Skólavarðan - 2018, Page 50
50 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Einn útvalinn skóli mun fá 25 Chromebook
fartölvur að gjöf nú á vordögum, en það
er Tölvutek í samstarfi við Acer sem gefur
tölvurnar. Fartölvurnar nýtast bæði sem
námstæki en ekki síður sem kennslutæki með
tilkomu Google for Education umhverfisins
sem inniheldur meðal annars hið vinsæla
Classroom en það er ókeypis fyrir skóla.
Classroom býr til bekkjarkerfi sem auðveldar
verkefnaútdeilingu og vinnslu ásamt því að
auðvelda samskipti beint á milli nemenda og
kennara í rauntíma, hvort sem er í verkefna
vinnu eða fyrirspurn henni tengdri.
Google í skólastarfi er vettvangur
stafrænna verkfæra
Páll Ásgeir Torfason, kennari í Fellaskóla
og Google sérfræðingur, hefur komið að
innleiðingu Chromebook í skólum. Hann er
einn fárra Google for Education viðurkenndra
þjálfara á Íslandi og mun koma að því hvaða
skóli verður fyrir valinu. Páll Ásgeir skrifaði
nýlega grein um það hvernig Google nýtist í
skólastarfi en þar segir meðal annars: „Google
í skólastarfi er vettvangur stafrænna verkfæra
frá Google (Google Docs, Google Sheets,
Google Slides o.s.fv.) sem nýtt eru til að búa til
og dreifa stafrænum skjölum, auka samskipti
og samvinnu í skólastarfi og tengja nemendur
og kennara saman. Allt í gegnum þau verkfæri
sem kerfið býður upp á. Öll gögn eru geymd
í öruggu skýi og þau eru aðgengileg hvar sem
er og hvenær sem er. Tölvuumhverfið byggist
á umsjónarkerfinu G Suite Education sem er
einskonar umgjörð í kringum Google kerfi
skólans sem einnig heldur utan um notkun og
notendur innan skólans.“ Hægt er að nálgast
greinina í heild á chromebook.is.
Lúxus útgáfan fyrir skólana
Í skólastarfinu er mikilvægt að geta fengið
þjónustu varðandi nýjustu tækni og hefur
Tölvutek fengið Google viðurkenninguna
„Google Cloud & Education Partner“. Því er
auðsótt fyrir skóla að fá aðstoð varðandi allt
sem snýr að Google for Education. Allar eru
tölvurnar örþunnar og léttar með rafhlöðu sem
endist í allt að 12 klukkustundir án hleðslu.
Það er einmitt lúxus útgáfa af þessum tölvum
sem Tölvutek ætlar í samstarfi við Acer að gefa
völdum skóla sem sækir um þær. Hinar nýju
Acer tölvur eru með vökvaþolið lyklaborð og
eru sérstaklega styrktar og höggheldar til að
þola fall af skólaborði, en það er hægt að fá
þær með og án 360° snúnings á skjá.
Gefa grunnskóla 25 fartölvur
Skólar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og sækja um á chromebook.is. Páll
Ásgeir Torfason, kennari í Fellaskóla og Google sérfræðingur sem komið hefur
að innleiðingu Chromebook í fjölda skóla og er einn fárra Google for Education
viðurkenndra þjálfara á Íslandi, mun koma að því hvaða skóli verður fyrir valinu.
Páll Ásgeir Torfason, Google for Education sérfræðingur, og Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs í Tölvutek. Þeir eru með eina af Acer
Chromebook tölvunum sem heppinn skóli fær gefins.