Skólavarðan - 2017, Síða 26
26 VOR 2017
„Að menntabúðunum Eymennt standa sex grunn-
skólar í Eyjafirði og þær hafa verið starfræktar í tvo
vetur. Upphafið má rekja til þess að við kynntumst
fyrirkomulagi slíkra menntabúða á Samspili, þar
sem þátttakendur deila eigin þekkingu og reynslu
til annarra kennara sem sækja búðirnar,“ segja þær
Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, og
Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, deildarstjóri Dalvíkur-
skóla. Skólavarðan fylgdist með starfi menntabúða
Eymenntar í Dalvíkurskóla í lok mars, en þær verða
starfræktar sex sinnum í vetur.
Allir velkomnir
„Hingað mætir fólk af sjálfsdáðum eftir hefðbundinn
vinnudag og bætir við sig þekkingu. Þetta er allt saman
meira og minna sjálfsprottið og að okkar mati er þetta
frábær vettvangur til að stuðla að auknu upplýsingaflæði
meðal kennara, tengslamyndun og starfsþróun. Við
leitum til kennara um að kynna verkefni, auk þess sem
margir bjóðast að fyrra bragði til að halda kynningu á
einhverri nýjung í kennsluháttum sem hefur gefist vel.
Við vitum til þess að tengsl á milli kennara og sömuleið-
is skóla hafa aukist, þannig að við erum afskaplega
ánægðar með árangurinn,“ segja þær Ingileif og Katrín
Fjóla.
Menntabúðirnar sem haldnar voru í Dalvíkurskóla
voru vel sóttar. Sex grunnskólar í Eyjafirði standa að
Eymennt, en starfsfólki allra skóla er velkomið að sækja
búðirnar. Í þetta skipti var kastljósinu sérstaklega beint
að rafrænum kennsluháttum.
SNAPP OG GOOGLE SEM
KENNSLUTÆKI
Karl Eskil
Pálsson skrifar
Margrét Þóra Einarsdóttir og Fjóla Dögg Gunnarsdóttir nota snapp í kennslunni með góðum árangri. MYNDIR: KARL ESKIL PÁLSSON