Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 22

Skólavarðan - 2018, Side 22
22 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Verðum að vera skapandi í öllu sem við gerum Lára Stefánsdóttir hefur verið við stjórnvölinn í Mennta- skólanum á Tröllaskaga frá því skólinn var settur á laggirnar árið 2010. Í skólanum eru á fjórða hundrað nemendur og þrjátíu starfsmenn. Skólinn hefur þrjú ár í röð verið valinn „stofnun ársins“ og síðastliðið haust var Lára valin skólameistari ársins í könnun sem Félag framhaldsskólakennara gerði meðal félagsmanna. Skólavarðan heimsótti Ólafsfjörð á fallegum vetrardegi í febrúar og spurði Láru skólameistara hvernig hefði verið að stofna menntaskóla frá grunni og hver væri lykillinn að farsælli skólastjórnun. „Ég held að svarið við því sé margþætt en mín skoðun er sú að það skipti máli að þér þyki vænt um starfsfólkið, viljir hlúa að því og berir hag þess fyrir brjósti – að starfsfólkið skipti þig í alvörunni máli,“ segir Lára. Hún segir mikilvægt að skólastjórnendur séu vak­ andi yfir velferð starfsfólksins. „Þá batnar kennslan og samskipti kennara og nemenda verða góð. Ef kennurum líður vel þá endurspeglast það yfirleitt í að nemendum líður vel. Annað sem skiptir mig máli er að mér líður vel Lára skólameistari segir mikil­ vægt að stjórnendur hlúi vel að starfsfólkinu, þyki vænt um það og beri hag þess fyrir brjósti.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.