Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 48

Skólavarðan - 2018, Side 48
48 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Járnkarl er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um leikskólakennara en í raun passar orðið vel við stéttina því það getur merkt vinnuþjarkur eða þrekmenni. Tveir nemar á meistarastigi í leikskólakennarafræði við Háskólann á Akureyri tóku höndum saman í byrjun þessa árs og lögðu af stað með verkefnið „Járnkarlarnir“ á samfélagsmiðlum. Þetta eru þeir Eysteinn Sindri Elvarsson og Magnús Hilmar Felixson, búsettir í Reykjanesbæ og á Dalvík. Þeir fjalla um leikskólastarfið á samfélagsmiðlum frá ýmsum hliðum á fjölbreyttan, lifandi og fræðandi hátt. Þeir gefa fylgjendum innsýn í störf sín þar sem fróðleikur og léttleiki eru í fyrirrúmi. Einnig taka þeir fyrir hin ýmsu viðfangsefni sem tengjast leikskólastarfinu með það fyrir augum að vekja athygli á starfinu. Ástæða þess að þeir Eysteinn og Magnús fóru af stað með verkefnið er að Félag leikskóla­ kennara bauð styrk til að auka fjölda karlmanna í kennslu yngri barna. Þeim þótti upplagt að sinna slíku verkefni samhliða meistaranáminu og vildu þeir gera leikskólakennslu áhugaverða fyrir þá sem eru að velta fyrir sér framtíðar starfsmöguleikum. Góð viðbrögð og mikið spurt Þeir félagar segja að viðbrögð við verkefninu hafi verið góð. Margir fylgjast með því sem þeir eru að fást við í daglegu starfi og leik á Járnkarlar vekja athygli á starfi leikskólans Þeir fjalla um leikskólastarfið á samfélags­ miðlum frá ýmsum hliðum á fjölbreyttan, lifandi og fræð­ andi hátt. Eysteinn Sindri Elvarsson og Magnús Hilmar Felixson vilja leyfa fólki að upplifa gleðina sem er við völd í leikskól­ anum.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.