Skólavarðan - 2018, Page 42
42 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Hrafnhildur Blomsterberg hefur í rúm 20 ár stjórnað
Kór Flensborgarskólans og segir hún að að jafnaði syngi
um 10% nemenda skólans í kórnum.
„Við höldum tvenna tónleika á ári, jólatónleika og
vortónleika, og fyrir jólatónleikana þurfa kórmeðlimir
að hafa lært um 25 laga efnisskrá utanbókar. Við förum í
æfingabúðir tvisvar á ári, við höfum farið í tónleikaferðir
um Ísland annað hvert ár og ég hef farið með skólakór
inn til útlanda annað hvert ár þar sem við höfum tekið
þátt í kórakeppnum en þó aðallega kóramótum.“
Fyrir utan kór skólans stjórnar Hrafnhildur einnig
framhaldskór sem í eru fyrrum nemendur skólans á
aldrinum 2035 ára.
„Ég legg áherslu á góða, íslenska kórtónlist sem
tengist arfleifð okkar og hefð auk þess sem ég vel líka
nýja tónlist eftir íslensk tónskáld. Það hafa verið samin
kórverk sérstaklega fyrir kórinn. Svo legg ég líka áherslu
á góða og vandaða kórtónlist alls staðar að úr heiminum.
Ég hef haldið mig innan sígildrar kórtónlistar og hef
reynt að hafa þetta fjölbreytt. Ég lít á þetta sem uppeld
isatriði. Það er menntun fyrir kórmeðlimi að kynnast
öðru en því sem þeir heyra í útvarpi og sjónvarpi. Ég
hef verið með fjögurra til 12 radda lagaval fyrir kórinn
sem meðlimir hans hafa vel ráðið við. Það er hægt vegna
þess að ég hef hingað til haft fjögur ár til að vinna með
hverjum og einum.“
Stórt skarð
Hrafnhildur segir að kórstarfið sé afskaplega mikilvægt
starf í Flensborgarskólanum. „Það má segja að kórinn
sé stofnun innan stofnunarinnar. Flensborgarskólinn er
fjölbrautaskóli og það er ekki mikið um hópa í skólanum
af því að þar er ekki bekkjarkerfi og þar kemur kórinn
mjög sterkur inn sem hópefli. Þar kynnast nemendur
vel, þeir kynnast því hvernig er að vinna saman og þeir
stefna að sama takmarki. Þeir læra líka að hlusta á
annars konar tónlist en síbyljuna, þeir kynnast íslenskri
arfleifð í söng og ljóðum auk þess að kynnast tónlist alls
staðar að úr heiminum.“
Hrafnhildur segir að flestir sem byrja í kórnum hafi
aldrei áður sungið í kór og að mikilvægt sé að mæta á
æfingar. „Nýir kórmeðlimir komast frekar fljótt af stað
af því að í kórnum eru meðal annars félagar sem eru þar
á sínu fjórða ári og eru komnir með mikla reynslu og
orðnir vel þjálfaðir í nótnalestri og söng. Og það er það
sem er svo sorglegt við styttingu framhaldsskólanámsins
– þetta unga fólk nær ekki að öðlast dýpt í þessa reynslu.
Ég missi frá mér reynsluboltana sem leiða hina af stað
þannig að boltinn fari að rúlla hratt, vel og örugglega.
Þarna er stórt skarð hoggið í svona vinnu.“
Mikil áhrif
Hrafnhildur segir að þegar farið var á sínum tíma að
ræða um hugmyndina um styttingu framhaldsskóla
námsins úr fjórum árum í þrjú hafi hríslast um sig
Texti og myndir: Svava Jónsdóttir
Þarf að breyta
náminu aftur í
fjögur ár
Hrafnhildur Blomsterberg hefur stjórnað Kór Flens-
borgarskólans í rúm 20 ár. Hún er ekki sátt við styttingu
náms í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú og segir
að það komi meðal annars niður á kórstarfinu.
Hrafnhildur Blomsterberg. „Hvað verður um okkar miklu kórhefð þegar þessum aldurs
hópi verður kippt úr keðju tónmenntunar og kórsöngs? Það sem ég er svo hrædd um er
að þarna munum við missa einn hlekk úr þessari þróunarkeðju kórstarfs á Íslandi sem
við höfum verið þekkt fyrir; þetta dásamlega áhugamál sem Íslendingar hafa átt – að
syngja í kórum og kynnast allri þessari tónlist og ljóðum.“