Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 15

Skólavarðan - 2017, Síða 15
VOR 2017 15 KENNARAR ÞURFA AÐ VERA ÁHUGASAMARI UM AÐSTÆÐUR Á VINNUSTAÐ „Því miður eru tölvukostur og tölvukerfi víða í molum og slíkt ástand hefur slæm áhrif á skólastarf. Tölvutæknin hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, um tíma var kennd tölvunarfræði í mörgum skólum og þá var alltaf tölvunarfræðingur á staðnum. Svo var þessu hætt og tölvunar- fræðingarnir hurfu á braut. Tölvubúnaður er úr sér genginn víða, uppfærslur valda vandræðum og svo hrynur kannski allt. Tæknimálin eru eilífðarbarátta, kennarar og nemendur kvarta eðlilega þegar þessir hlutir eru ekki í lagi. Ég tel að kennarar fylgist vel með tækniþróun og þeir hafa sýnt flott frumkvæði við að nýta til dæmis spjaldtölv- ur og síma í kennslu en það eru jú tækin sem krakkar nota mest. Hver er réttur kennarans? Réttindamál kennara eru Ásdísi hugleikin þessa dagana og hún ætlar að koma þeim málum á dagskrá vinnuumhverfisnefndar á næstunni. „Ég hef um langt skeið haft áhyggjur af tryggingum kennara, án þess þó að vera einhver sérfræðingur á þessu sviði. Við þekkjum það hins vegar mörg sem störfum sem kennarar, að æ oftar fara kennarar til dæmis með hópa nemenda til útlanda. Ef eitthvað kemur fyrir þá situr kennarinn í súpunni. Ég held að hér verði að leggjast yfir og skoða hið lagalega umhverfi og einnig velta fyrir sér samfélagsábyrgð. Hver er réttur kennarans og hver stendur með honum ef eitthvað kemur fyrir? Ég held ég geti fullyrt að íslenska ríkið standi ekki með kennaranum. Við getum ekki sætt okkur við að kennarar séu gerðir að sökudólgum, réttur þeirra þarf að vera tryggður. Það þarf að mínu viti að opna þessa umræðu, kalla til sérfræðinga og ræða þetta frá a til ö.“ Mættu vera áhugasamari Umræða um vinnuumhverfismál er smám saman að aukast að mati Ásdísar, en hún segir kennara mega vera miklu áhugasamari um þennan málaflokk. „Auðvitað hefur þetta verið þannig að meðan kjarabaráttan er aðalmálið og snýst um að kennarar nái að skrimta af sínum launum þá komast hlutir á borð við inniloft og lýsingu ekki á dagskrá. Eitt af því sem hefur þó vakið kennara til vitundar um þessi mál eru sífellt fleiri dæmi um myglu í skólabyggingum.“ Ásdís segir vinnuumhverfisnefndina vinna eftir samþykktum þings KÍ. „Þar má nefna til dæmis gátlista sem við höfum látið gera og snúast um að kennararnir sjálfir skoði eigið vinnuumhverfi. Við höfum prófað þessa gátlista á nokkrum stöðum og vonumst til að geta sett þetta verkefni á fullt næsta haust. Þannig spyrja kennararnir sig hvort vinnuaðstaða sé í lagi, loftgæðin góð, hvernig lýsingu og hljóðvist sé háttað, tæki og tól séu í lagi og svo framvegis. Vonir okk- ar standa til þess að kennarar fái með þessu verkfæri og geti leitað til næsta yfirmanns vegna þess sem þeim finnst ábótavant. Vonandi verður þetta til þess að hlutirnir færist til betri vegar í skólunum.“ Ásdís segir eina hugmynd að efna til sérstakrar vinnuumhverfisviku. Kennarar, stjórnendur og starfsfólk skólanna myndi þá gefa þessu mikilvæga málefni gaum, finna vankantana og síðan leiðir til lausnar. „Við megum ekki sitja endalaust uppi með að skólar séu fjársveltar stofnanir og við með of lág laun. Þá erum við ekki að búa börnum og unglingum þessa lands umhverfi sem er sæmandi fyrir þessa þjóð. Kennarastarfið er sem slíkt frábært, fjölbreytt og yndislegt en starfsaðstæður og laun þurfa að vera í samræmi við menntun og ábyrgð,“ segir Ásdís Ingólfsdóttir. „Kvennó er góður vinnustaður og það er yndislegt að starfa þar,” segir Ásdís Ingólfsdóttir framhalds- skólakennari um vinnustaðinn sinn, Kvennaskólann í Reykjavík. Það þarf viðurkenningu á því að kennara starfið sé álagsstarf.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.