Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 28

Skólavarðan - 2018, Side 28
28 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 að bæta og straumlínulaga vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Það samstarf átti síðar eftir að hljóta þetta nafn, SALEK. Í þetta fór gríðarlega mikil vinna þar sem meðal annars var farið í að skoða hvernig þessum málum væri háttað hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu. Eftir þá yfirferð var niðurstaðan sú að við þyrftum að búa til okkar eigin módel. Við sem sinntum þessum málum fyrir hönd KÍ áttuðum okkur snemma á því að stóri gallinn í því kerfi sem m.a. ASÍ, SA og ríkið vildu innleiða, sem gekk út á að opinberir starfsmenn fengju mælt launaskrið sjálfkrafa í launaumslagið en ekkert umfram það, var sá að þar með væri búið að negla niður þá launaröðun sem fyrir var í landinu. KÍ lagði því til að launaröðun mismunandi stétta yrði kortlögð, hverjir ættu að vera með hæstu launin, hverjir þeir lægstu og hvernig röðunin yrði þar á milli. Eftir það mætti koma á þessu norræna módeli. Því miður var strax mikil andstaða við þessar áherslur okkar og því fór sem fór. Í þetta allt fór gríðarleg vinna og ofboðsleg orka, sem að endingu skilaði ekki þeirri niðurstöðu sem við vonuðumst eftir.“ Lífeyrismálin reyndust erfið Annað stórt mál voru lífeyrismálin, ekki satt? „Já, það var hitt stóra málið sem segja má að hafi hafist á árinu 2009 þegar KÍ undirritaði ásamt öðrum landssamtökum launafólks svokallaðan stöðugleikasáttmála. Sáttmálinn varð að lokum mikil málamiðlun og fól m.a. í sér grein 9 sem fjallaði um jöfn­ un lífeyrisréttinda allra landsmanna án þess að þar væri tilgreint hvernig framkvæmdin ætti að vera. Í kjölfarið var stofnuð nefnd til að fjalla um málið og voru niðurstöður hennar tilbúnar árið 2013. Þar var lagt til að réttindin yrðu jöfnuð þannig að bæði ASÍ og stéttarfélög opinberra starfsmanna þyrftu að samþykkja breytingar. Þær fólust meðal annars í að heildargreiðsla inn í lífeyris­ sjóði á almennum markaði yrði hækkuð í áföngum upp í 15,5% en á móti yrðu réttindi opinberra starfsmanna skert þannig að þau yrðu að endingu þau sömu og á almennum markaði. Fulltrúar opinberra starfsmanna í nefndinni neituðu skiljanlega að skrifa undir skýrsluna fyrr en búið væri að semja um málið við bandalög og stéttarfélög þeirra. Í framhaldi gerðist fátt í málinu um nokkurra missera skeið en um miðjan ágúst 2016 voru fulltrúar KÍ, BHM og BSRB kallaðir til fundar í fjármálaráðuneytinu þar sem okkur var tjáð að gerðar yrðu breytingar á kerfinu á næstu mánuðum, með eða án aðkomu okkar. Í því fólst auðvitað sú hótun að stjórnvöld myndu breyta lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna einhliða. Niðurstaðan var að þrátt fyrir að við vildum ekki breyta kerfinu ákváðum við að betra væri að taka þátt í vinnunni sem þarna var að hefjast og reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna, frekar en að segja okkur frá verkefninu. Í framhaldi var farið í mjög stífa vinnu og á endanum náðist niðurstaða sem við töldum okkur geta búið við, en hún tryggði að engar skerðingar yrðu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna næstu tuttugu árin hið minnsta. Því til viðbótar var lífeyris­ kerfið að fullu fjármagnað út þann tíma. Við bárum þessa niðurstöðu undir stjórnir og samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ sem voru að lokum sammála okkur um að þetta væri illskásta niðurstaðan. Undir þetta samkomulag var skrifað 19. september 2016 og í framhaldi var í fjármálaráðuneytinu sett saman lagafrumvarp. Þegar það loksins birtist endurspeglaði það ekki samkomulag­ ið og í kjölfarið mótmælti KÍ frumvarpinu og dró til baka stuðning sinn við málið í heild. Svo fór þó að lokum að frumvarpið var samþykkt á Alþingi og þar er ég á því að menn hafi ekki farið heiðarlega fram. Ég tek því undir ályktun nýafstaðins þings KÍ þar sem stjórnvöld eru hvött til að breyta lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna í fyrra horf, þannig að þau verði að fullu tryggð eins og var fyrir lagasetninguna.“ Skólakerfið er gott Talið berst nú að skólamálum og skólakerf­ inu. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við séum með gott skólakerfi, góða skóla og gott starfsfólk. En við sem þjóð þurfum samt sem áður að gæta að okkur því við höfum ekki verið að efla skólana eins og við ættum að gera. Það vantar til dæmis ennþá fjármagn þannig að skólar landsins standi jafn vel og þeir gerðu árið 2008. Ef við ætlum að halda áfram að vera í fremstu röð meðal þjóða þá þurfum við að vinna í að efla einstaklinginn, efla hugvit og hækka menntunarstig í landinu. Mér finnst augljóst að til að svo geti orðið þurfum við að efla menntakerfið í heild sinni langt umfram það sem gert hefur verið. Í því sambandi hefðum við átt að læra af Finnum sem ráðlögðu Íslendingum eftir „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við séum með gott skólakerfi, góða skóla og gott starfsfólk.“ Þórður Á. Hjaltested tekur þátt í þingstörfum á þingi KÍ árið 2011 en á því þingi tók hann við embætti formanns KÍ.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.