Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 38
38 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Nemendur á hönnunar­ og nýsköpunarbraut Tækniskólans unnu að verkefni í samstarfi við Kennarasambandið fyrr á þessu ári. Verkefnið var að hanna forsíðu Handbókar kennara 2018-2019 og skiluðu nemendurnir frábæru verki. Engan grunaði þá að útgáfu Handbókarinnar yrði hætt en ákvörðun þess efnis var tekin á sjöunda þingi KÍ, sem fram fór í apríl, en þingið er æðsta vald í málefn­ um kennarasamtakanna. Þótt ekki verði af útgáfu Handbókar kennara á þessu kjörtímabili standa forsíðu­ myndirnar fyrir sínu og nemendurnir fengu þjálfun í að vinna raunhæft verkefni. Ólavía Rún Grímsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestu forsíðumyndina, þá sem hefði prýtt nýja handbók. Önnur og þriðju verðlaun komu sameiginlega í hlut Katrínar Árnadóttur og Mary Jemrio Soriano Malana. Nemendurnir eiga allir hrós skilið fyrir vandaða og faglega vinnu. Skólavarðan settist niður með þeim Helgu Guðrúnu og Þórdísi og forvitnaðist um þessa stúdentsbraut sem kallast Hönnunar­ og nýsköpunarbraut. „Þessi braut er frekar ný af nálinni en við erum nú á fjórðu önn frá stofnun hennar. Brautin byggir á hönnunarbrautum sem voru annars vegar í Tækniskólanum og hins vegar í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þegar Tækniskólinn tók yfir skólann í Hafnarfirði vorum við Þórdís fengnar til að setja upp þessa braut og byggja hana á nýju námskránni frá 2011,“ segir Helga Guðrún. Að setja á stofn nýja námsbraut til stúdentsprófs er ekki gert á einum degi og unnu þær Helga Guðrún og Þórdís að undirbúningi í rúmt ár. „Við nutum mikils stuðnings stjórnenda skólans og fengum tíma til að móta hugmyndafræðina sem býr að baki. Við sáum fljótt að við vildum nýta skólann betur vegna þess að vinna við hönnun og nýsköpun fer þvert á greinar. Þess vegna var hugsunin að nýta verkstæðin hér í skólanum og þá faglegu þekkingu sem þar er,“ segir Þórdís. Verkstæðin sem nemendur Hönnunar­ og nýsköpunarbrautar fá að kynnast eru gullsmíði, trésmíði, rafmagn, tækniteiknun, Markmiðið að efla einstaklinginn eins og hann er – ekki breyta honum Verðlaunahafarnir: Ólavía Rún Grímsdóttir hlaut fyrstu verðlaun og stóð til að mynd hennar myndi prýða Handbók kennara 2018­2019. Katrín Árnadóttir og Mary Jemrio Soriano Malana voru jafnar í 2. til 3. sæti. Hægt er að skoða allar myndirnar á vef Skólavörðunnar, www.skolavardan.is. Aftari röð frá vinstri: Þórdís Zoëga, Katrín Árnadóttir, Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Seifur Logi Sigurbjörnsson, Ólavía Rún Grímsdóttir, Helga Guðrún Helgadóttir. Fremri röð frá vinstri: Sólrún Garðarsdóttir, Aldís Eva Geirharðsdóttir, Elísabet Praowphilai Torp, Mary Jemrio Soriano Malana. Myndin var tekin þegar nemendur kynntu hugmyndir sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.