Skólavarðan - 2017, Qupperneq 24
24 VOR 2017
Hvernig líður nýútskrifuðum kennurum
í starfi? Eru móttökur í skólunum eins
og vera ber og njóta nýir kennarar
stuðnings og leiðsagnar? Hvað má
betur fara í kennaranáminu?
Jónína Björk Stefánsdóttir leitaði svara við þessum
spurningum í meistaraverkefni sínu við Kennaradeild
Háskólans á Akureyri, en hún útskrifast þaðan í vor.
Jónína tók vel í að ræða helstu niðurstöður sínar við
Skólavörðuna en þó með þeim fyrirvara að þegar viðtalið
var tekið var ritgerðarskrifum ekki að fullu lokið.
Jónína er fyrst innt eftir því hvernig hugmyndin að
rannsókninni hafi komið til.
„Ég fékk hugmyndina þegar ég var í vettvangsnám-
inu. Ég hafði ætlað mér að skrifa lokaritgerð um annað
efni en var ekki komin almennilega af stað. Svo skaut
þessari hugmynd niður í kollinn á mér og sennilega var
ástæðan sú að mér varð ljóst hvað það er mikið stökk að
fara úr hlutverki kennaranemans, sem býr við utanum-
hald í háskólanum, og yfir í að verða fullgildur kennari
fyrir framan hóp barna í skólastofu,“ segir Jónína.
Hún segir samstarfsfólk í Dalvíkurskóla, þar sem
hún stundaði vettvangsnámið, hafa bent sér á að málefni
„nýrra kennara“ yrðu einmitt til umræðu á samræðu-
þingi Akureyrardeildar Delta Kappa Gamma, Beta og
Mý. Þetta var síðasta haust.
Jónína greip þetta á lofti og mætti á samræðu-
þingið. „Þvílík tilfinning að koma þarna og hlýða á
fyrirlestrana. Ég var komin með hugmyndina áður, en
það var eins og þetta verkefni væri að hoppa í fangið á
mér. Í kjölfarið hafði ég samband við umsjónarmann
meistaranema við HA og María Steingrímsdóttir, dósent
við Háskólann á Akureyri, varð minn leiðbeinandi og
fljótlega kom í ljós að hún hafði gert svipaða rannsókn
árið 2005. María sagði tímabært að kanna þessa hluti á
nýjan leik því á þessu tímabili hefði námið verið lengt úr
þremur árum í fimm,“ segir Jónína.
Hlýtt viðmót samkennara
Jónína tók viðtöl við fimm kennara sem eiga það
sameiginlegt að vera nýir í starfi. Hún er fús að segja
frá meginniðurstöðum en ítrekar að ritgerðin verði
ekki fullbúin fyrr en í byrjun maí. „Eitt af því sem ég
komst að er að það eru engar sérstakar móttökur þegar
nýútskrifaðir kennarar byrja í kennslu. Mínir viðmæl-
endur voru á einu máli um að samkennarar og starfsfólk
skólanna hefðu tekið vel á móti þeim og viðmótið hefði
verið hlýtt og gott. Hins vegar hefði ekki verið áætlun
um leiðsögn þegar fyrstu skrefin væru tekin í skóla-
stofunni og viðmælendurnir sögðust hefðu viljað meiri
afskipti skólastjórnenda til að byrja með.“
Jónína segir innleiðingarkerfi fyrir nýja kennara
hafa borið á góma og koma mætti í veg fyrir að ungir
kennarar eyddu dýrmætum tíma í að leita uppi upplýs-
ingar og fleira. Ekki dugi þó að skipa reynda kennara
sem leiðsagnarkennara ef þeim er ekki gefinn viðunandi
tími til að sinna því verki.
Vinnuálag og tímaskortur eru þekkt fyrirbæri meðal
kennara og segir Jónína það hafa áhrif á móttökur
nýrra kennara. „Kennararnir sem ég ræddi við töluðu
um hversu mikið sjokk það væri að koma inn í skólann
og frá fyrstu mínútu mætti segja að starfið væri kapp-
hlaup við tímann. Auk kennslunnar þurfa kennarar
að sækja fjölda funda, eiga samskipti við foreldra og
leysa úr vandamálum nemenda. Þeir geta því lent í
tímahraki við að skipuleggja kennsluna og leggja áherslu
NÝIR KENNAR-
AR ÞURFA
HANDLEIðSLU
FYRSTA ÁRIð
Jónína Björk Stefánsdóttir segir námsárin í Kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa
verið afar ánægjuleg. Hún hlakkar til að byrja að vinna í kennslu en það ætlar hún að
gera næsta haust.