Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 19
þeir finni til með börnunum þegar þau
hverfa á braut. Þetta hafi ekki endilega mikil
áhrif á önnur börn, en starfsfólkið viti hvers
vegna þau fara þegar þeim er vísað úr landi.
Í þeim efnum mætti styðja við starfsfólkið.
Kennsluefni stóra málið
Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru nú um
100 nemendur frá 30 löndum með íslensku
sem annað tungumál. Þar er kennd íslenska
fyrir hópinn. Flestir hafa verið á landinu
og lært málið í að minnsta kosti 2 ár, segir
Úlfar Snær Arnarson, kennslustjóri nýbúa
við skólann. Nemendur séu hvattir til að
taka venjulega íslenskuáfanga. Úlfar Snær
bætir því við að það vanti kennslubækur
sem tengist greinum á efri þrepum.
„Það er komið nokkuð gott samsafn af
efni í kennslu á fyrstu þrepum íslensku sem
kennarar geta nýtt sér. Efni á efri þrepum er
einungis lausablöð og fjölrit, klippt, skorið,
límt og stolið hvaðanæva að. Það vantar
efni sem reynir á þau og gerir miklar kröfur
til þeirra, kröfur sem eru sanngjarnar en
byggja upp hjá þeim orðaforða sem nýtist
í þeim fjölmörgu áföngum í skólanum þar
sem ekki er tekið eins mikið tillit þess mál-
umhverfis sem viðkomandi ólst upp við.“
Úlfar Snær segir að kennarar sem
kenni íslensku sem annað mál eigi í miklum
samskiptum sín á milli, t.d. á samfélags-
miðlum. Þó vanti skipulagðari vettvang til
skoðanaskipta.
„Það er til dæmis langt síðan haldin var
ráðstefna um kennslu nýbúa. Það er löngu
kominn tími til að koma á annarri ráðstefnu
eða námskeiði sem styður við kennara sem
sinna þessari kennslu.
Megum ekki sitja eftir
Aðalheiður Steingrímsdóttir bendir á
að börn njóti réttar til skólagöngu, sem
meðal annars er varinn af Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að
Kennarasambandið geti gert mikilvæga
hluti í þessum efnum. „KÍ þarf að fara vel
yfir hvernig hægt er að styðja við fólk sem
hingað kemur og starfa með skólunum. KÍ
þarf að setja sér stefnu í þessum málum
eins og kennarasamtök erlendis hafa gert.
Við höfum skyldur í þessum efnum og
megum ekki verða eftirbátar nágranna-
þjóðanna.“
„Það er vel séð um þessa hópa og ytri þörfum
sinnt en kannski þurfum við að einbeita okkur
meira að velferð og sálgæslu þessa fólks.“
Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri í Holti í Reykjanesbæ.
Lengdu fríið og gistu á Bed&Breakfast
Keflavik Airport nóttina fyrir eða eftir flug.
Innifalið í gistingu er morgunverðarhlaðborð,
geymsla á bíl og keyrsla til og frá flugvelli.
Bókanir í síma 426-5000.