Skólavarðan - 2018, Side 55
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 55
um stöðu sína í náminu og kennaranum
sem getur þá lagað kennslu sína að þörfum
nemandans. Bæði nemandinn og kennarinn
geta út frá þessu þróað sína starfshætti til
aukins árangurs.
Helstu áherslur í leiðsagnarmati
Nokkrar helstu áherslur í leiðsagnarmati
eru: sjálfs og jafningjamat, markviss mark
miðssetning, áhersla á vandaðar umsagnir
í stað einkunna og afnám lokaprófa. Með
sjálfs og jafningjamati er markmiðið að
nemendur skoði eigin vinnu og beri saman
bækur sínar við aðra nemendur og öðlist
þar með nýja sýn á lausn verkefna. Til þess
að þetta sé möguleiki þarf markmiðssetning
með námi að vera nákvæm og skiljanleg. Í
stað einkunna er lögð áhersla á að kennarar
gefi nemendum vandaða umsögn þar sem
koma þarf fram hvað nemandi gerði vel og
hvar hann gæti bætt sig. Þá má leiðsögnin
ekki koma of seint í ferlinu, heldur þarf að
koma í tæka tíð til að nemandi geti notað
hana til að bæta sig. Þess vegna eru lokapróf
út úr myndinni í leiðsagnarmatsleiðinni.
Jafninga- og sjálfsmat
Reynsla mín af leiðsagnarmati er í alla staði
góð. Ég hóf að fikra mig í átt til þessara
kennsluhátta upp úr 2011 en eftir ferðina
til London hef ég aukið þá markvisst. Sem
dæmi um gagnsemi leiðsagnarmats má
nefna jafningja og sjálfsmat. Ég prófaði að
láta nemendur meta ákveðin atriði í stuttri
heimildaritgerð í sögu á 1. þrepi þar sem
þeir skrifuðu nokkur orð um álit þeirra á
jafningjamatinu í leiðarbækur sínar. Þar
kom fram að flestir töldu sig hafa hagnast
á jafningjamatinu, ýmist þar sem þeir sáu
hvernig aðrir skrifuðu ritgerðina og/eða
áttuðu sig á því hvernig mat á verkefnum
fer fram og töldu sig geta notað sér það í
framtíðinni.
Gildi jafningjamats kemur líka
greinilega fram í sambandi við kynningar
sem oft eru unnar í hópum. Með því að
láta nemendur meta framlag annarra hópa
þar sem þau fylgjast með og skrifa umsögn
um ákveðin matsatriði verður allt annar
bragur á kynningunni og nemendur vanda
sig meira vitandi að samnemendur taka
þátt í matinu. Þá fer einnig fram mat á
hópavinnunni sjálfri þar sem nemendur
rökstyðja þátt sinn og annarra í verkefninu
sem leiðir oft til þess að hópmeðlimir fá
mismunandi einkunn. Þetta getur komið í
veg fyrir þá togstreitu sem myndast innan
hópa þar sem vinnuframlag nemenda er
oft mismunandi. Eins og fram kemur hér
að ofan er sjálfsmat nauðsynlegur hluti
jafningamats. Sjálfsmat fær nemendur til
þess að huga vel að hvers er krafist af þeim
í sérhverju verkefni og meta hvernig til
tókst. Sjálfsmat getur einnig verið mikilvæg
skilaboð nemandans til kennarans eins og
ég kem að hér á eftir.
Umsögn í stað einkunna
Einkunnagjöf er annað sem leiðsagnarleiðin
telur að geti dregið úr árangri einstakra
nemenda. Þegar nemandi fær órökstudda
einkunn sem er ekki í samræmi við hans
væntingar fyrir verkefni sín er möguleiki á
að nemandi leggi árar í bát og telji vanta upp
á eigin hæfni til frekari afreka.
Nákvæm umsögn um frammistöðu
nemandans þar sem fram kemur hvað hann
gerði vel og leiðbeiningar um hvernig hann
hefði getað náð betri árangri er sú aðferð
sem leiðsagnarmatið mælir með í stað
einkunnar. Hlutfall þeirra nemenda í sögu
sem standast lágmarkseinkunn hefur stór
aukist með tilkomu þessara kennsluhátta.
Ástæðan fyrir því er væntanlega tvíþætt: í
fyrra lagi áherslan á símat og leiðsagnarmat
þar sem nemandi fær upplýsingar um stöðu
sína í tæka tíð og fær leiðbeiningu um hvað
hann geti gert til að bæta sig, og í öðru
lagi að engin lokapróf eru lengur í sögu en
lokapróf eru mörgum nemendum of þungur
hjalli.
Ekki bara þekking og skilningur
Leiðsagnarmatið eykur áherslu á aðferðina
í stað efnisins. Eftir því sem ég kenni
lengur verð ég alltaf sannfærðari um að
þjálfun í vinnubrögðum sé ekki síður
mikilvæg en þekkingin og skilningurinn.
Eitt mikilvægt atriði sem leiðsagnarmatið
kennir er að nemendur stundi sjálfsskoðun
í námi sínu. Leiðarbækur, sem eins konar
utanumhald um nám nemandans, eru
góður vettvangur til þess að leiða í ljós sýn
nemandans á nám sitt og kannski ekki síður
á kennslu kennarans. Niðurstaðan úr þeirri
sjálfsskoðun leiðir í ljós að nemendur eru
misjafnir og það sem hentar einum er ekki
endilega fyrir alla. Umsagnir nemenda hafa
til dæmis hægt á þeirri viðleitni minni að
segja alveg skilið við fyrirlesturinn í kennslu
þar sem sú kennsluaðferð hlýtur góða dóma
margra nemenda. Annað dæmi úr þessari
sjálfskoðun nemenda er að í ljós kemur að
með því að gera nemendum vel grein fyrir
markmiðum með hópavinnu virðast þeir
margir hverjir læra að meta hópastarf betur
sem kennsluaðferð.
Hópavinna er að mínu mati einhver
vandasamasta en aftur á móti gagnlegasta
kennsluaðferðin. Vandasamast við hana er
oft matið; hvað á að meta og hversu mikið á
hver þáttur að vega? Það er kannski einmitt
spurning hvort kennarar ofmeti ekki efn
islega þáttinn í hópastarfi en vanmeti aftur
á móti leikniþáttinn. Samkvæmt miðlægri
námskrá vegur leikniþátturinn ekki minna
en þekkingar og skilningsþátturinn. Með
leiðsagnarmatinu fær leikniþátturinn
aukið vægi í kennslunni sem ætti að færa
nemendur nær lokamarkmiðinu, þ.e.
ákveðinni hæfni.
Færri námslotur, verkefnatímar, verk
efnamiðað nám með áherslu á leiðsagnar
mat sem Menntaskólinn á Egilsstöðum
tók upp samhliða nýrri námskrá árið 2011
var spor í rétta átt. Þessir kennsluhættir
setja nám nemandans í aðalhlutverk þar
sem hann getur nú einbeitt sér að þremur
fögum í stað sex áður, hann getur stjórnað
tíma sínum þannig að mestur tími fari í það
fag sem hann þarf mest á að halda og fær
reglulega leiðbeiningar frá kennaranum um
stöðu sína með leiðsagnarmati.
Sjálfsmat fær nem
endur til þess að huga
vel að hvers er krafist
af þeim í sérhverju
verkefni og meta
hvernig til tókst.