Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 22

Skólavarðan - 2017, Page 22
22 VOR 2017 þessu tilfelli sendum við myndefnið í pósti til þeirra tuttugu skóla sem taka þátt í verkefninu víðs vegar um Evrópu. Spennan er alltaf mikil þegar pósturinn berst og börnin skoða hvaða villt dýr er til umfjöll- unar, frá hvaða landi það kemur og hvað er sérstakt við það. Það er heilmikið nám í þessu verkefni.“ Aðspurð hvort það sé flókið ferli að fara inn í eTwinning-samfélagið þá segir Kolbrún að svo sé alls ekki. „Leiðirnar eru nokkrar og engin þeirra sérlega flókin. Kennari getur tengt sig við annan skóla og kannað grundvöll á samstarfi um verkefni, það þarf alltaf tvo til. Hann getur fundið verkefni á vefnum og beðið um að fá að taka þátt í því eða búið til nýtt með öðrum kennara/skóla. Þá þarf að skrá niður lýsingu á verkefninu, markmið, hvað á að gera og hvernig. Þegar það er klárt er verkefnalýsingin send til Rannís og það tekur mjög stuttan tíma að fá það samþykkt, oftast ekki meira en sólar- hring. Þegar verkefnið hefur verið samþykkt þá er hægt að bjóða fleiri skólum í Evrópu að taka þátt,“ segir Kolbrún. Verkefni innan eTwinning kosta auðvitað oft töluverða vinnu en Kolbrún segir einn kostinn þann að þegar kennarar hafa tekið þátt í nokkrum slíkum verkefn- um þá séu þeir oft tilbúnir að taka þátt í stærri verkefnum, svo sem Comeniusar- og Erasmus-verkefnum sem njóta oft verulegra styrkja frá Evrópusambandinu. Kolbrún segir engan vafa leika á að þátttaka í eTwinning sé gagnleg fyrir kennara. „Samvinna af þessu tagi víkkar sjóndeildarhringinn og getur verið hin besta endurmenntun. Kennarar kynnast öðrum starfsháttum, hugmyndir að nýjum verkefnum og vinnuaðferðum kvikna og þeir eignast nýja félaga í hópi kollega. Þá má ekki gleyma nemendum sem fá nýja sýn á heiminn, verða víðsýnni og átta sig á hverju er hægt að áorka þegar unnið er að saman að einu markmiði.“ Mjög gefandi fyrir kennara og nemendur Nemendum finnst spennandi að vinna eTwinning verkefni og geta fylgst með hvernig aðrir vinna samskonar verkefni og þeir. Allt efni verkefnisins er hægt að geyma á sérstöku vinnusvæði sem fylgir verkefninu (TwinSpace). Netið gefur einnig möguleika á að tengjast beint inn í skólastofur sam- vinnuskólanna og spjalla og eiga myndræn samskipti við hina nemendurna. „Það hefur auk þess gildi fyrir nemend- ur að búa til hluti eða leysa verkefni sem eru ekki bara fyrir kennarann og bekkjarfélaga heldur jafnaldra í skólum í öðrum löndum.“ Þá er það frekar nýtilkomið að kennarar geta sótt um að stofna verkefni á íslensku. „Það er til mikilla bóta því sumir kennarar víluðu fyrir sér að leggja út í verkefni vegna þess að þeim fannst þeir ekki nógu góðir í ensku.“ Kolbrún er mjög áfram um að hvetja kennara til þátttöku í eTwinning-verkefn- um. Hún hefur eins og fram hefur komið mikla reynslu í þessu efni og því ekki úr vegi að enda spjallið á að biðja hana um fáein góð ráð til kennara sem hafa áhuga á að prófa eTwinning. „Já, það fyrsta sem ég mæli með er að kennarar skrái sig í eTwinning og skoði sig um á umræðusvæðinu, sem kallast forum, en þar detta inn umræðuþræðir og hugmyndir að verkefnum á hverri mínútu. Kennari getur varpað fram hugmynd án skuldbindinga og séð hver viðbrögðin verða. Það er mikilvægt að hafa efnislínuna skýra og áhugaverða. Svo er annað sem kennarar þurfa að gæta að og það er aðlaga eTwinn- ing-verkefni að því námsefni sem þeir eru að vinna með. Það er ekki skynsamlegt að bæta miklu við sig, betra að sleppa einhverju, og reyna að fella verkefnið að markmiðum sem þegar hafa verið sett. Það er engin spurning að þessi verkefni geta verið mjög gefandi fyrir kennara og nemendur, en munum að lítið og einfalt er oftast vænlegast til árangurs,“ segir Kolbrún Svala Hjaltadóttir. SAMvINNA SKIPTIR MÁLI Hilmar Björn Davíðsson Magnús, nemandi í 4. bekk, tók þátt í árlegu eTwinning-verkefni Flataskóla síðasta haust. Verkefnið fól í sér að búa til flotta dómínókeðju og taka myndband af keðjunni falla eftir kúnstarinnar reglum. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni. Við komum með alls kyns dót að heiman og fengum líka bækur á bókasafninu,“ segir Hilmar um keðjuverkefnið. Undirbúningur fer þannig fram að krakkarnir vinna í hópum við að búa til parta í keðjuna. Svo er allt tengt saman og þá er alltaf jafnspennandi að sjá hvort keðjan virkar. „Þetta gekk vel hjá okkur en við vorum í tvo daga að setja keðjuna upp,“ segir Hilmar og bætir við að vænan skammt af þolinmæði þurfi því stundum fari keðjan of snemma af stað. Keðjuverkefninu er blandað inn í nokkrar námsgreinar og segir Hilmar Björn verkefnið hafa verið lærdómsríkt. „Samvinna skiptir máli og við lærðum að vinna saman í hóp. Það var ekki mikið rifist og þetta gekk bara vel.“Hilmar Björn Davíðsson Magnús

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.