1. desember síðastliðinn þegar Þor­ steinn Sæberg tók við embætti af Svanhildi Maríu Ólafsdóttur. Haraldur Freyr Gíslason var fyrr á árinu sjálfkjörinn sem formaður Félags leikskólakennara og Guðríður Arnardóttir var endurkjörin formaður Félags fram­ haldsskólakennara. Sigrún Grendal er formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en aðalfundur félagsins fer fram í haust. Kjörtímabil formanna og varaformanna KÍ og aðildarfélaga er fjögur ár eða til ársins 2022. Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir voru formlega sett í embætti formanns og varaformanns KÍ á nýafstöðnu þingi Kennarasambandsins. Ekkert plast utan um Skólavörðuna Líkt og lesendur Skólavörðunnar hafa tekið eftir er hún ekki send út í plast­ umbúðum nú í fyrsta skipti. Kennara­ sambandið leitar ávallt leiða til að draga út notkun á efnum sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið og prentar blaðið hjá um­ hverfisvottaðri prentsmiðju. Á þingi KÍ var samþykkt að móta stefnu um aðkomu og hlutverk kennara og KÍ í áætlun Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin 17 um sjálfbæra þróun og eru þar umhverfismálin fyrirferðarmikil.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.