Skólavarðan - 2018, Síða 46
46 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Hvað þarf til að efla list- og
verkgreinar í íslensku skólakerfi?
„Ef auka á virðingu og áhuga á á list, verk og
tæknigreinum til að aðsókn í þær aukist í
framhaldsskólanum þarf að byrja vinnuna
með grunnstoðunum í leik og grunnskólun
um. Þá er grundvallaratriði að uppfylla við
miðunarstundaskrá aðalnámskrár varðandi
tímamagn í kjarna í þessum greinum. Auk
þess að tryggja að fagmenntaðir kennarar
kenni þessar greinar í öllum árgöngum.“
Svo hljóðaði ein af fjölmörgum tillögum
sem voru settar á hugmyndavegg málþingsins
Nema hvað! Efling list- og verkgreina sem
haldið var í yfirfullum sal veitingahússins
Nauthóls í mars síðastliðnum. Að málþinginu
stóðu skólamálaráð KÍ og kennarar í list og
verkgreinum.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður
Skólamálaráðs, setti málþingið. Hún sagði
málþingið eiga bakgrunn í samþykkt um
eflingu list- og verknáms í menntakerfinu
sem var samþykkt á 6. Þingi KÍ árið 2014.
Að loknu því þingi var hafist handa og fyrsta
skrefið var að sögn Aðalheiðar að leita til
fagfólksins í skólunum og í framhaldinu varð
til formlegur samstarfsvettvangur.
„Síðan þá höfum við fengist við ýmislegt,
sent erindi til ráðherra, farið yfir lög og
námskrár, kynnt okkur skýrslur og rann
sóknir, farið í skólaheimsóknir, átt samræður
við háskólana um menntun kennara og
aðsókn í kennaranámið, og einnig við fulltrúa
ráðuneytisins og sérfræðinga í Menntamála
stofnun um niðurstöður úttektar á umfangi
kennslu í list og verkgreinum í grunnskólum
samkvæmt námskrá. Þar kemur fram býsna
dökk mynd af stöðunni og er mikilvægt að
farið verði vel ofan í saumana á ástæðunum
fyrir þessu,“ sagði Aðalheiður í ávarpi sínu.
Hún sagði tilgang málþingsins að leiða
marga aðila til samtals um aðferðir við að efla
list- og verknám í skólakerfinu og aðgerðir í
því sambandi.
„Umræðan hefur staðið lengi og ekki er
skortur á skýrslum og stefnum um eflingu
list og verknáms en samt hefur okkur ekki
tekist sem samfélagi að setja þessi mikilvægu
mál í skýran forgrunn. Oft hefur verið bent
á það, þegar rætt er um menntamálin, að
styrkleikar þeirra komi meðal annars fram
í kappsemi við að móta stefnu en veikar
hliðar þær að erindið og úthaldið vill þrjóta
þegar kemur að því að fylgja málum eftir,
framkvæma og innleiða,“ sagði Aðalheiður
jafnframt.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta og
menningarmálaráðherra, ávarpaði þingið.
Hún sagði fjölbreytni lykilatriði í skólastarf
inu – nemendur yrðu að hafa val enda væri
ein af ástæðum brottfalls úr skólum sú að þar
ríkti einsleitni og að nemendur fyndu sig ekki
í námi. Ráðherra sagði list og verkgreinar
grundvöll fyrir nám af öllu tagi og þar lærðu
og þroskuðu nemendur með sér skapandi
hugsun, samvinnuhæfni og frumkvæði.
„Við þurfum nemendur með skapandi
hugsun, samvinnuhæfni og frumkvæði. Nú er
okkur tíðrætt um „fjórðu iðnbyltinguna“ og
sá veruleiki kallar á nýja nálgun og áherslur í
menntamálum. Ég hef trú á því að efling list-
og verknáms, og almennt meiri fjölbreytni
í menntakerfinu muni skila okkur meiri
árangri og bættara samfélagi,“ sagði Lilja
Dögg Alfreðsdóttir.
NEMA HVAÐ!
Aðalfyrirlesarar á málþinginu voru Ársæll Guðmundsson,
skólameistari Borgarholtsskóla, Engilbert Imsland, grunnskóla
kennari í Hólabrekkuskóla, Michelle Sonia Horne, verkefnastjóri
skapandi starfs í leikskólanum Stekkjarási, og Sigrún Grendal,
formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Auk
þeirra fluttu erindi Svanborg R. Jónsdóttir, dósent á Mennta
vísindasviði HÍ, Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á skóla- og
frístundasviði og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka
iðnaðarins.
Að loknum erindum var efnt til pallborðsumræðna og á
sama tíma gafst fólki kostur á að setja fram tillögur um aðgerðir
og aðferðir sem gætu stuðlað að eflingu list- og verknáms á
rafrænan hugmyndavegg (https://goo.gl/YW6i13). Nú er unnið
að því að skoða og greina þær fjölmörgu hugmyndir og tillögur
sem komu fram.
Hægt er að horfa á upptöku af þinginu á vefnum www.net
samfelag.is (setja nema hvað í leit). Þá eru glærur og ýmis gögn
aðgengileg undir liðnum Skólamál/ráðstefnur og fundir á vef KÍ.
Mennta og menningarmálaráð
herra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
ávarpaði málþingið. Hún sagði
fjölbreytni og val lykilatriði í skóla
kerfinu.