Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 33
VOR 2017 33 þeir skuli að lágmarki vera tveir af hverjum þremur. Í desember 2015 störfuðu 1.758 menntaðir leikskólakennarar í leikskólum en 2.992 leyfisbréf hafa verið gefin út til þeirra frá árinu 2009. Ljóst er því að fjölmargir leikskólakennarar starfa ekki við fag sitt.“ Einnig er bent á að einungis helmingur menntaðra grunnskólakennara starfi í dag við kennslu. Vandinn verði því ekki eingöngu leystur með fjölgun kennaranema heldur þurfi líka að laða menntaða kennara, ekki síst hina yngri, til starfa við skólana. Ein leiðin til þess sé að tryggja viðunandi starfsaðstæður þannig að kennarar haldist lengur í starfi en raun ber vitni. Laun og lengd námsins Tekið er fram að erfitt sé að fullyrða hvað valdi minnkandi aðsókn í kennaranám. „Ýmsar ástæður hafa verið nefndar, t.d. að nemendur séu tregir til að verja tíma sínum og fé í fimm ára nám sem áður tók þrjú til fjögur ár. Verulega dró úr aðsókn í grunnnám til kennsluréttinda hjá opinberu háskólunum eftir árið 2009 þegar fyrsti hópur nemenda hóf nám eftir lengingu þess í fimm ár. Þá er einnig ljóst að launa- og starfskjör kennara geta haft veruleg áhrif á aðsókn í námið.“ En fleiri þættir eru einnig taldir til. „Almennt virðist efnahagsástand hafa talsverð áhrif á aðsókn í háskólanám. Minni aðsókn er í nám þegar atvinna er næg en í samdrætti eykst hún,“ segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun tekur fram að nánast tvöfalt fleiri nýnemar hafi skráð sig til náms við Háskóla Íslands árið 2009, þegar áhrifa efnahagshrunsins gætti sem mest, en „góð- ærisárið“ 2007. Þetta átti hins vegar ekki við um kennaranámið. „Þar fækkaði nemendum milli áranna 2009 og 2007. Þetta styrkir kenninguna um að lenging kennaranámsins árið 2009 hafi haft veruleg áhrif á minnk- andi aðsókn.“ Skólar í dag vel mannaðir Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um að staðan hafi oft verið verri en hún er í dag, til að mynda í grunnskólum landsins. „Mun færri kennarar án kennsluréttinda starfa við kennslu nú en áður. Samkvæmt upplýs- ingum á vef Hagstofu Íslands voru þeir á bilinu 13-20% á árunum 1998–2008. Árið 2012 voru 4,1% kennara án kennsluréttinda en hlutfallið hækkaði í 5,4% árið 2015. Mikilvægt er að það aukist ekki frekar og því nauðsynlegt að huga vel að nýliðun og að menntaðir kennarar haldist í starfi,“ segir í skýrslunni. Að lokum er farið nokkuð ýtarlega yfir styrk- og veikleika kennaranáms við HÍ annars vegar og HA hins vegar. Talað er um að kennaranámið við Háskóla Íslands sé ódýrara en námið á Akureyri, en það er aðallega rakið til stærðarhagkvæmni. Námið á Akureyri sé hins vegar skilvirkara en í Reykjavík, þar sem hærra hlutfall þeirra sem skrá sig í námið klári það. Hvorug staðreyndin breyti því þó að fjölga þurfi kennaranemum við skólana tvo – og það strax. „Fækkun kennara­ nema getur haft í för með sér minni möguleika nem­ enda á sérhæfingu sem aftur þýði að menntun þeirra verði einsleitari.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.