Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 23

Skólavarðan - 2017, Síða 23
VOR 2017 23 Samkvæmt Hagstofu Íslands eru á Íslandi starfræktir um 480 leik-, grunn- og framhaldsskólar. Nemendur í skólunum eru rúmlega 87.000 talsins og kennararnir tæplega 10.000, og við þá tölu bætast aðrir starfsmenn skólanna. Til viðbótar við allt þetta eru síðan tónlistarskólarnir með sína rúmlega 500 kennara og þúsundir nemenda. Af því leiðir að um þriðjungur landsmanna arkar dags daglega í leik,- grunn-, fram- halds- og tónlistarskóla landsins til náms eða vinnu. Einhver skyldi ætla að hinir hefðbundnu fjölmiðlar myndu á einhvern hátt endurspegla umfang starfsins, en svo er því miður ekki. Lengi var það stefna starfsmanna útgáfusviðs KÍ að reyna að hafa áhrif á umfjöllun hefðbundnu fjölmiðlanna. Sendar voru ítrekaðar ábendingar um áhugaverð verkefni, skemmtilega viðmælendur, spennandi vinnustaði og möguleg umfjöll- unarefni. Það verður að segjast eins og er að sú vinna skilaði því miður oftar en ekki litlu — hver svo sem ástæðan er. vefur og sjónvarpsþáttur Því ákváðu starfsmenn útgáfusviðs einfald- lega að skipta um stefnu. Í staðinn fyrir að vekja athygli hefðbundnu fjölmiðlanna á því metnaðarfulla starfi sem fram fer í skólunum á degi hverjum var ákveðið að sleppa milliliðnum og vinna í staðinn efni um skólana. Slíkt efni birtist nú reglulega á nýjum skólamálavef sem ber nafn tímarits Kennarasambandsins, www.skolavardan.is. Vefurinn hefur síðustu mánuði verið í hægri en öruggri sókn og er það von þeirra sem að honum standa að hann verði í framtíðinni ómissandi upplýsingaveita um allt mögulegt sem tengist námi, skólum og kennurum. En útgáfusvið KÍ lét þar ekki staðar numið heldur var á síðustu vikum ársins 2016 leitað til sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar með fyrirspurn um mögulegt samstarf. Það samtal skilaði sér í átta þátta sjónvarpsseríu sem bar nafnið „Skólinn okkar“ en þættirnir voru í umsjón þeirra Aðalbjörns Sigurðssonar, útgáfu- og kynn- ingarstjóra KÍ, og Margrétar Marteinsdóttur fjölmiðlakonu. Í hverjum þætti var tekið fyrir afmarkað viðfangsefni, en meðal þeirra voru velferð nemenda, iðn- og tækninám, sköpun í skólastarfi og skóli framtíðarinnar. Það hafa allir áhuga Markmiðið með þáttunum var að sýna fram á að það væri afar einfalt að vinna fjölbreytt og skemmtilegt ljósvakaefni úr skólum landsins. „Það hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart hversu ótrúlega ólíkir skólarnir eru — en það gerði það samt,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson aðspurður um hvaða lærdóm hann hafi dregið af vinnslu þáttanna. „Í raun hefði verið hægt að vinna heilan þátt í hverjum einasta skóla sem var heimsóttur. Sem sannar enn einu sinni fyrir mér að í skólunum liggur nánast botnlaus brunnur af áhugaverðu efni sem fjölmiðlar landsins ættu að kafa í og vinna upp úr. Mér sýnist annar lærdómur af vinnslu þáttanna vera sá að þetta efni vekur mikinn áhuga, langt út fyrir raðir nemenda og kennara, því allir landsmenn tengjast skólunum á einn eða annan hátt. Fyrir utan auðvitað þá sem starfa beint í skólunum eru allir með ein- hverjar tengingar, hvort sem þeir eiga börn eða barnabörn sem ganga í skóla, nú eða tengjast kennurum og öðrum starfsmönnum á einn eða annan hátt.“ Þessa dagana standa yfir viðræður milli starfsmanna KÍ og forsvarsmanna Hringbrautar um mögulegt framhald á verkefninu og þar með gerð nýrrar seríu af „Skólinn okkar“. Þó niðurstaða liggi ekki ennþá fyrir vilja forsvarsmenn útgáfusviðs KÍ koma þeim skilaboðum til félagsmanna að allar ábendingar um áhugaverð umfjöll- unarefni eru vel þegnar. Tekið er á móti þeim í netfangið utgafa@ki.is eða í gegnum Facebook- hópinn „Aukum umræðu um kennarastarfið“ sem kennarar eru hvattir til að skrá sig í og taka þar þátt í umræðum. vEKJUM SJÁLF ATHYGLI Á ÖFLUGU SKóLASTARFI KÍ hefur síðustu misseri lagt áherslu á að segja frá því öfluga starfi sem fram fer í skólum landsins. Það hefur meðal annars verið gert í þáttunum „Skólinn okkar“ á Hringbraut og á vefnum skolavardan.is. Aðalbjörn Sigurðsson og Margrét Marteinsdóttir í myndveri Hringbrautar ásamt Garðari Cortes og Chrissie Guðmundsdóttur sem voru viðmælendur í þætti um stöðu tónlistarskólanna.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.